Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 30

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
16.12.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari
Forseti bæjarstjórnar setur fundinn og kallar eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Ari B. Thorarensen, D-lista leggur fram eftirfarandi bókun:

Ég mótmæli þeirri ákvörðun forseta að hafa fundinn í fjarfundi. Við erum 9 fulltrúar og bæjarstjóri og getum viðhaldið allar sóttvarnarreglur.

Forseti óskar eftir að taka inn á afbrigðum tvö mál af fundi skipulags- og byggingarnefndar frá því í dag, 16. desember og er vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn. Deiliskipulagsbreyting, Víkurheiði málsnr. 1909188 og Tillaga að deiliskipulagsbreytingu Árbakka málsnr. 1905502.

Er það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2011247 - Innkaupareglur Sveitarfélagsins Árborgar
Lagt var til við bæjarstjórn að samþykkja innkaupareglurnar.
Gunnar Egilsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri og Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista taka til máls.

Lagt er til að málinu verði frestað. Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
2. 1901289 - Reglur um leikskólaþjónustu
Tillaga frá 28. fundi fræðslunefndar frá 9. desember sl., liður 1.
Guðný Ingibjörg Rúnarsdóttir, leikskólaráðgjafi, kynnti helstu breytingar. Samþykkt samhljóða og sviðsstjóra falið að breyta lítillega orðalagi á einum stað.

Lagt var til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri og Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista taka til máls.

Reglurnar eru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða með 9 atkvæðum.
Reglur um leikskóla Árborgar - 9. des. 2020.pdf
3. 2002046 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki 9
Afgreiðsla nefnda í tengslum við þennan viðauka:

Tillaga frá 36. fundi eigna- og veitunefndar frá 9. desember síðastliðinn, liður 4.

Fjárfestingaráætlun 2020-2023
Farið yfir stöðu framkvæmda í fjárfestingaráætlun 2020
Nefndin lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hjálagðan viðauka vegna endurskoðunar og breytinga á fjárfestingaráætlun 2020.

Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri tekur til máls.

Viðauki nr. 9 er borinn undir atkvæði og samþykktur með 5 atkvæðum. 4 bæjarfulltrúar D-lista sitja hjá.
4. 1905502 - Tillaga að aðalskipulagsbreytingu Árbakka
Tillaga frá 58. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 16. desember sl., liðir 7. Tillaga að aðalskipulagsbreytingu Árbakka. Skipulagsfulltrúi lagði fram greinargerð með tillögu að svörum
sveitarfélagsins Árborgar við framkomnum athugasemdum við tillögur um skipulagsbreytingar að Árbakka á Selfossi.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreyting yrði samþykkt og athugasemdum svarað skv. greinargerð skipulagsfulltrúa. Skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að deiliskipulagsbreytingu með skipulagshöfundi.

Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
5. 1909188 - Deiliskipulagsbreyting - Víkurheiði
Tillaga frá 58. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 16. desember sl., liður 5. Deiliskipulagsbreyting Víkurheiði. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst og bárust umsagnir frá umsagnaraðilum.

Farið yfir innkomnar umsagnir. Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin yrði samþykkt.

Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Ari B. Thorarensen, D-lista taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
6. 2011180 - Gjaldskrár 2021
Síðari umræða.
1) Tillaga að breytingu á gjaldskrá Selfossveitna 2021
2) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir frístundaheimili í Árborg 2021
3) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg 2021
4) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir fæði í grunnskólum í Árborg 2021
5) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir hundahald í Árborg 2021
6) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir kattahald í Árborg 2021
7) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir bókasöfn Árborgar 2021
8) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Árborg 2021
9) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leigubílaakstur aldraðra í Árborg 2021
10) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í Árborg 2021
11) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir frístundaklúbbinn í Árborg 2021
12) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir Grænumörk 2021
13) Tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna afnota á húseigna í Árborg 2021
14) Tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna fráveitu (tæming rotþróa) í Árborg 2021
15) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir sorphirðu og gámasvæði í Árborg 2021
16)Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir sundstaði í Árborg 2021
17) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir skipulags - og byggingardeild 2021

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista taka til máls.

Tillögur að breytingum á gjaldskrám fyrir Sveitarfélagið Árborg eru bornar undir atkvæði og samþykktar með 5 atkvæðum. 4 bæjarfulltrúar D-lista sitja hjá.
Gjaldskrá - Selfossveitur 2021.pdf
Gjaldskrá fyrir frístundaheimilin í Árborg 2021.pdf
Gjaldskrá leikskóla 2021..pdf
Gjaldskrá fyrir fæði í grunnskólum í Árborg 2021.pdf
Gjaldskrá fyrir hundahald í Árborg 2021.pdf
Gjaldskrá fyrir kattahald í Árborg 2021.pdf
Gjaldskrá Bókasafna Árborgar 2021.pdf
Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Árborg 2021.pdf
Gjaldskrá fyrir leigubílaakstur aldraðra í Árborg 2021.pdf
Gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra 2021.pdf
Gjaldskrá fyrir Frístundaklúbbinn í Árborg 2021.pdf
Gjaldskrá fyrir Grænumörk 2021.pdf
Gjaldskrá húseigna 2021.pdf
Gjaldskrá vegna fráveitu í Árborg 2021.pdf
Gjaldskrá fyrir sorphirðu í Árborg 2021.pdf
Gjaldskrá Sundlauga Árborgar frá 1.jan 2021.pdf
Skip- og bygg-Gjaldskrá-tillaga 2021.pdf
7. 2012065 - Útsvarsprósenta 2021
Lögð er fram eftirfarandi tillaga um útsvarsprósentu:

Miðað er við að útsvarshlutfall fyrir árið 2021 verði hámarksútsvar þ.e. 14,52% af útsvarsstofni.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. 4 bæjarfulltrúar D-lista sitja hjá.
8. 2007034 - Fjárhagsáætlun 2021-2024
Síðari umræða.


Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tekur til máls og kynnir breytingar á fjárhagsáætlun og 3ja ára áætlun milli umræðna.

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Gunnar Egilsson, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista, Arna ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista taka til máls.

Fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun eru bornar undir atkvæði og samþykktar með 5 atkvæðum gegn 4 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.

Kjartan Björnsson, D-lista gerir grein fyrir atkvæði sínu og leggur fram eftirfarandi bókun:
Það er erfitt að greiða atkvæði með eða á móti fjárhagsáætlun þegar margt sem horfir til framfara og er nauðsynlegt að setja fjármuni í er inni í áætluninni fyrir næsta ár. En þar sem lokaafgreiðsla áætlunarinnar er afgreidd með viðlíka halla þannig að ekkert slíkt hefur áður sést er þó ekki boðlegt. Menningarsalur Suðurlands fær þó brautargengi í fjárhagsáætluninni og lýsi ég yfir sérstakri ánægju með fjármuni Sveitarfélags og ríkis í löngu tímabæran Menningarsalinn.Fjárfestingarliðurinn er of stór miðað við fjárhagsstöðuna hjá sveitarfélaginu að mínu mati í heild sinni og því get ég ekki greitt atkvæði með fjárhagsáætluninni.

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista gerir grein fyrir atkvæði sínu og leggur fram f.h. bæjarfulltrúa D-lista eftirfarandi bókun:
Bæjarfulltrúar D-lista greiða atkvæði gegn fjárhagsáætlun. Algerlega ábyrgðarlaust er að skila áætlun fyrir næsta ár með nærri hálfs milljarðs halla á rekstri. Ekki hefur verið unnið að hagræðingu eins og þurft hefði að gera og bent var á við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun. Fjárfestingaráætlun upp á rúma fjóra milljarða er líka með öllu óraunhæf miðað við skuldasöfnun meirihlutans. Enn á ný eru áætlaðar tekjur af lóðasölu umfram það sem líkur eru á að takist að afla, líkt og á þessu ári og því síðasta.Óábyrgt er að byggja áætlun um fjárfestingar á óraunhæfri áætlun um lóðagjöld. Rekstur sveitarfélagsins er ekki lengur sjálfbær og stefnir í óefni.
Ari Björn Thorarensen bæjarfulltrúi D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi D-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi D-lista.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista gerir grein fyrir atkvæði sínu og leggur fram f.h. bæjarfulltrúa meirihlutans eftirfarandi bókun:
Framlögð fjárhagsáætlun fyrir árin 2021-2024, ber keim af þeirri fjárhagslegu stöðu sem uppi er á Íslandi vegna afleiðinga kórónuveirunnar. Fjárhagsáætlunin ber einnig merki þeirrar miklu uppbyggingar og fólksfjölgunar sem átt hefur sér stað í sveitarfélaginu ásamt spá um áframhaldandi fjölgun íbúa. Milli fyrri og seinni umræðu fjárhagsáætlunar hefur verið farið enn frekar yfir alla rekstrarþætti og skoðað í þaula fjöldi nýrra stöðugilda vegna nýrra skólaeininga ásamt tilfærslum á stöðugildum frá þeim sem fyrir eru í rekstri. Ljóst er að launahækkanir vegna nýrra kjarasamninga á árinu hafa töluverðan kostnaðarauka í för með sér. Væntanlegar skerðingar á framlögum jöfnunarsjóðs munu svo að sjálfsögðu hafa verulega neikvæð áhrif á reksturinn.

Niðurstaða fjárhagsáætlunar ársins 2021 er að hallinn verður um 3,5% hlutfall af tekjum en 8 af 10 stærstu sveitarfélögum landsins skila fjárhagsáætlunum næsta árs með halla að meðaltali upp á um 7% hlutfall af tekjum. Þar sést að erfiður rekstur sveitarfélaga á þessum tímum er ekkert einsdæmi í okkar sveitarfélagi. Sterkar líkur eru á að tekjur vegna útsvars og jöfnunarsjóðsframlags ættu að vera hærri en raunin er í framlagðri fjárhagsáætlun, en þar sem skýrari upplýsingar frá Jöfnunarsjóði og Fjársýslu vegna útsvarsuppgjör hafa ekki borist á þessum tímapunkti verður það skoðað betur. Þegar þessar upplýsingar liggja fyrir gæti það leitt til viðauka og breytinga á tekjum á nýju ári.

Við sem leggjum þessa fjárhagsáætlun fram höfum fulla trú á að með henni sé verið að styrkja sveitarfélagið enn frekar sem góðan kost til búsetu, með góðri þjónustu og frekari uppbyggingu innviða.

Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi S-lista.
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi S-lista.
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi Á-lista.
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi M-lista.
Helgi Sigurður Haraldsson bæjarfulltrúi B-lista.
Sveitarfélagið Árborg fjárhagsáætlun 2021-2024 seinni umræða.pdf
Viðauki við greinargerð fjárhagsáætlun 2021-2024 seinni umræða.pdf
Fundargerðir
9. 2011013F - Eigna- og veitunefnd - 35
35. fundur haldinn 25. nóvember.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Gunnar Egilsson, D-lista taka til máls undir lið nr. 3, Mat á umhverfisáhrifum við hreinsistöð fráveitu við Geitanesflúðir.
10. 2011017F - Frístunda- og menningarnefnd - 15
15. fundur haldinn 30. nóvember.
11. 2011018F - Bæjarráð - 96
96. fundur haldinn 3. desember.
12. 2011014F - Skipulags og byggingarnefnd - 57
57. fundur haldinn 2. desember.
13. 2012004F - Bæjarráð - 97
97. fundur haldin 10. desember.
Bæjarstjórn Árborgar sendir starfsmönnum og íbúum öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.



Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:26 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica