Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 29

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
30.11.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2011105 - Erindisbréf fræðslunefndar
Lagt var til að erindisbréf fræðslunefndar yrði samþykkt.
Erindisbréf fræðslunefndar er borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Erindisbréf fræðslunefndar 2020.pdf
2. 1810116 - Fyrirspurn um nýtingu og skiptingu lóðar - Miðtún 15
Tillaga frá 54. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 21. október sl., liður 5. Fyrirspurn um nýtingu og skiptingu lóðar - Miðtún 15.

Á 50. fundi skipulags- og byggingarnefndar var tekið fyrir erindi frá ProArk f.h. eiganda um skiptingu lóðarinnar Miðtún 15 í tvær lóðir með byggingarrétti á hvorri lóð. Ákveðið var að grenndarkynna erindið fyrir nágrönnum sem kynnu að hafa hagsmuna að gæta. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu.

Lagt var til við bæjarstjórn að skipting lóðarinnar Miðtún 15 í tvær lóðir yrði samþykkt.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
3. 2009729 - Tillaga að stofnun lóðar - Eyði Sandvík
Tillaga frá 54. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 21. október sl., liður 14. Tillaga að stofnun lóðar - Eyði Sandvík. Umsókn barst um skiptingu lands úr Eyði-Sandvík. Málið var áður á 52. fundi skipulags- og byggingarnefndar þar sem vel var tekið í fyrirspurn um landskiptin.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að landskiptin yrðu samþykkt.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
4. 2001206 - Deiliskipulagstillaga - Móavegur 4
Tillaga frá 55. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 4. nóvember sl., liður 3. Deiliskipulagstillaga - Móavegur 4. Lögð var fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Móaveg 4 Selfossi.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að
deiliskipulagstillagan yrði auglýst.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista tók til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
5. 2007131 - Deiliskipulag - Jórvíkur 1
Tillaga frá 55. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 4. nóvember sl., liður 11. Deiliskipulag - Jórvíkur 1
Lögð var fram tillaga og greinargerð að nýju deiliskipulagi í landi Jórvíkur. Brugðist hefur verið við umsögnum og breytingar gerðar eftir því sem við á.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að deiliskipulagið yrði samþykkt.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum. Gunnar Egilsson, D-lista situr hjá.
6. 2010355 - Landskipti - Fossmúli
Tillaga frá 55. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 4. nóvember sl., liður 12. Landskipti - Fossmúli
Sótt um landskipti á landi Fossmúla þannig að ný lóð verði til utan um íbúðarhús og hesthús.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að landskiptin yrðu samþykkt.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
7. 2001059 - Deiliskipulagsbreyting - Eyravegur 34-36
Tillaga frá 56. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 18. nóvember sl., liður 3. Deiliskipulagsbreyting - Eyravegur 34-36.

Skipulagsstofnun gerði athugasemd við birtingu skipulagsins í B-deild stjórnartíðinda. Umsögn barst frá Vegagerðinni um skipulagið skv. kröfu Skipulagsstofnunar. Skipulagsuppdráttur var uppfærður miðað við athugasemdir.

Farið yfir umsagnir Skipulagsstofnunar og Vegagerðarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við Bæjarstjórn að samþykktar yrðu breytingar sem gerðar hafa verið á deiliskipulagstillögu til að koma til móts við athugasemdir.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
8. 1910179 - Aðalskipulagsbreyting - Austurbyggð.
Tillaga frá 56. fundi skipulags - og byggingarnefndar frá 18. nóvember sl., liður 12. Aðalskipulagsbreyting - Austurbyggð.

Tillaga á vinnslustigi að aðalskipulagsbreytingu var kynnt íbúum og hagsmunaaðilum. Umsögn barst frá Vegagerðinni, Flóahrepp og Hestamannafélaginu Sleipni, sem einnig óskaði eftir samráði um framhaldið.

Skipulagsfulltrúa falið að funda með forsvarsfólki Sleipnis. Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillaga að aðalskipulagsbreytingu yrði auglýst.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
9. 2010215 - Kaup á lóð að Kirkjuvegi 18
Tillaga frá 91. fundi bæjarráðs frá 22. október sl., liður 12. Kaup á lóð að Kirkjuvegi 18.

Kauptilboð í sökkul húss við Kirkjuveg 18, Selfossi.

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að kaup sveitarfélagsins á lóðinni yrðu samþykkt. Samhliða yrði lögð fram tillaga að viðauka vegna málsins.


Ari B. Thorarensen, D-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Kjartan Björnsson, D-lista tóku til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum. Kjartan Björnsson, D-lista, víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
10. 2011228 - Ábyrgð á láni til Brunavarna Árnessýslu
Ábyrgð Sveitarfélagsins Árborgar vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 100.000.000 kr.
Bókun vegna lántöku Brunavarna vegna kaupa á stigabíl 2020:

Sveitarfélagið Árborg samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 100.000.000 kr., í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Árnessýslu. Lánið er tekið í tvennu lagi, 30 millj.kr. á árinu 2020 og 70 millj.kr. á árinu 2021.
Sveitarfélagið Árborg veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna kaup á nýjum stigabíl til slökkvistarfa sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarfélagið Árborg skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Árnessýslu til að breyta ekki ákvæði samþykkta Brunavarna Árnessýslu sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Sveitarfélagið Árborg selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Árborg sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Gísla Halldóri Halldórssyni kt. 151066-5779 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Sveitarfélagsins Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

Ari B. Thorarensen, D-lista og Gísli H. Halldórsson tóku til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
11. 2002111 - Skýrsla Grant Thornton vegna úttektar
Skýrsla Grant Thornton á verklegum embættisferlum og ferli mála sem varðar undirbúning, hönnun og framkvæmd á nokkrum framkvæmdum á vegum Sveitarfélagsins Árborgar.
Gunnar Egilsson, D-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tóku til máls.
12. 1903205 - Persónuverndaryfirlýsing Árborgar
Innri persónuverndarstefna. Lagt var til að stefnan yrði samþykkt.
Persónuverndaryfirlýsing. Lagt var til að yfirlýsingin yrði samþykkt.

Innri persónuverndarstefna og persónuverndaryfirlýsing fyrir Sveitarfélagið Árborg eru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða með 9 atkvæðum.

Innri persónuverndarstefna_uppfærð útgáfa 2020.pdf
Persónuverndaryfirlýsing Árborgar_uppfærð útgáfa 2020.pdf
13. 2002046 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki nr. 8
Afgreiðslur nefnda í tengslum við þessa viðauka:

Tillaga frá 91. fundi bæjarráðs frá 22. október sl. liður 12.
Kaup á lóð að Kirkjuvegi 18.
Kauptilboð í sökkul húss við Kirkjuveg 18 Selfossi.

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að kaup sveitarfélagsins á lóðinni yrðu samþykkt. Samhliða yrði lögð fram tillaga að viðauka vegna málsins.

Tillaga frá 91. fundi bæjarráðs frá 22. október sl. liður 13.1906288 - Stefna gegn Árborg - höfnun á ráðningu grunnskólakennara
Óskað var staðfestingar bæjarráðs á lúkningu málsins með bótagreiðslu sem skiptist til helminga milli ríkis og sveitar.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 9. júlí sl. og var þá bókað:
Ósk mennta- og menningarmálaráðuneytis um afstöðu Árborgar til áfrýjunar á dómi Héraðsdóms E-3026/2019
Bæjarráð taldi fyrir sitt leyti ekki efni til að áfrýja dómnum.

Bæjarráð fellst á umrædda bótagreiðslu og 50% hlutdeild sveitarfélagsins í henni og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun vegna útgjaldanna.

Viðauki nr. 8 er borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða með 8 atkvæðum. Ari B. Thorarensen, D-lista situr hjá.
14. 2011180 - Gjaldskrár 2021
Fyrri umræða.


1) Tillaga að breytingu á gjaldskrá Selfossveitna 2021
2) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir frístundaheimili í Árborg 2021
3) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg 2021
4) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir fæði í grunnskólum í Árborg 2021
5) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir hundahald í Árborg 2021
6) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir kattahald í Árborg 2021
7) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir bókasöfn Árborgar 2021
8) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Árborg 2021
9) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leigubílaakstur aldraðra í Árborg 2021
10) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í Árborg 2021
11) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir frístundaklúbbinn í Árborg 2021
12) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir Grænumörk 2021
13) Tillaga að breytingu á gjaldskrá húseigna Sveitarfélagsins Árborgar 2021
14) Tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna fráveitu (tæming rotþróa) í Árborg 2021
15) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir sorphirðu og gámasvæði í Árborg 2021
16) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir sundstaði í Árborg 2021
17) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingardeild 2021

Lagt er til að gjaldskrám verði vísað til síðari umræðu. Er það samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Gjaldskrá - Selfossveitur 2021.pdf
Gjaldskrá fyrir frístundaheimilin í Árborg 2021.pdf
Gjaldskrá leikskóla 2021..pdf
Gjaldskrá fyrir fæði í grunnskólum í Árborg 2021.pdf
Gjaldskrá fyrir hundahald í Árborg 2021.pdf
Gjaldskrá fyrir kattahald í Árborg 2021.pdf
Gjaldskrá Bókasafna Árborgar 2021.pdf
Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Árborg 2021.pdf
Gjaldskrá fyrir leigubílaakstur aldraðra í Árborg 2021.pdf
Gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra 2021.pdf
Gjaldskrá fyrir Frístundaklúbbinn í Árborg 2021.pdf
Gjaldskrá fyrir Grænumörk 2021.pdf
Gjaldskrá húseigna 2021.pdf
Gjaldskrá vegna fráveitu í Árborg 2021.pdf
Gjaldskrá Sundlauga Árborgar frá 1.jan 2021.pdf
Skip- og bygg-Gjaldskrá-tillaga.pdf
15. 2007034 - Fjárhagsáætlun 2021-2024
Fyrri umræða.
Gísli H. Halldórsson bæjarstjóri tók til máls og fylgdi úr hlaði greinargerð með fjárhagsáætlun 2021-2023.
Ari B. Thorarensen, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri tóku til máls.

Lagt er til að fjárhagsáætlun fyrir 2021 og 3ja ára áætlun verði vísað til síðari umræðu 16. desember. Er það samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista leggur fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa D-lista:
Bæjarfulltrúar D-lista telja með öllu óásættanlegt að leggja fram fjárhagsáætlun með viðlíka halla og gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar að þessu sinni, eða um 1,1 milljarð króna halla á A-hluta og 842 milljóna króna halla á A- og B-hluta. Sú alvarlega staða sem blasir við í fjárhag sveitarfélagsins sé horft til stöðu á rekstri þess árið 2020 og fyrirliggjandi áætlunar staðfestir það að anað hefur verið áfram án nokkurrar fyrirhyggju eða stýringar. Það hefur orðið lenska hjá meirihlutanum að fjölga stöðugildum millistjórnenda og sérfræðinga án nokkurra takmarkana og fjárfestingafylleríið er nú að koma niður á bæjarsjóði. Óraunhæfar áætlanir um tekjur á árinu 2020 munu ekki ganga eftir, en þessar áætlanir kyntu undir eyðslu langt um efni fram og áfram er haldið með óraunhæfa áætlun um tekjur af lóðaúthlutun á næsta ári. Útlit er fyrir að halli á rekstri sveitarfélagsins á þessu ári verði um 1,2 milljarður króna. Það merkir 100milljónir á mánuði allt þetta ár. Áætlað er að taka lán fyrir tæpa 5,8 milljarða á næsta ári á móti 4,3 milljarða fjárfestingu, hvort tveggja er langt umfram það sem bæjarsjóður þolir. Þetta stjórnleysi er meginástæða þess að þegar hægir á vexti tekna þá hittir það Sveitarfélagið Árborg fyrir með mun alvarlegri hætti en önnur sveitarfélög. Skuldahlutfall fer langt umfram leyfileg mörk og jafnvægisregla er þverbrotin. Bæjarfulltrúar D-lista vænta þess að róttækar breytingar verði gerðar á áætluninni á milli fyrri og seinni umræðu, enda stefnir í það með sama áframhaldi að sveitarfélagið verði ekki gjaldhæft innan mjög skamms tíma.

Bæjarfulltrúar D-listans.
Sveitarfélagið Árborg fjárhagsáætlun 2021-2024 fyrri umræða.pdf
Greinargerð með fjárhagsáætlun 2021 - 2024 fyrri umræða.pdf
Fundargerðir
16. 2010013F - Eigna- og veitunefnd - 32
32. fundur haldinn 14. október.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista tók til máls undir liðum nr. 3-5- Bygging á nýjum grunnskóla í grunnskóla í Björkurstykki og lið nr. 6- tillaga frá UNGSÁ um bensínstöðvar og rafhleðslustöðvar í sveitarfélaginu.
17. 2010012F - Fræðslunefnd - 26
26. fundur haldinn 14. október.
18. 2010019F - Bæjarráð - 91
91. fundur haldinn 22. október.
19. 2010014F - Skipulags og byggingarnefnd - 54
54. fundur haldinn 21. október.
20. 2010021F - Bæjarráð - 92
92. fundur haldinn 29. október.
21. 2010022F - Eigna- og veitunefnd - 33
33. fundur haldinn 28. október.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista undir lið nr. 1- Byggðarhorn-Vatns og hitaveita, lið nr. 6- Gatnagerð í landi Bjarkar, lið nr. 3 - Fjölnota íþróttahús á Selfossvelli og lið nr. 5 - Endurhönnun Ráðhúss Árborgar.
22. 2011001F - Bæjarráð - 93
93. fundur haldinn 5. nóvember.
23. 2010020F - Skipulags og byggingarnefnd - 55
55. fundur haldinn 4. nóvember.
24. 2011002F - Umhverfisnefnd - 15
15. fundur haldinn 4. nóvember.
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tóku til máls undir lið nr. 2- Breytingar á sorptunnustærðum í Árborg.
25. 2011004F - Frístunda- og menningarnefnd - 14
14. fundur haldinn 9. nóvember.
Kjartan Björnsson, D-lista tók til máls undir lið nr. 1-Uppskeruhátíð frístunda- og menningarnefndar 2020, lið nr. 2- Jól í Árborg 2020 og lið nr. 3 - Menningarsalurinn í Hótel Selfoss. Tómas Ellert Tómasson, M-lista tók til máls undir lið nr. 3- Menningarsalurinn í Hótel Selfoss.
26. 2011006F - Bæjarráð - 94
94. fundur haldinn 12. nóvember.
27. 2011011F - Félagsmálanefnd - 20
20. fundur haldinn 16. nóvember.
28. 2011005F - Fræðslunefnd - 27
27. fundur haldinn 11. nóvember.
29. 2011007F - Eigna- og veitunefnd - 34
34. fundur haldinn 11. nóvember.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista tók til máls undir lið nr. 2 - Bygging á nýjum grunnskóla í Björkurstykki og lið nr. 1-Aðgerðaráætlun í fráveitumálum.
Gunnar Egilsson, D-lista tók til máls undir lið nr. 2- Bygging á nýjum grunnskóla í Björkurstykki.
30. 2011009F - Skipulags og byggingarnefnd - 56
56. fundur haldinn 18. nóvember.
31. 2011012F - Bæjarráð - 95
95 fundur. haldinn 26. nóvember.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:20 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica