Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 83

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
20.08.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1912018 - Beiðni um vilyrði fyrir lóðunum nr. 1, 3 og 5 við Víkurheiði
Beiðni frá félaginu Anpro, dags. 6. júlí þar sem óskað er eftir framlengingu á vilyrðum fyrir lóðum nr. 1, 3 og 5 við Víkurheiði á Selfossi.
Bæjarráð samþykkir beiðni Anpro um framlengingu á vilyrðum fyrir lóðum nr. 1,3 og 5 til 3 mánaða, þar sem lóðin er enn ekki hæf til umsóknar. Bæjarráð beinir því til skipulags- og byggingarnefndar að ljúka innan næstu þriggja mánaða nauðsynlegri vinnu svo hægt sé að úthluta lóðinni.
2. 1603040 - Bygging hjúkrunarheimilis í Árborg
Framvinduskýrsla júní 2020.
Lagt fram til kynningar.
HHA-Framvinduskyrsla_JUNI-2020.pdf
3. 2005163 - Beiðni Grant Thornton um frest til að klára úttektar á framkvæmdum á vegum Sveitarfélagsins Árborgar
Beiðni Grant Thornton, dags. 11. ágúst um frestun til að klára úttekt á framkvæmdum á vegum Sveitarfélagsins Árborgar.
Bæjarráð leggur áherslu á að úttektinni verði skilað ekki síðar en 11. september þannig að leggja megi hana fyrir næsta reglulega fund bæjarstjórnar Svf. Árborgar.
Ósk um frekari frest.pdf
4. 2006234 - Fjarverustefna
Tilboð frá Attentus - mannauði og ráðgjöf, dags. 12. ágúst, um gerð viðverustefnu/viðverureglur fyrir Sveitarfélagið Árborg.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði að tilboði Attendus.
5. 2008090 - Minnisblað um stöðu skólamála í Árborg
Minnisblað frá sviðstjóra, dags. 14. ágúst, um stöðu skólamála í Árborg
Lagt fram til kynningar
Minnisblað um skólamál í Árborg 14.8.2020.pdf
6. 1903306 - Menningarsalurinn í Hótel Selfoss
Fundargerð 1. fundar byggingarnefndar um menningarsal Suðurlands haldinn 17. ágúst sl.
Bæjarráð óskar eftir að unnið verði erindisbréf fyrir hópinn og lagt fyrir næsta fund bæjarráðs.
1. fundur byggingarnefndar um menningarsal Suðurlands - 17.08.20.pdf
Fundargerðir
7. 2008002F - Skipulags og byggingarnefnd - 49
49. fundur haldinn 12. ágúst.
8. 2008004F - Eigna- og veitunefnd - 28
28. fundur haldinn 12. ágúst.
9. 2008005F - Frístunda- og menningarnefnd - 11
11. fundur haldinn 17. ágúst.
Fundargerðir til kynningar
10. 2002054 - Fundargerðir Bergrisans bs 2020
18. fundur haldinn 24. júní.
19. fundur haldinn 6. júlí.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica