Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 18

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
24.04.2019 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Sigurður Andrés Þorvarðarson nefndarmaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Bárður Guðmundsson skipulags- og byggingafulltrúi, Ástgeir Rúnar Sigmarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Stefán Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Bárður Guðmundsson, Byggingafulltrúi
Hermann Ólafsson kom og kynnti hugmynd að deiliskipulagi í landi Jórvíkur og Bjarkar.
Ástgeir Rúnar Sigmarsson ritaði fundargerð.
Gert var hlé á fundi miðvikudaginn 24. apríl klukkan 10:00. Fundi framhaldið mánudaginn 29. apríl klukkan 8:10.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1810115 - Tillaga um endurskoðun aðalskipulags Árborgar 2010-2030
Sigurður Sigurjónsson og Steinunn Kolbeinsdóttir kynntu tillögu að útboðslýsingu vegna heildarendurskoðunar aðalskipulags Árborgar.
Fundi frestað til mánudagsins 29.apríl n.k. kl 8:10.
 
Gestir
Hermann Ólafsson - 00:00
Sigurður Sigurjónsson - 00:00
Steinunn Kolbeinsdóttir - 00:00
2. 1712064 - Deiliskipulag lóðar milli Jaðars og Hrefnutanga
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við landeigenda
3. 1902099 - Ósk Rarik og Vörðulands ehf. um breytingu á deiliskipulagi Austurbyggðar.
Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst.
4. 1904046 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu heimtaugar að Austurvegi 69 Selfossi. Umsækjandi: Vatnsveita Árborgar
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt.
5. 1904021 - Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis fyrir gistingu í flokki II að Tryggvagötu 18 Selfossi. Umsagnaraðili: Sýslumaðurinn á Suðurlandi.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir húseigendum að Tryggvagötu 16 og 20 og Sigtúni 9 og 11
6. 1904069 - Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar i flokki II að Sunnuvegi 3 Selfossi. Umsagnaraðili: Sýslumaðurinn á Suðurlandi.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir húseigendum að Sunnuvegi 1, 5, 6, 8 og 10
7. 1904049 - Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu veitinga í flokki II að Eyravegi 32 Selfossi. Umsagnaraðili: Sýslumaðurinn á Suðurlandi.
Frestað.
8. 1904006 - Umsókn um lóðina að Sigtúni 1b Selfossi. Umsækjandi: Bellahotel ehf.
Hafnað. Skipulags- og byggingarnefnd hefur ekki heimild til að úthluta lóð án undangenginnar auglýsingar.
9. 1904172 - Umsókn um lóðirnar að Eyrarbraut 51, 53 og 55 á Stokkseyri. Umsækjandi: Unnar Már Hjaltason.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.
10. 1901247 - Afgreiðsla á grenndarkynningu vegna byggingarleyfis að Grenigrund 31 Selfossi. Engar athugasemdir bárust.
Lagt er til við bæjarráð að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
11. 1811175 - Afgreiðsla á grenndarkynningu vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II að Furugrund 19 Selfossi. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt að veita jákvæða umsögn.
12. 1810162 - Afgreiðsla á grenndarkynningu vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II að Íragerði 12 Stokkseyri. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt að veita jákvæða umsögn.
13. 1901344 - Afgreiðsla á grenndarkynningu vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II að Skólavöllum 9 Selfossi. engar athugasemdir bárust.
Samþykkt að veita jákvæða umsögn.
14. 1903047 - Afgreiðsla á grenndarkynningu vegna byggingaáforma að Lækjarbakka 7 Selfossi. Engar athugasemdir bárust.
Lagt er til við bæjarráð að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
15. 1904154 - Umsókn um stöðuleyfi til að byggja lausar kennslustofur til flutnings að Eyrarbraut 29 Stokkseyri. Umsækjandi: Hamar og Strik ehf.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til sex mánaða.
16. 1904194 - Umsókn um stækkun á byggingarreit að Vörðulandi 1 Selfossi. Umsækjandi: Bent Larsen fyrir hönd lóðarhafa.
Óskað eftir fullunnum uppdráttum til grenndarkynningar. Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir húseigendum að Vörðulandi 3 og Mólandi 13 og 15.
17. 1904081 - Fyrirspurn um byggingu bílskúrs og skyggnis að Heimahaga 11 Selfossi. Fyrirspyrjandi: Rafal Zoch
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við fyrirspyrjanda.
18. 1904004F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 17

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:40 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica