Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 24

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
17.07.2019 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Sigurður Andrés Þorvarðarson nefndarmaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Bárður Guðmundsson skipulags- og byggingafulltrúi, Ástgeir Rúnar Sigmarsson aðstoðarbyggingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bárður Guðmundsson, Byggingafulltrúi
Magnea Magnúsdóttir kom fyrir hönd sýslumanns vegna úthlutunar á beitarlöndum.
Ástgeir Rúnar Sigmarsson ritaði fundargerð.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1902150 - Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Tryggvagötu 15, stækkun líkamsræktarstöðvar. Tillagan hefur verið auglýst, engar athugasemdir hafa borist.
Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.
2. 1907056 - Úthlutun beitarlandsins Ólafsvallaflöt
Samþykkt að úthluta beitarlandinu með fyrirvara um að umbeðin gögn liggi fyrir. Dregið var úr umsóknum og landið hlaut Guðmundur Guðmundsson, til vara voru dregin númer tvö Jónína Birgisdóttir og númer þrjú Kristinn Óskarsson
3. 1907057 - Úthlutun beitarlandsins Ásutóftarstykki
Samþykkt að úthluta beitarlandinu með fyrirvara um að umbeðin gögn liggi fyrir. Dregið var úr umsóknum og landið hlaut Guðný Ósk Vilmundardóttir, til vara voru dregin númer tvö Guðmundur Guðmundsson og númer þrjú Jónína Birgisdóttir
4. 1907058 - Úthlutun beitarlandsins Grænuborgarstykki
Samþykkt að úthluta beitarlandinu með fyrirvara um að umbeðin gögn liggi fyrir. Dregið var úr umsóknum og landið hlaut Hagsmunafélag hrossaeiganda á Stokkseyri, til vara voru dregin númer tvö Guðmundur Guðmundsson og númer þrjú Guðný Ósk Vilmundardóttir
5. 1907059 - Úthlutun beitarlandsins Eystri Rauðárhóll
Samþykkt að úthluta landinu til Jón Sindra Stefánssonar
6. 1907060 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir lausar kennslustofur að Sólvellum 6. Umsækjandi: Sveitarfélgagið Árborg.
Frestað.
7. 1906191 - Umsókn um hækkun á hámarks mænishæð að Dranghólum 17. Umsækjendur Björgvin Óli Ingvarsson og Þórunn Ásta Helgadóttir
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir eigendum að Dranghólum 4, 6, 8, 13, 15, 19, 29 og 31
8. 1905087 - Fyrirspurn til bygginganefndar vegna byggingaráforma að Bankavegi 8 Selfossi, fyrirspurnin hefur verið grenndarkynnt, athugasemdir hafa borist. Fyrirspyrjandi: Sigfús Kristinsson
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við eigendur að Tryggvagötu 9 og kynna fyrirhuguð byggingaráform fyrir eigendum að Tryggvagötu 11.
9. 1905413 - Umsókn um endurnýjun á byggingarleyfi að Eyrarlæk 8 Selfossi. Erindið hefur verið grenndarkynnt, athugasemdir hafa borist. Umsækjandi: Guðni Gestur Pálmason.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að skipulagsbreytingunni verði hafnað byggt á athugasemdum við grenndarkynningu.
10. 1907061 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir að Austurvegi 67. Umsækjandi: ÞG Verk.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til sex mánaða.
11. 1705113 - Umsókn um leyfi fyrir stækkun fornleifarannsóknar á Vesturbúðarhól á Eyrarbakka
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdarleyfið verði samþykkt.
12. 1907062 - Fyrirspurn um viðbyggingu að Eyravegi 26 Selfossi.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir eigendum að Eyravegi 24, Smáratúni 19 og Þóristúni 24
13. 1907063 - Umsókn um lóðina Víkurheiði 6a fyrir dreifistöð. Umsækjandi: Rarik ohf.
Samþykkt að úthluta lóðinni til umsækjanda.
14. 1907002F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 22

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica