Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Eigna- og veitunefnd - 25

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
11.05.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Tómas Ellert Tómasson formaður, M-lista,
Viktor Stefán Pálsson nefndarmaður, S-lista,
Sveinn Ægir Birgisson nefndarmaður, D-lista,
Þórdís Kristinsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson varamaður, Á-lista,
Atli Marel Vokes sviðsstjóri, Sigurður Þór Haraldsson deildarstjóri.
Fundargerð ritaði: Atli Marel Vokes, sviðsstjóri
Ólafur Gestsson kemur inn á fund undir máli nr.1 og fer yfir ársreikning Selfossveitna


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1905122 - Ársreikningur Selfossveitna 2019
Ólafur Gestsson endurskoðandi lagði fram og skýrði ársreikning Selfossveitna fyrir árið 2019. Stjórnin staðfestir reikninginn.
Erindi til kynningar
2. 2005077 - Ársfjórðungsuppgjör fjárfestingaráætlunar 2020
Farið yfir stöðu fjárhagsstöðu framkvæmda fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2020
3. 2005078 - Ærslabelgir í Árborg
Nefndin fór yfir mögulegar staðsetningar á ærslabelgjum í sveitarfélaginu. Ósk um framkvæmdarleyfi verður tekin fyrir á næsta fundi skipulags- og byggingarnefndar.
Mögulegar staðsetningar eru:
Á grænu svæði við Sunnulækjarskóla á Selfossi
Á Garðstúni við núverandi leiksvæði á Eyrarbakka
Í nágrenni við grunnskólann á Stokkseyri

Stefnt er að því að ærslabelgirnir verði komnir upp og tilbúnir til notkunar í júní.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica