Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 12

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
15.05.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Rósa Sif Jónsdóttir ritari.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1806094 - Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar
Fyrri umræða
Tillaga um breytingu á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar, 46. grein - um fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að.

Lagt er til að vísa breytingum á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar, 46. grein - um fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að til síðari umræðu.

Var tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
2. 1903178 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - Upplýsingar um gatnagerðargjöld af lóðum í Álalæk
Frekari gögn vegna málsins verða lögð fram á fundinum.
Lögð var fram gildandi skráning BG eigna ehf. og breytingasaga, ásamt stofngögnum. Gildandi skráning er sú sama og stofnskráningin. Einnig voru siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Sveitarfélaginu Árborg lagðar fram.

Ari Björn Thorarensen, D-lista og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Það er dapurlegt að verða vitni að því að svo reyndir bæjarfulltrúar eins og Gunnar Egilsson og Ari Björn Thorarensen skuli ekki sjá ástæðu til þess að draga til baka þau ummæli sem þeir viðhöfðu á síðasta bæjarstjórnarfundi í garð bæjarfulltrúa Tómasar Ellerts Tómassonar . Það er skoðun undirritaðra bæjarfulltrúa að bæjarfulltrúarnir Gunnar Egilsson og Ari Björn Thorarensen hafi ekki sýnt háttvísi í umræðum um þetta mál. Ummæli þeirra voru hrein og klár ósannindi, fyrir liggur að forseti bæjarstjórnar hefur lagt fram gögn því til staðfestingar. Það er alveg ljóst að kjörnum fulltrúum ber að haga störfum sínum og orðræðu í samræmi við settar siðareglur sem þessir bæjarfulltrúar hafa skrifað undir og samþykkt með undirritun sinni. Í 3. gr. siðareglna sveitarfélagsins segir m.a að kjörnir fulltrúar eigi að sýna störfum og réttindum annara kjörinna fulltrúa virðingu, að auki kemur fram í 2. gr. siðareglna að kjörnir fulltrúar eigi að forðast að hafast nokkuð það að sem er þeim til vanvirðu eða hvað það sem varpað getur rýrð á störf þeirra eða Svf Árborgar. Undirrituð telja það sjálfsagt og eðlilegt að siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í samræmi við hlutverk sitt skv. 29. gr sveitarstjórnarlaga taki til umfjöllunar og úrskurði hvort bæjarfulltrúarnir Gunnar Egilsson og Ari Björn Thorarensen hafi brotið gegn siðareglum Svf Árborgar með ummælum sínum og háttvísi á síðasta bæjarstjórnarfundi þann 30 apríl s.l.
Sigurjón V Guðmundsson Á lista
Helgi S Haraldsson, B-lista,
Tómas E Tómasson, M-lista,
Eggert V Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.


Gunnar Egilsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.
3. 1902099 - Lóðarumsókn - Austurbyggð
Tillaga frá 18. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 29. apríl sl., liður 3 - Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
4. 1901247 - Byggingarleyfisumsókn - Grenigrund 31
Tillaga frá 34. fundi bæjarráðs frá 9. maí sl., liður 15.10 í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
5. 1903047 - Fyrirspurn til bygginganefndar - Lækjarbakki 7
Tillaga frá 34. fundi bæjarráðs frá 9. maí sl., liður 15.14 í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
6. 1904353 - Erindisbréf Umhverfisnefndar
Erindisbréf umhverfisnefndar lagt fram til samþykktar
Erindisbréf umhverfisnefndar var borið undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, 4 bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.
7. 1905209 - Erindisbréf skipulags- og byggingarnefndar
Lagt er til við bæjarstjórn, í framhaldi af tillögu að erindisbréfi umhverfisnefndar, þar sem landbúnaðarmál er færð undir þá nefnd, að erindisbréfi um skipulags- og byggingarnefnd verði breytt til því til samræmis. Þannig verði felld brott 2. mgr. 3. gr. erindisbréfs skipulags- og byggingarnefndar sem kveður á um að hlutverk nefndarinnar sé að vera bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni um landbúnaðar og landnýtingu í sveitarfélaginu og eftir atvikum veita umsögn um stærri verkefni er snerta landbúnaða og landnýtingu.

Sjá gulmerkt í hjálögðu erindisbréfi.

Breyting á erindisbréfi skipulags- og byggingarnefndar var borið undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, 4 bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.
8. 1904193 - Erindisbréf eigna- og veitunefndar Árborgar
Erindisbréf eigna- og veitunefndar lagt fram til samþykktar
Erindisbréf eigna- og veitunefndar var borið undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, 4 bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.
9. 1710064 - Heilsueflandi samfélag
Drög að samningi við embætti Landlæknis um Heilsueflandi samfélag. Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.
Samningurinn um Heilsueflandi samfélag var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.

10. 1810218 - Erindisbréf - Samþykktir hverfisráða Árborgar
Tillaga að samþykkt fyrir hverfisráð Sveitarfélagsins Árborgar.
Ari Björn Thorarensen, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

Tillaga að samþykktum fyrir hverfisráð Sveitarfélagsins Árborgar var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
11. 1904238 - Ársreikningur 2018
Síðari umræða
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Ný bæjarstjórn tók við á miðju síðasta ári. Ársreikningur Svf. Árborgar 2018 er því að mörgu leyti arfleifð fyrri meirihluta og fjárhagsáætlana hans. Ljóst er að mörg tækifæri eru til að gera betur og í þeirri vinnu verður m.a. horft til þeirrar úttektar sem Haraldur L. Haraldsson vann fyrir sveitarfélagið á liðnum vetri að frumkvæði meirihlutans. Ársreikningur Svf. Árborgar fyrir 2018 telst þó vel viðunandi og má þar sérstaklega benda á veltufé frá rekstri sem er 11,9% af heildartekjum, auk þess sem skuldaviðmið sveitarfélagsins er í ásættanlegu horfi.
Fjölgun íbúa í sveitarfélaginu gerir kröfu um mikla uppbyggingu og fjárfestingar. Það er áríðandi að ná góðum árangri í rekstri og fjármálum til að standa undir öllum þeim fjárfestingum. Aukin áhersla verður framvegis lögð á nákvæmni við gerð fjárhagsáætlana sveitarfélagsins þannig að hægt sé að halda öllum frávikum í lágmarki. Mikil frávik eru frá fjárhagsáætlun árið 2018, þó þau jafnist þokkalega út þegar allt er tekið saman. Áreiðanleg fjárhagsáætlun er ákaflega mikilvægt tæki til að gæta aðhalds í rekstri.
Það er markmið meirihluta bæjarstjórnar að þjónusta sveitarfélagsins við íbúa verði eins og best gerist. Til að svo megi verða þarf að tryggja aukna þjónusta, með hagkvæmari hætti en verið hefur. Einnig þarf að ráðast í allar þær fjárfestingar sem eru undirstaða góðrar þjónustu og eru orðnar löngu tímabærar.


Ársreikningur 2018 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Bæjarfulltrúar D-lista hafa áhyggjur af stöðu aðalsjóðs. Þrátt fyrir verulega tekjuaukningu (m.a. útsvar hækkar um 500 milljónir króna) er aðalsjóður rekinn með 50 milljón króna halla.
Einnig er áhyggjuefni að skuldahlutfall hækkar í raun. Tvennt gerir það að verkum að það lítur út fyrir að skuldahlutfall lækki lítið eitt, en það er ekki niðurgreiðsla skulda sem veldur því. Annars vegar lækkar það um 5,6% vegna þess að reikningur Leigubústaða Árborgar er tekinn út úr samstæðu sveitarfélagsins eins og nú er heimilt. Hitt atriðið, sem ekki er minnst á í greinargerð bæjarstjóra með ársreikningnum, er það að reiknireglum skuldaviðmiðs hefur verið breytt og lítur því skuldaviðmið nú út fyrir að vera lægra en það hefði ella verið.
Reksturinn er ekki í jafnvægi og virðist sem tökin á honum hafi slaknað á seinni hluta ársins, en þá voru teknar ýmsar ákvarðanir sem höfðu í för með sér aukinn rekstrarkostnað, umfram upphaflega fjárhagsáætlun. Í greinargerð bæjarstjóra er vísað til mikillar íbúafjölgunar sem fylgi tækifæri og áskoranir. Íbúafjölgun í Árborg er ekki ný af nálinni og vissulega kallar fjölgun íbúa t.d. á fleiri leikskólapláss. Það er þó ekki hægt að tala um aukinn kostnað því samfara, nema brugðist sé við fjölguninni og leikskólaplássum t.d. fjölgað. Þar hefur meirihluta bæjarstjórnar algerlega brugðist bogalistin, en orkunni virðist einkum beint að verkefnum sem sveitarfélagið hefur því miður ekki efni á að ráðast í.
Fundargerðir
12. 1904009F - Eigna- og veitunefnd - 1
1. fundur haldinn 29. apríl.
13. 1904006F - Skipulags og byggingarnefnd - 18
18. fundur haldinn 29. apríl.
14. 1905001F - Skipulags og byggingarnefnd - 19
19. fundur haldinn 8. maí.
15. 1904013F - Umhverfisnefnd - 1
1. fundur haldinn 2. maí.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til um lið 1, málsnr. 1904351 - Hreinsunarátakið 2019.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til um lið 2, málsnr. 1904352 - Sumaropnunartími gámasvæðis 2019.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 3, málsnr. 1904353 - Erindisbréf Umhverfisnefndar

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 4, málsnr. 1904354 - Sorpflokkun í Svf. Árborg.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.
16. 1905003F - Eigna- og veitunefnd - 2
2. fundur haldinn 6. maí.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls um lið 1, málsnr. 1905067 - Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Árborgar.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls um lið 2, málsnr. 1811216 - Fjölnota íþróttahús á Selfossvelli.

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa D-lista:
Hér er samið um verulega fjárhæð, alls um 43 milljónir fyrir hönnun á fjölnotahúsi. Það er langt yfir mörkum hvað varðar útboðsskyldu og lögum samkvæmt er óheimilt að búta innkaup niður til að komast undir viðmiðunarfjárhæðir útboðsreglna. Meirihlutinn virðist vera búinn að henda öllum sínum prinsippum um gegnsæi og opna stjórnsýslu.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls um lið 3, málsnr. 1711264 - Viðbygging við Leikskólann Álfheima.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls um lið 4, málsnr. 1903228 - Endurgerð götu - Smáratún.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls um lið 5, málsnr. 1905068 - Útboð á göngu- og hjólastígum 2019.



17. 1905002F - Fræðslunefnd - 11
11. fundur haldinn 8. maí.
18. 1904011F - Bæjarráð - 34
34. fundur haldinn 9. maí.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica