Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 20

Haldinn Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
19.02.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Rósa Sif Jónsdóttir ritari.
Fundargerð ritaði: Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2002020 - Samþykkt fyrir almannavarnanefnd Árnessýslu
Samþykktir fyrir Almannavarnanefnd Árnessýslu sem samþykktar voru í Héraðsnefnd Árnesinga þann 15. október 2019.

Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja samþykktirnar.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
2. 1910064 - Fyrirspurn um byggingarleyfi - Heiðarvegur 1
Tillaga frá 37. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 29. janúar sl. liður 1. Fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir 4, íbúða fjölbýlishúsi að Heiðarvegi 1 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.

Lagt er til við bæjarstjórn að skipulag lóðarinnar verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
3. 1903287 - Umsókn um stækkun á byggingareit - Sílalækur 15
Tillaga frá 37. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 29. janúar sl., liður 4. Umsókn um stækkun á byggingareit að Sílalæk 15, Selfossi.

Lagt er til við bæjarstjórn að hafna erindinu.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
4. 2001206 - Deiliskipulagstillaga - Móavegur 4
Tillaga frá 37. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 29. janúar sl., liður 5.
Tillaga að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag að Móavegi 4 Selfossi.

Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst og kynnt almenningi og umsagnaraðilum.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
5. 1905502 - Tillaga að aðalskipulagsbreytingu Árbakka
Tillaga frá 37. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 29. janúar sl., liður 6.Tillaga að skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingu á Árbakkalandi.

Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst og kynnt almenningi og umsagnaraðilum.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

6. 2001295 - Deiliskipulagstillaga
Tillaga frá 37. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 29. janúar sl., liður 7. Tillaga að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag að Hellislandi svæði 36 Selfossi.

Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst og kynnt almenningi og umsagnaraðilum.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
7. 1902108 - Húsnæðisáætlun Árborgar 2020-2024
Lagt er til að Húsnæðisáætlun Árborgar 2020-2024 verði samþykkt í bæjarstjórn.
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Kjartan Björnsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
grg20200212-Húsnæðisáætlun Árborgar.pdf
8. 2001302 - Reglur um fjárhagsaðstoð
Tillaga frá 12. fundi félagsmálanefndar, frá 12. janúar sl., liður 3.
Reglur um fjárhagsaðstoð.
Félagsmálanefnd samþykkir breytingarnar frá og með 1. febrúar 2020, með öllum greiddum atkvæðum og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingarnar.

Lögð er fram breyting á 10. gr. reglanna.

Fyrir breytingar hljóðar hún:
10. gr.
Upphæðir fjárhagsaðstoðar
Framfærslugrunnur tekur mið af útgjöldum vegna daglegs heimilishalds og miðast við grunnfjárhæð kr. 160.102.
Upphæðir fjárhagsaðstoðar eru eftirfarandi:
Framfærslugrunnur einstaklinga 18 ára og eldri sem sannanlega reka eigið heimili er 1,0 eða kr. 160.102. Með rekstri eigin heimilis er átt við þær aðstæður þegar viðkomandi býr í eigin húsnæði eða leigir húsnæði og leggur fram þinglýstan húsaleigusamning því til staðfestingar.
Framfærslugrunnur einstaklinga 18 ára og eldri sem búa með öðrum, leigja húsnæði án þinglýsts leigusamnings eða hafa ekki aðgang að húsnæðier 0,8 eða kr. 128.082.
Framfærslugrunnur einstaklinga sem búa hjá foreldrum, eru inniliggjandi á sjúkrastofnun eða í áfengis- eða vímuefnameðferð er 0,45 eða kr. 72.046. Hafi umsækjandi samkvæmt ofangreindum lið forsjá barns, skal hann reiknast út frá framfærslugrunni 0,8 af grunnfjárhæð. Framfærslugrunnur hjóna og fólks í sambúð er 1,6 eða kr.255.778,-
Frá upphæð fjárhagsaðstoðar dragast skattskyldar tekjur sbr. 13. gr. Upphæð fjárhagsaðstoðar er óháð því hvort barn eða börn búi á heimilinu að undanskyldum þriðja lið þessarar greinar.

10. gr. hljóðar svona eftir breytingar:

10. gr.
Upphæðir fjárhagsaðstoðar
Framfærslugrunnur tekur mið af útgjöldum vegna daglegs heimilishalds og miðast við grunnfjárhæð kr. 164.377. Upphæðir fjárhagsaðstoðar eru eftirfarandi:
Framfærslugrunnur einstaklinga 18 ára og eldri sem sannanlega reka eigið heimili er 1,0 eða kr. 164.377. Með rekstri eigin heimilis er átt við þær aðstæður þegar viðkomandi býr í eigin húsnæði eða leigir húsnæði og leggur fram þinglýstan húsaleigusamning því til staðfestingar.
Framfærslugrunnur hjóna og fólks í sambúð er 1,6 eða kr.263.003. Frá upphæð fjárhagsaðstoðar dragast skattskyldar tekjur sbr. 13. gr. Upphæð fjárhagsaðstoðar er óháð því hvort barn eða börn búi á heimilinu að undanskyldum þriðja lið þessarar greinar.
Framfærslugrunnur einstaklinga 18 ára og eldri sem búa með öðrum, leigja húsnæði án þinglýsts leigusamnings eða hafa ekki aðgang að húsnæði er 0,8 eða kr. 131.502.
Framfærslugrunnur einstaklinga sem búa hjá foreldrum. 0,45 eða kr. 73.970.
Einstaklingar sem eru inniliggjandi á sjúkrastofnun eða í áfengis- eða vímuefnameðferð og hafi umsækjandi samkvæmt ofangreindum lið forsjá barns og hafi barn lögheimili hjá honum, Reiknast út frá framfærslugrunni 0,8 131.502 kr af grunnfjárhæð nema einstaklingur reki eigið heimili 1.0 eða 164.377 kr. Með rekstri eigin heimilis er átt við þær aðstæður þegar viðkomandi býr í eigin húsnæði eða leigir húsnæði og leggur fram þinglýstan húsaleigusamning því til staðfestingar.
Félagsmálanefnd samþykkir breytingarnar frá og með 1. febrúar 2020, með öllum greiddum atkvæðum og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingarnar.

Tillaga að breytingum að reglum um fjárhagsaðstoð var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
9. 2001419 - Beiðni um fjölgun stöðugilda þjónustufulltrúa
Erindi frá 62. fundi bæjarráðs, frá 6. febrúar sl., liður 6. Beiðni frá sviðstjóra fjölskyldusviðs, dags. 31. janúar, þar sem óskað er eftir fjölgun stöðugilda á fjölskyldisviði v/þjónustufulltrúa.

Bæjarráð samþykkir erindið og óskar eftir að fjármálastjóri útbúi viðauka vegna málsins og leggi fyrir bæjarstjórn.

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.


Tillaga var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum, 2 bæjarfulltrúar D-lista, Kjartan Björnsson og Ari Björn Thorarensen sátu hjá.
10. 2002046 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2020
Viðauki nr. 1 2020.
Tillaga var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum, 2 bæjarfulltrúar D-lista, Kjartan Björnsson og Ari Björn Thorarensen sátu hjá.
11. 2002109 - Lántökur 2020 - Sveitarfélagið Árborg
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 2.510.000.000 kr. til 16 ára í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir skv. fjárhagsáætlun ársins 2020 sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, kt. 151066-5779, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Því ber að fagna að Lánasjóður sveitarfélaga hefur lýst ánægju með fjárhags- og fjárfestingaáætlun Sveitarfélagsins Árborgar með því að samþykkja fjármögnun á öllum þeim fyrirætlunum sem þar eru settar fram. Starfsfólk sveitarfélagsins og bæjarfulltrúar hafa lagt hart að sér við að koma saman fjárhags- og fjárfestingaáætlun sem nær að takast á við þau gríðarmiklu verkefni sem framundan eru og er ánægjulegt að sjá þá vinnu bera ávöxt. Fulltrúar Lánasjóðsins hafa jafnframt lýst ánægju með áætlanir Árborgar í samskiptum við starfsfólk.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Helgi S. Haraldsson, B-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista,
Tómas Ellert Tómasson, M-lista.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar Helgi S. Haraldsson, Kjartan Björnsson, D-lista og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tóku til máls.

Bæjarfulltrúar, D-lista, óskuðu eftir fundarhléi.

Fundi var framhaldið.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, 4 bæjarfulltrúar D-lista voru á móti.

Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Bæjarfulltrúar D lista geta ekki samþykkt fyrirliggjandi drög um lántökur þrátt fyrir að fyrir liggi samþykki lánasjóðsins um lánveitinguna að sögn bæjarstjóra. Ástæða þess er sú að ekki liggur fyrir ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2019. Aukin heldur eru áhyggjur bæjarfulltrúa D lista af fjármálum sveitarfélagsins miklar eftir ávinning til betri vegar á árunum 2010-2018.
Bæjarfulltrúar, D-lista.


12. 2002068 - Lántökur 2020 - Selfossveitur
Stjórn Selfossveitna samþykkti á 18. fundi sínum, 12.febrúar sl., að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Bæjarstjórn Árborgar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Selfossveitna bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 550.000.000 kr. til 16 ára, í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Ábyrgð þessi er veitt sbr. heimild í 1.mgr. 69. gr, sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til að fjármagna framkvæmdir skv. samþykktri fjárhagsáætlun, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Bæjarstjórn Árborgar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Selfossveitna bs. til að selja ekki eignarhlut sinn í Selfossveitum bs. til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.

Fari svo að Sveitarfélagið Árborg selji eignarhlut í Selfossveitum bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Árborg sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.

Jafnframt er Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, kt. 151066-5779, veitt fullt og ótakmarkað umboð til að samþykkja f.h. Sveitarfélagsins Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningu og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, 4 bæjarfulltrúar D-lista voru á móti.

Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Bæjarfulltrúar D lista geta ekki samþykkt fyrirliggjandi drög um lántökur þrátt fyrir að fyrir liggi samþykki lánasjóðsins um lánveitinguna að sögn bæjarstjóra. Ástæða þess er sú að ekki liggur fyrir ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2019. Aukin heldur eru áhyggjur bæjarfulltrúa D lista af fjármálum sveitarfélagsins miklar eftir ávinning til betri vegar á árunum 2010-2018.
Bæjarfulltrúar, D-lista.




13. 2002115 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúum D-lista - skýrsla Domus Mentis
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúum D-lista um skýrslu Domus Mentis geðheilsustöðvar um upplifun starfsmanna Fjölskyldusviðs Árborgar á skipulagsbreytingum. Bæjarfulltrúar D-lista óska eftir upplýsingum um, til hvaða ráðstafana meirihlutinn hyggst grípa.
Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, las upp eftirfarandi fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista:

Í skýrslu Domus Mentis geðheilsustöðvar, dags. janúar 2020, um upplifun starfsmanna Fjölskyldusviðs Árborgar af skipulagsbreytingum sem kynnt var í fræðslu-, félagsmála- og íþrótta- og tómstundanefndum sveitarfélagsins í sl viku kemur fram að afar illa hefur tekist til við að sameina þá starfsemi sem heyrir undir framanngreindar nefndir í eitt svið og skortir m.a. alla forystu í breytingastjórnun og innleiðingu verkefnisins. Stjórnun, teymisvinna og samskipti ganga ekki upp. Bæjarfulltrúar D-lista óska eftir upplýsingum um til hvaða ráðstafana meirihlutinn hyggst grípa til að leysa úr vandanum. Afar mikilvægt að er hlúa vel að þeim mannauði sem fyrir er og skapa starfsfólki þannig skilyrði að það geti sinnt sínum verkefnum. Í skýrslunni eru nefnd nokkur atriði sem vinna má með, en aðgerðaráætlun fylgir ekki. Hvaða leiðsögn, stuðning og úrræði munu starfsmenn fjölskyldusviðs fá við að innleiða þessar breytingar sem greinilega hafa verið afar illa ígrundaðar í upphafi?

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tók til máls.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

Í skýrslu Domus Mentis er fjallað um tækifæri til umbóta en einnig jákvæða þætti. Talað er um: mikinn mannauð og fagþekkingu á fjölskyldusviði, Ráðhúsið sem góðan vinnustað, mikil tækifæri til þverfaglegs samstarfs, þróunar teymisvinnu, ráðgjafateymi leikskóla og ráðningu verkefnastjóra í snemmtækri íhlutun.

Það eru stór orð að segja að stjórnun, teymisvinna og samskipti gangi ekki upp eins gert er í fyrirspurninni. Sumt af því sem skýrsluhöfundar greina sem vanda á sér lengri sögu en skipulagsbreyingarnar ná til, svo sem mikil starfsmannavelta og undirmönnun í barnavernd. Utanaðkomandi fagðaðili hefur nú þegar hafið frekari vinnu með barnaverndinni v/kortlagningar verklags og þróun þess í samstarfi við deildarstjóra og starfsfólk. Einnig verður unnið að endurskoðun á skipulaginu með sérstakri áherslu á að styrkja félagsþjónustuna og þverfaglegt samstarf á fjölskyldusviði og við stofnanir utan þess. Þar verður m.a. horft á þær breytingar sem hafa orðið á lögum um félagsþjónustu og áform barna- og félagsmálaráðherra sem falla vel að markmiðum fjölskyldusviðs. Leitast er við að vinna sem mest í gegnum styrkleika sviðsins, sem eru margir. Einnig er verið að vinna að því að tryggja betur öfluga faglega forystu og eru stjórnendur að vinna að því að setja niður samstarfsfundi til að vinna að nauðsynlegum umbótum. Utanaðkomandi fagaðilar koma með í þá vinnu en í umbótastarfinu er mikilvægt að nýta sem mest eigin mannauð og þá fagþekkingu sem er til staðar hér í Árborg.

Á samstarfsfundi á fjölskyldusviði í ágúst 2019 kom fram að nú væri staðið frammi fyrir nýjum áskorunum, þegar ólíkir fagaðilar eiga að starfa saman sem áður hafa unnið út frá mismunandi gildismati og starfsvenjum. Skýrsla Domus Mentis sýnir að þau orð áttu við rök að styðjast. Á sama fundi kom fram að þekkingarsköpun og þróun þjónustu byggir mikið á sameiginlegri ígrundun starfsfólks, endurmati, víðtækri samvinnu og opnum starfsháttum. Lögð verður áhersla á það á næstu mánuðum að treysta slík vinnubrögð. Mikilvægt er að efla fjölskyldusvið og þá þjónustu sem því er ætlað að sinna með velferð íbúanna að leiðarljósi.

Aðgerðaráætlun vegna skýrslunnar hefur verið í vinnslu. Aðgerðir eru þegar hafnar og hefur bæjarstjóri óskað eftir að fá að kynna hana fyrir bæjarráði á morgun, heimili bæjarráð að málið verði tekið á dagskrá.

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.


14. 2002111 - Tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista - óháð úttekt á embættisfærslum vegna breytinga á Ráðhúsi Árborgar
Tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista um óháða úttekt á embættisfærslum vegna breytinga á Ráðhúsi Árborgar sem hófust 2019 og standa enn yfir.
Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls.

Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, las upp tillögu bæjarfulltrúa D-lista.

Tillögu bæjarfulltrúa, D-lista, má sjá meðfylgjandi viðhengi "Tillaga D-lista um úttekt (2).pdf"

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram breytingartillögu meirihluta við tillögu bæjarfulltrúa D-lista.

Breytingartillögu má sjá í meðfylgjandi viðhengi "Breytingartillaga meirihluta úttekt ráðhús v5.pdf"

Bæjarfulltrúar D-lista óskuðu eftir fundarhléi.

Fundi var framhaldið.

Kjartan Björnsson, D-lista og Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar tóku til máls.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls og lagði til breytingu við breytingartillöguna. Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls.

Sameinuð lokatillaga forseta um úttekt var lögð fram og borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Tillaga D-lista um úttekt (2).pdf
Breytingartillaga meirihluta úttekt ráðhús v5.pdf
Sameinuð lokatillaga forseta úttekt.pdf
Fundargerðir
15. 2001001F - Umhverfisnefnd - 7
7. fundur haldinn 8. janúar.
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, tók til máls undir lið 5 - Sorpflokkun í Sv. Árborg.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.
16. 2001004F - Eigna- og veitunefnd - 16
16. fundur haldinn 8. janúar.
17. 2001003F - Skipulags og byggingarnefnd - 36
36. fundur haldinn 15. janúar.

18. 2001006F - Frístunda- og menningarnefnd - 3
3. fundur haldinn 20. janúar.

19. 2001008F - Bæjarráð - 60
60. fundur haldinn 23. janúar.
20. 2001010F - Fræðslunefnd - 18
18. fundur haldinn 22. janúar.

21. 2001012F - Eigna- og veitunefnd - 17
17. fundur haldinn 22. janúar.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls undir lið 5 - Mat á umhverfisáhrifum við hreinsistöð fráveitu við Geitanesflúðir og einnig undir lið 6 - Frárennsli - Aðgerðaráætlun 2020.
Gunnar Egilsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku einnig til máls undir lið 6.
Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tóku til máls undir lið 1 - Breyting á gjaldtöku í Tjarnabyggð.

22. 2001015F - Frístunda- og menningarnefnd - 4
4. fundur haldinn 27. janúar.
Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um menningarsalinn.
23. 2001014F - Félagsmálanefnd - 12
12. fundur haldinn 27. janúar.
24. 2001017F - Bæjarráð - 61
61. fundur haldinn 30. janúar.
25. 2001011F - Skipulags og byggingarnefnd - 37
37. fundur haldinn 29. janúar.
26. 2002001F - Bæjarráð - 62
62. fundur haldinn 6. febrúar.
Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls undir lið 3. Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - Framkvæmdir á bókasafninu á Selfossi/jarðhæð ráðhúss Árborgar.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.
27. 2001018F - Umhverfisnefnd - 8
8. fundur haldinn 5. febrúar.
28. 2002005F - Bæjarráð - 63
63. fundur haldinn 13. febrúar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:35 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica