Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 50

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
17.10.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir varamaður, S-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1910111 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, staðsetning áfengisverslunar
Erindi frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, dags. 10. október, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86/2011 (staðsetning áfengisverslunar), 53. mál.
Lagt fram til kynningar.
2. 1910112 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 11. október, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum., 41. mál.
Lagt fram til kynningar.
3. 1910113 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 11. október, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 35. mál.
Lagt fram til kynningar.
4. 1910114 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 11. október, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 116.mál
Lagt fram til kynningar.
5. 1908123 - Skólaþing sveitarfélaga 2019
Hvatning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. október í tengslum við skólaþing 2019.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að bregðast við erindinu.
Hvatning til sveitarstjórna í tengslum við Skólaþi.pdf
6. 1908020 - Rekstrarleyfisumsögn - Smáratún 19
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 30. júlí, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstarleyfi að Smáratúni 19, Selfossi til sölu gistingar í flokki II íbúðir. Umsækjandi Þóristún ehf. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti að veita jákvæða umsögn á fundi sínum 9. október sl.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt.
Umsókn um rekstarleyfi Smáratúni 19.pdf
7. 1910091 - Styrkbeiðni - áhættumat vegna jökulhlaupa samfara eldgosum í Bárðarbungu
Erindi frá Veðurstofu Íslands, dags. 4. október, en Veðurstofan hefur undanfarin ár leitt vinnu um áhættumat vegna eldgosa, þ.m.t. áhættumat vegna jökulhlaupa. Nú er komið að því að taka fyrir verkefnið. Áætlað er að verkefnið verði þrjú ár í vinnslu.
Óskað er eftir aðkomu Árborgar um 3 milljónir kr sem dreifast mun yfir þrjú ár, 2020-2022.

Bæjarráð Árborgar telur verkefnið mikilvægt en að betur þurfi að koma fram grundvöllur þess að beðið er um fjárhagslega aðkomu sveitarfélagsins.
Bæjarráð óskar eftir umsögn Almannavarnanefndar Árnessýslu um erindið.
Bréf til hagsmunaaðila Jökulhlaup Bárðarbunga 20191004.pdf
8. 1904027 - Fundartími bæjaráðs 2019
SASS þing 24. október.
Bæjarráð samþykkir að fundur falli niður í næstu viku. Næsti fundur bæjarráðs verður því fimmtudaginn 31. október.
9. 1907066 - Rekstrarleyfisumsögn - Austurvegur 21c
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 16. ágúst þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi að Austurvegi 21c, Selfossi til sölu gistingar í flokki II minna gistiheimili. Umsækjandi er Austurvegur 21c ehf. Skipulags- og byggingarnefnda samþykkti að veita neikvæða umsögn á grundvelli athugasemda sem bárust á fundi sínum 9. október sl.
Bæjarráð samþykkir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar og leggst því gegn veitingu leyfisins.
Umsókn um rekstarleyfi Austurvegur 21c.pdf
10. 1810247 - Hjólreiðasamgöngur í Árborg til framtíðar
Fundargerðir starfshóps um hjólreiðasamgöngur og tillaga til bæjarráðs um gerð hjólreiðaáætlunar.
Bæjarráð vísar fundargerðunum og tillögu starfshópsins til umfjöllunar og afgreiðslu í starfshópi um aðalskipulag Árborgar 2020-2040.
Fundargerðir
11. 1910007F - Eigna- og veitunefnd - 10
10. fundur haldinn 9. október.
12. 1910001F - Skipulags og byggingarnefnd - 30
12.7. 1910066 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir kaldavatnslögn frá stofnlögn að inntaksrými vatnsúðunarkerfis í nýbyggingu að Austurvegi 69 Selfossi.
Umsækjandi: Árfoss ehf
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir kaldavatnslögn vegna vatnsúðunarkerfis í nýbyggingu að Austurvegi 69.
13. 1910003F - Fræðslunefnd - 15
13.1. 1909128 - Tillaga frá UNGSÁ um skógræktardag í grunnskólum Árborgar
Á fundi skólastjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs í síðustu viku fór fram umræða um tillöguna. Fram kom mikill áhugi á að vinna að útfærslu á þessari tillögu í samstarfi við skógræktarfélögin á svæðinu og umhverfisdeild. Tryggja þarf m.a. faglega leiðsögn við framkvæmdina og fræðslu.

Fræðslunefnd fagnar tillögunni og leggur til við bæjarráð og umhverfisnefnd að eiga samtal við skógræktarfélögin um heppilegt svæði fyrir verkefnið.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð felur umhverfisnefnd að stýra samtali við skógræktarfélögin um verkefnið.
Fundargerðir til kynningar
14. 1901176 - Fundargerðir stjórnar SASS 2019
549. fundur haldinn 27. september.
Lagt fram til kynningar.
549. fundur stj. SASS.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica