Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 17

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
20.11.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1909012 - Byggingarleyfisumsókn - Birkivellir 11
Tillaga frá 31. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 23. október, sl., liður 1. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
2. 1908244 - Byggingarleyfisumsókn - Lyngheiði 15
Tillaga frá 31. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 23. október sl., liður 2. Lagt er til við Bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
3. 1901262 - Deiliskipulagstillaga - Íþróttavallarsvæði
Tillaga frá 31. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 23. október, sl., liður 3. Lagt er til við Bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
4. 1906013 - Deiliskipulagsbreyting Austurbyggð
Tillaga frá 31. fundi skipulags- og byggingarnefnd frá 23. október sl., liður 6. Lögð var fram breytt deiliskipulagstillaga frá auglýstri tillögu þar sem búið er að taka tillit til og bregðast við athugasemdum umsagnaraðila. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
5. 1909108 - Byggingarleyfisumsókn - Eyrargata 65
Tillaga frá 32. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 6. nóvember sl., liður 3. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
6. 1903090 - Fundargerðir hverfisráðs Eyrarbakka 2019
Tillaga frá 32. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 6. nóvember sl., liður 4. Fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka liður 5 í fundargerð. Lagt er til við bæjarstjórn að götustígur sem liggur milli húsanna Búðarstígs 6 og Búðarstígs 8 að austurhluta Skúmsstaðahverfis fái heitið Bílastígur.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
7. 1811139 - Ósk um deiliskipulag - Vöttur
Tillaga frá 32. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 6. nóvember, liður 5. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagið verði samþykkt.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
8. 1910179 - Aðalskipulagsbreyting - Austurbyggð.
Tillaga frá 32. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 6. nóvember sl., liður 6. Lagt er til við bæjarstjórn að skiplagslýsingin verði kynnt og auglýst.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
9. 1911001 - Undirbúningur vegna nýrra byggingalóða
Tillaga frá 52. fundi bæjarráðs þar sem lagt er til að hafinn verði skoðun á því hvort hægt sé að skipuleggja íbúðabyggð á opnu svæði vestan Sunnulækjarskóla og á opnu svæði við Aðaltjörn og Langholt.

Kynntar voru hugmyndir um nýjar byggingarlóðir á Selfossi, annars vegar vestan við Sunnulækjaskóla og hins vegar á opnu svæði við Aðaltjörn og Langholt. Lögmönnum Suðurlands falið að vinna málið áfram og skila niðurstöðum fyrir bæjarráðsfund 5. desember nk.
Samþykkt með 2 atkvæðum og fulltrúi D-lista greiddi atkvæði á móti.

Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Ari Björn Thorarensen, D-lista tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá og tveir greiddu atkvæði á móti.
10. 1901031 - Bygging leikskóla við Engjaland 21
Tillaga frá 13. fundi eigna- og veitunefndar frá 13. nóvember, sl., liður 5. Nefndin fór yfir innkomin tilboð í leikskólann við Engjaland - jarðvinna.
Sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda enda uppfylli hann kröfur útboðsgagna. Lægstbjóðandi er Aðalleið ehf kr. 24.990.000.-

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
11. 1903142 - Fundargerðir almannavarnanefndar Árnessýslu 2019
Samþykktir Almannavarnanefndar Árnessýslu sem samþykktar voru á haustfundi Héraðsnefndar Árnesings. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja samþykktirnar.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
12. 1910304 - Útflutningur á sorpi til brennslu
Afgr. frá 52. fundi bæjarráðs frá 7. nóvember. Lagður var fram samningur um móttöku á almennum blönduðum úrgangi til orkuendurvinnslu. Samningurinn tekur gildi við undirritun og er ótímabundinn og uppsegjanlegur af hálfu beggja aðila með 6 mánaða fyrirvara.
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.

Ari Björn Thorarensen, D-lista og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
13. 1911461 - Álit um brot á siðareglum
Minnisblað vegna meintra brota á siðareglum frá bæjarlögmanni.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista tóku til máls.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Það er dapurlegt að verða vitni að því að kjörnir fulltrúar skuli á opinberum vettvangi, reyna koma höggi á aðra kjörna fulltrúa með ummælum sem standast ekki skoðun. Það er einnig dapurlegt að það þurfi að leggja fram álit bæjarlögmanns um að málflutningur bæjarfulltrúana Gunnars Egilssonar og Ara B Thorarensen í garð bæjarfulltrúa Tómasar Ellerts Tómassonar á bæjarstjórnarfundi þann 12 aprí s.l hafi verið órökstuddur enda ósannur skv þeim gögnum sem liggja fyrir. Það er mat bæjarlögmanns að ummæli bæjarfulltrúana Gunnars Egilssonar og Ara B Thorarensen á umræddum fundi, hefðu verið tilkomin til þess að kasta rýrð á heilindi bæjarfulltrúa Tómasar Ellerts Tómassonar, og í því ljósi býsna alvarleg. Það er eðlilegt að í pólítískri umræðu takist fólk á um málefni sveitarfélagsins, en það breytir því ekki að kjörnum fulltrúum ber að sýna hver öðrum lágmarksvirðingu i opinberi umræðu. Það er skoðun undirritaðs að það hafi því miður ekki verið gert í þessu máli.
14. 1911169 - Gjaldskrár 2020
Fyrri umræða.


1) Tillaga að breytingu á gjaldskrá Selfossveitna 2020
2) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir frístundaheimili í Árborg 2020
3) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg 2020
4) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir fæði í grunnskólum í Árborg 2020
5) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir hundahald í Árborg 2020
6) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir kattahald í Árborg 2020
7) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir bókasöfn Árborgar 2020
8) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Árborg 2020
9) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leigubílaakstur aldraðra í Árborg 2020
10) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í Árborg 2020
11) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir frístundaklúbbinn í Árborg 2020
12) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir Grænumörk 2020
13) Tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna afnota á húseigna í Árborg 2020
14) Tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna fráveitu (tæming rotþróa) í Árborg 2020
15) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir sorphirðu og gámasvæði í Árborg 2020
16)Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir sundstaði í Árborg 2020


Gunnar Egilsson, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tóku til máls undir lið nr. 15, tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir sorphirðu og gámasvæði í Árborg 2020.
Gunnar Egilsson, D-lista og forseti tóku til máls undir lið nr. 1, tillaga að breytingu á gjaldskrá Selfossveitna 2020.

Lagt var til að gjaldskrám yrði vísað til síðari umræðu. Var það samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Gjaldskrá - Selfossveitur 2020.pdf
Gjaldskrá fyrir frístundaheimilin í Árborg 2020.pdf
Gjaldskrá leikskóla 2020.pdf
Gjaldskrá fyrir fæði í grunnskólum í Árborg 2020.pdf
Gjaldskrá fyrir hundahald í Árborg 2020.pdf
Gjaldskrá fyrir kattahald í Árborg 2020.pdf
Gjaldskrá Bókasafna Árborgar 2020.pdf
Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Árborg 2020.pdf
Gjaldskrá fyrir leigubílaakstur aldraðra í Árborg 2020.pdf
Gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra 2020.pdf
Gjaldskrá fyrir Frístundaklúbbinn í Árborg 2020.pdf
Gjaldskrá fyrir Grænumörk 2020.pdf
Gjaldskrá húseigna 2020.pdf
Gjaldskrá vegna fráveitu í Árborg 2020.pdf
Gjaldskrá fyrir sorphirðu í Árborg 2020.pdf
Gjaldskrá Sundlauga Árborgar frá 1.jan 2020.pdf
15. 1908021 - Fjárhagsáætlun 2020-2023
Fyrri umræða.
Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri tók máls og fylgdi úr hlaði greinargerð með fjárhagsáætlun 2020 og greinargerð með 3ja ára áætlun 2020-2023.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista tóku til máls.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista lagði fram eftirfarandi breytingatillögu:

Undirrituð leggja fram breytingartillögu við fjárhagsáætlun ársins 2020, þar sem lagt er til, að í stað lækkunar A-skatts á íbúðarhúsnæði, um 1,8% á milli ára, úr 0,275% í 0,270 % , verði lækkunin, 5% á milli áranna 2019-2020, úr 0,275% í 0,2613%,árið 2020.
Tekjuminnkun sveitarfélagsins vegna þessa verður um 14 milljónir sem kemur þá til tekjulækkunar í áætluninni, sem því nemur.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista,
Tómas Ellert Tómasson, M-lista,
Helgi S. Haraldsson, B-lista.

Breytingatillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Lagt var til að fjárhagsáætlun fyrir 2020 og 3ja ára áætlun verði vísað til síðari umræðu 11. desember. Var það samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Fjárhagsáæltun 2020-2023 fyrri umræða.pdf
Greinargerð með fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 - 2023 fyrri umræða docx.pdf
Breytingartillaga við lið 15, fjárhagsáætlun ársins 2020-2023.pdf
Fundargerðir
16. 1910007F - Eigna- og veitunefnd - 10
10. fundur haldinn 9. október.
Gunnar Egilsson, D-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista tóku til máls undir lið nr. 7, Loftræsting miðrými og austurrými Vallaskóla.
Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri tók til máls.
17. 1910001F - Skipulags og byggingarnefnd - 30
30. fundur haldinn 9. október.
Kjartan Björnsson, D-lista og Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista tóku til máls undir lið nr. 2, Umsókn um stöðuleyfi fyrir 2 gáma a Eyravegi 31-33 Selfossi. Umsækjandi: Steingarður ehf.
18. 1910003F - Fræðslunefnd - 15
15. fundur haldinn 9. október.
19. 1910010F - Bæjarráð - 50
50. fundur haldinn 17. október.
20. 1910012F - Eigna- og veitunefnd - 11
11. fundur haldinn 21. október.
Gunnar Egilsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tóku til máls undir lið nr. 2, Kaup á vörubíl 2019.
21. 1910009F - Skipulags og byggingarnefnd - 31
31. fundur haldinn 23. október.
22. 1910013F - Bæjarráð - 51
51. fundur haldinn 31. október.
23. 1910014F - Eigna- og veitunefnd - 12
12. fundur haldinn 30. október.
24. 1911001F - Frístunda- og menningarnefnd - 1
1. fundur haldinn 4. nóvember.
Kjartan Björnsson, D-lista tók til máls undir liðum nr. 1, Heimsókn í frístundaheimilið Hóla og lið nr. 3, Áherslur ÍMA í fjárhagsáætlun 2020. Tómas Ellert Tómasson, M-lista tók til máls undir lið nr. 3, Áherslur ÍMA í fjárhagsáætlun 2020.
25. 1911002F - Bæjarráð - 52
52. fundur haldinn 7. nóvember.
26. 1910015F - Umhverfisnefnd - 6
6. fundur haldinn 6. nóvember.
Kjartan Björnsson, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tóku til máls undir lið nr. 2, Umhverfisstefna.
27. 1910016F - Skipulags og byggingarnefnd - 32
32. fundur haldinn 6. nóvember.
28. 1911003F - Félagsmálanefnd - 10
10. fundur haldinn 5. nóvember.
29. 1911007F - Bæjarráð - 53
53. fundur haldinn 14. nóvember.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica