Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 52

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
23.09.2020 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Kristbjörn Hjalti Tómasson nefndarmaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Sigurður Andrés Þorvarðarson skipulagsfulltrúi, Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Sigurður Andrés Þorvarðarson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2009552 - Fyrirspurn um viðbyggingu að Laufhaga 4 Selfossi.
Umsækjandi: Símon Johnny Símonarson
Sótt er um viðbyggingu í átt að götu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið fyrir eigendum að Laufhaga 1, 2, 3, 5 og 6.
2. 2009721 - Fyrirspurn um stækkun á lóð að Suðurtröð 2 Selfossi.
Umsækjandi:Gísli K Kjartansson
Erindinu er hafnað. Sótt hefur verið um aðliggjandi lóð og því ekki forsendur fyrir að breyta henni.
3. 2009506 - Grenndarkynning vegna Smártún 1 Selfossi.
Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg
Frestað.
4. 2009678 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir leikvöll við Hólatjörn Selfossi:
Umsækjani: Sveitarfélagið Árborg
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framvkæmdaleyfið verði veitt.
5. 2009684 - Umsókn um stækkun á byggingarreit að Laxabakka 4 Selfossi.
Umsækjandi: fh. eigenda Sigurður U Sigurðsson
Sótt er um stækkun á byggingarreit í norður og suður um 30 cm. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið fyrir eigendum að Laxabakka 2, 3, 5, 6 og 7 og Hellubakka 3.
6. 2009686 - Beiðni um heimild til niðurrifs á skúr við Hrísholt 9 Selfossi.
Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg
Vísað til afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa.
7. 2009543 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi að Fagradal Stokkseyri, málinu vísað frá afgreiðslunefnd.
Umsækjandi: Valdimar S Þórisson
Sótt er um að breyta byggingu úr hesthúsi og bíl- og vélageymslu í bílageymslu og íbúð. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu þar sem ekki er heimild í aðalskipulagi fyrir byggingu íbúðarhúsa án tengsla við landbúnað á landbúnaðarlandi. Nefndin bendir umsækjanda á að hægt er að leggja fram erindi um breytingu á aðalskipulagi við endurskoðun aðalskipulags sem nú fer fram.
8. 2006161 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi að Norðurleið 15 Tjarnarbyggð, málinu vísað frá afgreiðslunefnd.
Umsækjandi: NOR15 ehf
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir nánari upplýsingum um fyrirhugaða starfsemi í byggingunni, og bendir á skilmála gildandi deiliskipulags í því samhengi.
9. 2009700 - Umsókn um svalir og svalalokun að Austurvegi 31b Selfossi, málið hefur verið grenndarkynnt fyrir nágrönnum.
Umsækjandi:fh. eiganda Pro-Ark ehf
Skipulags- og byggingarnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd samræmist skilmálum deiliskipulags. Erindið er samþykkt.
10. 2009722 - Fyrirspurn um breytingu á byggingarreit aðTúngötu 38 Eyrarbakka.
Fyrirspyrjandi: Aðal byggingarstjórinn ehf
Sótt er um breytingu á byggingarreit og um heimild til að byggja parhús á lóðinni. Skipulags- og byggingarnefnd líst vel á fyrirætlanirnar og samþykkir að grenndarkynnda erindið fyrir eigendum að Túngötu 34, 35, 36, 40, 41 og 43, og Hjalladæl 8, 10 og 12.
11. 2009725 - Umsókn um fjölgun lóða út úr Brúarstræti 1 Selfossi.
Umsækjandi: Sigtún Þróunarfélag ehf
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir skiptingu lóðanna fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.
12. 2009705 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð og veitur að Víkurheiði Selfossi.
Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg
Um er að ræða 120 m kafla götunnar Víkurheiði B, götur og lagnir. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt.
13. 1603084 - Tillaga og greinagerð um Verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka verði auglýst og kynnt íbúum og hagsmunaaðilum.
14. 1901274 - Tillaga að deiliskipulagi Hjalladælar á Eyrarbakka.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að lýsing deiliskipulagstillögunnar verði auglýst.
15. 1901275 - Tillaga að deiliskipulagi á Tjarnarstíg Stokkseyri
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
16. 2009539 - Tillaga frá UNGSÁ um gangbraut yfir Engjaveg við Sigtún á Selfossi.
Skipulags- og byggingarnefnd líst vel á tillögu UNGSÁ. Tillögunni er vísað í vinnu við umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins sem stendur yfir.
16. 2009532 - Tillaga frá UNGSÁ um bensínstöðvar og rafhleðslustöðvar í sveitarfélaginu Árborg.
17. 2009542 - Tillaga frá UNGSÁ um úttektir og skráningu á fasteignum í sveitarfélaginu Árborg.
Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fyrir tillöguna. Verkefnið er í vinnslu sem stendur í skipulags- og byggingardeild.
18. 2009729 - Tillaga að stofnun lóðar að Eyði Sandvík.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrirætlanirnar enda verði íbúðarbyggingin í tengslum við landbúnað. Óskað eftir umsókn um skiptingu lands.
19. 2001386 - Þétting byggðar á Selfossi áfangi 2.
Um er að ræða lýsingu á fyrirhuguðum aðalskipulagsbreytingum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði auglýst.
Fundargerð
21. 2009001F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 49

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica