Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 54

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
21.10.2020 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Kristbjörn Hjalti Tómasson nefndarmaður, S-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Sigurður Andrés Þorvarðarson skipulagsfulltrúi, Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður.
Fundargerð ritaði: Sigurður Andrés Þorvarðarson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2008111 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi að Eyravegi 26 Selfossi.
Rekstur og fjármál ehf sótti um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir 32 sérgeymslum og sameiginlegri geymslu fyrir barnavagna að Eyravegi 26. Á 48. fundi Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa var málinu vísað til skipulags- og byggingarnefndar þar sem á 51. fundi var ákveðið að grenndarkynna áformin fyrir nágrönnum sem kynnu að hafa hagsmuna að gæta. Erindið var grenndarkynnt fyrir eigendum að Fosstúni 2 og Þóristúni 24 sem gerðu ekki athugasemdir við áformin.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir byggingaráformin.
2. 2009507 - Grenndarkynning vegna Spóarima 33
Skipulagsfulltrúi lagði fram tillögu, unna af verkfræðistofunni Eflu, að breytingum á lóðinni Spóarimi 33 með það að markmiði að lóðin verði hæf til úthlutunar. Á 51. fundi Skipulags- og byggingarnefndar var ákveðið að grenndarkynna tillöguna fyrir nágrönnum sem kynnu að hafa hagsmuna að gæta. Erindi með mótmælum við tillöguna barst með unddirskriftalista. Í erindinu var einnig farið fram á að lóðinni verði breytt í aðalskipulagi í óbyggt svæði.
Afgreiðslu frestað. Skipulags- og byggingarnefnd kynnir sér athugasemdir og ákveður framhaldið síðar.
3. 2009508 - Grenndarkynning vegna Stekkholt 22-24
Skipulagsfulltrúi lagði fram tillögu, unna af verkfræðistofunni Eflu, að breytingum á lóðinni Stekkholti 22 þannig að úr verði tvær íbúðarlóðir hæfar til úthlutunar. Á 51, fundi Skipulags- og byggingarnefndar var ákveðið að grenndarkynna tillöguna fyrir nágrönnum sem talið var að gætu átt hagsmuna að gæta. Erindi með mótmælum við tillöguna barst með unddirskriftalista.
Afgreiðslu frestað. Skipulags- og byggingarnefnd kynnir sér athugasemdir og ákveður framhaldið síðar.
4. 2008190 - Langholt 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Smáragarður ehf. sótti um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir byggingu vindfangs við verslunarhús BYKO. Á 48. fundi Afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa var erindinu vísað til Skipulags- og byggingarnefndar þar sem á 51. fundi var ákveðið að grenndarkynna áformin fyrir nágrönnum sem kynnu að hafa hagsmuna að gæta. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir byggingaráformin.
5. 1810116 - Fyrirspurn um nýtingu og skiptingu lóðar - Miðtún 15
Á 50. fundi Skipulags- og byggingarnefndar var tekið fyrir erindi frá Pro-Ark f.h. eiganda um skiptingu lóðarinnar Miðtún 15 í tvær lóðir með byggingarrétti á hvorri lóð. Ákveðið var að grenndarkynna erindið fyrir nágrönnum sem kynnu að hafa hagsmuna að gæta. Engar athugasemdir bárust við grenndarynningu.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipting lóðarinnar Miðtún 15 í tvær lóðir verði samþykkt.
6. 2010013 - Hulduhóll 7-9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sótt var um byggingaráform og byggingarleyfi til að byggja parhús. Á 51. fundi Afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa var afgreiðslu frestað þar sem áformin voru ekki í samræmi við ákvæði deiliskipulags.
Samþykkt að grenndarkynna erindið sem snýr að vegghæð að götu fyrir eigendum að Hulduhól 5, 11 og 13. Óskað eftir umsögn skipulagshöfundar um heimild fyrir kjallara.
8. 2010189 - Fyrirspurn um byggingu stálgrindarhús - Hásteinsvegur 59
Samúel S. Hreggviðsson lagði fram fyrirspurn f.h. lóðarhafa um byggingu stálgrindarhúss.
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu. Ekki er leyfilegt að byggja iðnaðarhús á lóðinni þar sem svæðið er skilgreint í aðalskipulagi sem íbúðarsvæði.
9. 2010188 - Fyrirspurn um bílskúr - Sæhvoll
Samúel S. Hreggviðsson lagði fram fyrirspurnir f.h. lóðarhafa um byggingu bílgeymslu á lóðinni og hækkun á íbúðarhúsi um 30 sm.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur vel í fyrirspurnirnar og óskar eftir gögnum til grenndarkynningar.
10. 2010191 - Beiðni um sameinigu/samruna lóða - Fagurgerði 2b og 2c
Runólfur Sigursveinsson og Ragnheiður Thorlacius lögðu fram beiðni um sameiningu lóða nr. 2b og 2c við Fagurgerði. Einnig var óskað eftir því að við endurskoðun deiliskipulags á svæðinu verði byggingarreitur skilgreindur á hinni sameiginlegu lóð.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir beiðni um sameiningu lóða. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram með lóðarhöfum. Ósk um byggingarreit er vísað í vinnu um endurskoðun deiliskipulags svæðisins.
11. 2010208 - Úthlutun lóðar - Hagalækur 5
6 umsóknir bárust um lóðina Hagalækur 5 á Selfossi sem var auglýst laus til endurúthlutunar með umsóknarfresti til 16. október 2020.
Dregið er úr innsendum umsóknum. Útdreginn umsækjandi er Lárus Gestsson og Elísabet Pálsdóttir. Til vara dreginn út umsækjandinn Óskar Sigurðsson og Elísabet Kristjánsdóttir.
 
Gestir
Kristján Óðinn Unnarsson, fulltrúi Sýslumanns á Suðurlandi - 08:30
12. 2010209 - Úthlutun lóðar - Hagalækur 7
5 umsóknir bárust um lóðina Hagalækur 7 á Selfossi sem var auglýst laus til endurúthlutunar með umsóknarfresti til 16. október 2020.
Dregið er úr innsendum umsóknum. Útdreginn umsækjandi er Eyþor Lárusson og Gerður Ósk Guðmundsdóttir. Til vara dreginn út umsækjandinn Óskar Sigurðsson og Elísabet Kristjánsdóttir.
 
Gestir
Kristján Óðinn Unnarsson, fulltrúi Sýslumanns á Suðurlandi - 08:30
14. 2009729 - Tillaga að stofnun lóðar - Eyði Sandvík
Umsókn barst um skiptingu lands úr Eyði-Sandvík. Málið var áður á 52. fundi Skipulags- og byggingarnefndar þar sem vel var tekið í fyrirspurn um landskiptin.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að landskiptin verði samþykkt.
15. 2010225 - Framkvæmdaleyfisumsókn fyrir jaðrvegsskiptum - Miðbær
Sigurður Einarsson, arkitekt, sótti f.h. lóðarhafa um framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegskiptum á lóðum við Eyraveg, Kirkjuveg og Miðstræti vegna gatnagerðar við Miðstræti og bílastæða á baklóðum skv. skipulagi.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt. Nefndin fer fram á að við jarðvinnu fari fram botnúttekt og þjöppuprófanir á svæði C3 í umsóknargögnum í samráði við byggingarfulltrúa. Nefndin fer einnig fram á verkáætlun framkvæmdarinnar.
Erindi til kynningar
7. 2010184 - Verklag fyrir byggingarfulltrúa við öryggisúttektir
Erindi barst frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem svar við fyrirspurn byggingarfulltrúa um verklag við öryggis- og lokaúttektir.
Skipulags- og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að vinna verklagsreglur fyrir öryggi- og lokaúttektir.
Kristbjörn Hjalti Tómasson, nefndarmaður S-lista, yfirgaf fundinn kl. 09:30.
Fundargerð
13. 2010001F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 51
13.1. 2010013 - Hulduhóll 7-9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Aðalbyggingastjórinn ehf. sækir um byggingaleyfi til að byggja 346,6 m² parhús.
Fyrirhuguð bygging er í ósamræmi við ákvæði deiliskipulags varðandi kjallara undir húsi og hæð við götu.
Afgreiðslu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
13.2. 2010014 - Austurvegur 31B - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Hamrafoss ehf. sækir um leyfi fyrir endurnýjun a svölum 2.hæðar og gerð nýrra svala og sólstofu á 1. hæð.

Gera þarf grein fyrir brunaskilum milli hæða og framvísa samþykki skráðra eigenda hússins.
Afgreiðslu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
13.3. 2010087 - Þúfulækur 16 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Andri Már Sveinsson sækir um leyfi til að byggja 164.4m² einbýlishús á einni hæð
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr.2.4.1 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
13.4. 2010128 - Móstekkur 15-17 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Jökulverk ehf. sækir um leyfi til að byggja parhús á einni hæð.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr.2.4.1 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
13.5. 2010139 - Strokkhólsvegur 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málfríður Erna Samúelsdóttir sækir um leyfi til að byggja
323,4 m2 einbýlishús úr timbri.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr.2.4.1 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
13.6. 2010141 - Vallholt 19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Hollvinafélagið Vallholti ehf. sækir um leyfi til breytinga inni.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr.2.4.1 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
13.7. 2009647 - Hellubakki 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason hönnunarstjóri f.h. HÁ TAK sækir um leyfi til að byggja 174,0m² einbýlishús.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr.2.4.1 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
13.8. 2010016 - Rekstrarleyfisumsögn - Skalli
Sýslumaðurinn á Suðurlandi biður um umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis til sölu veitinga í flokki II.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis.

Niðurstaða þessa fundar
13.9. 2010021 - Umsagnarbeiðni vegna veitingastaðar - Austurvegur 46
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir veitingahús.
Byggingarfulltrúi gerir ekki sathugasemdir við útgáfu starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica