Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 14

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
21.08.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Sveinn Ægir Birgisson varamaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari
Forseti bæjarstjórnar hóf fundinn á því að koma á framfæri hamingjuóskum til UMF Selfoss nýkrýndra bikarmeistara kvenna í knattspyrnu.
Því næst leitaði forseti afbrigða að taka á dagskrá eitt mál, skipan nýs varamanns fyrir fulltrúa D-lista í skipulags- og byggingarnefnd og var það samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1902222 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2019
Gerð er tillaga um að samþykktur verði viðauki nr. 6 2019.
Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Ari Björn Thorarensen, D-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum. 3 bæjarfulltrúar D-lista sitja hjá.
2. 1908115 - Breytingar á samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Árborg
Lagt er til að felld verði út heimild um lán til að allt að 18 mánaða til greiðslu gatnagerðargjalda sem nú er að finna í 3. mgr. 7. gr. samþykktar um gatnagerðargjald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Árborg.
Ari Björn Thorarensen, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Kjartan Björsson, D-lista tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
4. 1906012 - Kosning í embætti og nefndir 2019
Fulltrúar D-lista leggja til að Sandra Dís Hafþórsdóttir verði skipuð varamaður D-lista í skipulags- og byggingarnefnd í stað Þórhildar Ingvadóttur.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fundargerð
3. 1908002F - Skipulags og byggingarnefnd - 26
3.1. 1906191 - Umsókn um hækkun á nýtingarhlutfalli og hækkun á hámarks mænishæð að Dranghólum 17 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
3.2. 1907062 - Fyrirspurn um viðbyggingu að Eyravegi 26 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugsemdir borist.
Fyrirspyrjandi: Haraldur Ingvarsson
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
3.6. 1907112 - Tillaga að götunöfnum í Bjarkarlandi, áður á fundi 31. ágúst sl.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að götur í Björkurlandi beri eftirfarandi heiti:

Gata 1: Eyrarstekkur
Gata 2: Urðarstekkur
Gata 3: Heiðarstekkur
Gata 4: Björkurstekkur
Gata 5: Móstekkur

Botnlangar út frá þessum götum beri sömu nöfn og götur sem þeir liggja frá.

Niðurstaða þessa fundar
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
5. 1906010F - Bæjarráð - 39
39. fundur haldinn 20. júlí.
6. 1907001F - Bæjarráð - 40
40. fundur haldinn 4. júlí.
7. 1907004F - Bæjarráð - 41
41. fundur haldinn 18. júlí.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tóku til máls.
8. 1908001F - Bæjarráð - 42
42. fundur haldinn 8. ágúst.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista og Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista tóku til máls.
9. 1908004F - Bæjarráð - 43
43. fundur haldinn 15. ágúst.

Kjartan Björnsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar tóku til máls.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica