Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 29

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
25.09.2019 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Sigurður Andrés Þorvarðarson nefndarmaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Helga Þórey Rúnarsdóttir varamaður, D-lista,
Ástgeir Rúnar Sigmarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Stefán Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Bárður Guðmundsson, Byggingafulltrúi
Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá framkvæmdaleyfi fyrir há- og lágspennustreng og stöðuleyfi.
Stefán Guðmundsson ritaði fundargerð.


Dagskrá: 
Erindi til kynningar
1. 1909188 - Deiliskipulagsbreyting - Víkurheiði
Anne B. Hansen kynnti stöðuna á breytingunni á deiliskipulagi fyrir Víkurheiði.
Almenn afgreiðslumál
2. 1909103 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir staðsetningu grenndarstöðvar.
Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg.
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdarleyfið verði veitt.
3. 1901274 - Tillaga að deiliskipulagi Hjalladælar á Eyrarbakka.
Skipulagslýsing lögð fram til kynningar. Samþykkt að afla umsagna frá Mannvirkja- og umhverfissviði, Hverfisráði Eyrarbakka og Minjastofnun.
4. 1909108 - Umsókn um byggingarleyfi til stækkunar Merkigils Eyrarbakka.
Umsækendur. Gísli Ragnar Kristjánsson og Guðmundur Kristjánsson
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir Hverfaráði Eyrarbakka og eigendum að Óðinshúsi, Hliði, Garðbæ, Skjaldbreið, Bræðraborg, Merkigarði og Sólbakka.
5. 1909011 - Umsdókn um byggingarleyfi fyrir breitingum að Austurvegi 7 Kaffi Krús.

Umsækjandi: Kaffi Krús
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir Austurvegi 1-5 og 9 og Sigtúni 3.
6. 1905087 - Umsagnarbeiðni vegna byggingaáforma að Bankavegi 8 Selfossi, áður á fundi 11. september.
Umsækjandi. Sigfús Kristinsson
Hafnað. Samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.
7. 1905502 - Tillaga að aðalskipulagsbreytingu Árbakka.
Frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
8. 1909040 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir Svitahof. Umsækjandi: David the Guide ehf.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til sex mánaða.
9. 1909192 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir há- og lágspennustrengjum frá dreifistöð við Austurveg 67. Umsækjandi: HS. Veitur
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdarleyfið verði veitt.
10. 1909009F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 26

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:40 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica