Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 39

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
26.02.2020 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Kristbjörn Hjalti Tómasson nefndarmaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Bárður Guðmundsson skipulags- og byggingafulltrúi, Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Ásdís Styrmisdóttir fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Puja Acharya fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sigurður Andrés Þorvarðarson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sigurður Andrés Þorvarðarson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1809179 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Gagnheiði 15 Selfossi.
Umsækjandi: Kökugerð HP ehf.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir húseigendum að Gagnheiði 11, 13, 17 og 19, og Úthaga 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 16 og 18.
2. 2001429 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi að Urriðalæk 21 Selfossi.
Umsæækjandi: Eðalbyggingar ehf.
Skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna.
3. 2002004 - Ósk um lagfæringu landsvæðis svo báðar flugbrautir verði innan leigusvæðis.
Skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna.
4. 2002160 - Fyrirspurn um stækkun á byggingarreit að Fagurgerði 12 Selfossi.
Fyrirspyrjandi. Bent Larsen
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
5. 2002166 - Umsókn um viðbót við núgildandi framkvæmdarleyfi á miðbæjarsvæðinu.
Umsækjandi: Sigtún Þrónunarfélag ehf.
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt.
6. 1906009 - Aðalskipulagsbreyting í landi Jórvíkur og Bjarkar, skipulagið hefur verið auglýst og engar athugsemdir borist.
Tillagan var lögð undir atkvæði. Fulltrúar D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun: "Fulltrúar D-lista lýsa sig andsnúna stækkun á aðalskipulagi í landi Jórvíkur. Aðalskipulag Árborgar er í endurskoðun og engin þörf á stækkun á aðalskipulagi til íbúðabygginga fyrr en heildarendurskoðun á aðalskipulagi hefur verið framkvæmd. Einnig er reiðvegi hent út úr aðalskipulaginu án samráðs við hestamannafélagið Sleipnir."
Lagt er til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt.
7. 2001059 - Deiliskipulagsbreyting að Eyravegi 34-36, skipulagslýsing hefur verið auglýst og engar athugasemdir bortist
Erindi lagt fram til kynningar.
Erindi til kynningar
8. 2002154 - Athugasemd - breyting á 22. grein náttúruverndarlaga um heimild til að tjalda
Erindi lagt fram til kynningar.
9. 2002118 - Drög að frumvarpi um eignarráð og nýtingu fasteigna í samráðsgátt.
Erindi lagt fram til kynningar.
10. 1603084 - Verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka
Erindi lagt fram til kynningar.
Fundargerð
11. 2002007F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 36
11.1. 2001395 - Umsókn um byggingaleyfi fyrir einbýlishúsi að Urriðalæk 19 Selfossi. Umsækjandi: Sigurgeir Kristmannsson
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.

Niðurstaða þessa fundar
11.2. 2002042 - Umsókn um byggingaleyfi fyrir einbýlishúsi að Vörðuland 10 Selfossi. Umsækjandi: Hátak ehf
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.

Niðurstaða þessa fundar
11.3. 2002134 - Umsókn um byggingaleyfi fyrir fjölbýlishúsi að Heiðarvegur 1 Selfossi. Umsækjandi: Iron fasteignir.
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.

Niðurstaða þessa fundar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica