Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 39

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
20.06.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Rósa Sif Jónsdóttir ritari, Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá þrjú mál. Umsókn um tækifærisleyfi vegna Jónsmessuhátíðar og umsögn um rekstrarleyfi í flokki III og ósk UMFS um 75.000 kr. styrk.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1906012 - Kosning í embætti og nefndir 2019
Kosnings formanns og varaformanns bæjarráðs.
Eggert Valur Guðmundsson kjörinn formaður bæjarráðs og Tómas Ellert Tómasson varaformaður.
2. 1905198 - Útfærsla aðgerða stjórnvalda í menntamálum - starfsnámsár og námsstyrkir
Upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. maí, um útfærslu og fyrirkomulag aðgerða stjórnvalda sem miða að því að auka nýliðun í kennarastétt og minnisblað sviðsstjóra um launað starfsnám.
Lagt fram til kynningar.
Starfsnámsár og námsstyrkir vegna nýliðunar í kennarastétt - bréf til sveitarfélaga.pdf
Kynning á námsstyrkjum vegna aukinnar nýliðunar kennara.pdf
Kynning á fyrirkomulagi launaðs starfsnáms kennaranema.pdf
Minnisblað sviðsstjóra um launað starfsnám.pdf
3. 1906157 - Beiðni - aukning á stöðugildi veturinn 2019-2020
Beiðni frá leikskólastjóra Jötunheima, dags. 6. júní, þar sem óskað er eftir 20% stöðugildi vegna leiðsagnarkennara sem tekur að sér leiðsögn við starfsnámsnema nema/vettvangsnema og nýliða í starfi.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir tillögum frá bæjarstjóra og fræðslustjóra um markmið og verklag í tengslum við starfsnám leik- og grunnskólakennaranema.
4. 1906152 - Húsnæðismál - afnot af sal Grænumarkar 5
Beiðni frá Lionsklúbbnum Emblum, dags. 11. júní, um afnot af sal í Grænumörk 5 undir fundaraðstöðu félagsins.
Bæjarráð samþykkir afnotin og felur bæjarstjóra að ræða við Lionsklúbbinn Emblur um fyrirkomulagið.
Selfoss 11 Árborg, beiðni um afnot af sal í Grænumörk 5.pdf
5. 1906147 - Beiðni - aukning á kvóta fyrir tónlistarkennslu í Árborg
Erindi frá Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 11. júní, þar sem óskað er eftir um 50 klst. aukningu á kennslukvóta í Sveitarfélaginu Árborg frá hausti 2019.
Bæjarráð vísar erindinu til vinnu við fjárhagsáætlun í haust, enda er ekki gert ráð fyrir þessari kostnaðaraukningu í fjárhagsáætlun 2019.
Svfél. Árborg v. viðbótarkvóta 2019 - 2020.pdf
6. 1906146 - Aukalandsþing sambandsins 6. september 2019
Boðun á aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 6. september nk.
Lagt fram til kynningar.
Boðun aukalandsþings sambandsins 2019.pdf
7. 1905407 - Stofnfundur samstarfsvettvangs sveitarfélaga fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti á 868. fundi sínum að sambandið kannaði áhuga sveitarfélaga á stofnun samstarfsvettvangs fyrir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Bæjarráð samþykkir aðild Svf. Árborgar að samstarfsvettvangnum.
Samstarfsvettvangur sveitarfélanna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál. .pdf
8. 1906161 - Trúnaðarmál
Gögn verða lögð fram á fundinum.
Ég undirritaður bendi á að gögn vegna málsins voru ekki send út í samræmi við samþykktir sveitarfélagsins, þrátt fyrir beiðni undirritaðs, og fer þess á leit að málinu verði frestað til næsta fundar, líkt og kveðið er á um í samþykktum sveitarfélagsins að gera skuli þegar svo stendur á og bæjarfulltrúi óskar eftir. Bæjarfulltrúar eiga rétt á að fá málsgögn send með fundarboði og gildir þá einu hvort um trúnaðarmál er að ræða eða ekki. Einfalt er að merkja gögn sem trúnaðargögn. Bæjarfulltrúar eru bundnir trúnaði í samræmi við eðli máls, en það merkir ekki að halda eigi gögnum frá þeim.
Gunnar Egilsson

Undirritaður mótmælir þeirri túlkun Gunnars Egilssonar að bæjarmálasamþykkt krefjist þess að öll gögn séu send út með fundarboði bæjarráðs. Það er einfaldlega ekki rétt. Gögn vegna trúnaðarmálsins liggja frammi á þessum fundi.
Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri

Bæjarráð samþykkir tillögu Gunnars Egilssonar um að málinu verði frestað til næsta fundar.
9. 1906166 - Beiðni - nýtt stöðugildi á frístundaheimili Árborgar
Tillaga frá tómstunda- og forvarnafulltrúa, dags. 18. júní, um að ráða þroskaþjálfa til starfa við frístundaheimili í Sveitarfélaginu Árborg.
Bæjarráð vísar erindinu til vinnu við fjárhagsáætlun í haust, enda er ekki gert ráð fyrir þessari kostnaðaraukningu í fjárhagsáætlun 2019.
10. 1906175 - Tækifærisleyfi - Rauða húsið vegna Jónsmessuhátíðar 2019
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 19. júní, þar sem óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna Jónsmessuhátíðar. Umsækjandi er Mundabúð ehf, kt. 510313-1430.
Bæjarráð veitir samþykki fyrir sitt leyti.
Beiðni um umsögn um tækifærisleyfi.pdf
11. 1905364 - Rekstrarleyfisumsögn - Draugasetrið
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 2. ágúst 2018 um umsögn um rekstrarleyfi til sölu veitinga í flokki III að Hafnargötu 9, Stokkseyri. Umsækjandi er Draugasetrið ehf, kt. 440309-2150.
Skipulags- og byggingarnefnd hefur veitt jákvæða umsögn tímabundið til 30. september.

Bæjarráð veitir samþykki fyrir sitt leyti.
Umsókn um rekstarleyfi Hafnargata 9.pdf
12. 1906192 - Styrkbeiðni - stór mynd af handboltaliði Umf. Selfoss á Hleðsluhöllina
UMFS óskar eftir 75.000 kr. styrk frá Sveitarfélaginu Árborg til að setja stóra mynd af Íslandsmeisturum Umf. Selfoss í handbolta 2019 á Hleðsluhöllina.
Bæjarráð samþykkir erindið.
Fundargerðir
13. 1905011F - Eigna- og veitunefnd - 4
4. fundur haldinn 29. maí.
13.3. 1905419 - Grænamörk - lóðafrágangur
Farið yfir fyrirhugaðar framkvæmdir sunnan við Grænumörk 5, merkt svæði 10 á uppdrætti frá Landform og yfirborðsfrágang vegna fráveituframkvæmda vestan við Grænumörk 5. Þar sem rask vegna fráveituframkvæmda varð meira en áætlað var og vegna óskar um fjölgun bílastæða er ljóst að um viðbótarkostnað er að ræða. Starfandi sviðstjóra falið að ganga til samninga við verktaka.
Lagt er til við bæjarráð að ef kostnaður rúmast ekki innan fjárfestingaráætlunar að samþykktur verði viðauki að hámarki 9 milljónir vegna verksins.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð óskar eftir nánari kostnaðarupplýsingum og tillögu að viðauka vegna málsins.
14. 1906006F - Eigna- og veitunefnd - 5
5. fundur haldinn 12. júní.
Bæjarráð tekur undir áskorun eigna- og veitunefndar til Vegagerðarinnar í 3ja lið fundargerðar þar sem Eigna- og veitunefnd skorar á Vegagerðina að hefja sem fyrst framkvæmdir við gerð hringtorgs, auk undirganga fyrir gangandi vegfarendur, við gatnamót Eyravegar og Suðurhóla á Selfossi. Vegna mikillar fjölgunar íbúa á Selfossi og þá sérstaklega í Hagalandi hefur umferð aukist verulega um þessi gatnamót sem í dag eru krossgatnamót. Að auki mun uppbygging í Björkurstykki hefjast í haust með enn frekari aukningu umferðar um Eyraveg og Suðurhóla.

Ástand Austurvegar og Eyravegar er slæmt og aðkallandi er að Vegagerðin fari í gagngerar endurbætur á götunum og bæti þar umferðaröryggi. Umferð um Austurveg hefur stóraukist síðustu ár þar sem skapast oft á tíðum stórhætta fyrir gangandi og hjólandi umferð.
15. 1906001F - Félagsmálanefnd - 7
7. fundur haldinn 4. júní.
15.10. 1905362 - Hvatning til sveitarfélaga - samræmt verklag vegna gruns um ofbeldi eða vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum
Félagsmálanefnd telur mikilvægt að samræma verklag sem tryggir samhæfð viðbrögð og vinnulag stofnana og íþrótta- og æskulýðsstarfsemi til að tryggja öryggi og velferð barna og ungmenna í sveitarfélaginu. Nefndin tekur jákvætt í erindi UNICEF á Íslandi og leggur til við bæjarráð að óska eftir tölfræði frá Rannsóknum og greiningu um fjölda barna í sveitarfélaginu sem orðið hafa fyrir ofbeldi.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að óska eftir tölfræði frá Rannsóknum og greiningu um fjölda barna í sveitarfélaginu sem orðið hafa fyrir ofbeldi.
16. 1905015F - Skipulags og byggingarnefnd - 21
21. fundur haldinn 5. júní.
16.11. 1901274 - Tillaga að deiliskipulagi Hjalladælar á Eyrarbakka.
Lagt er til að unnin verði skipulagslýsing og skipulagsmörk verði stækkuð í vestur og norðurhluti Túngötu tekin með.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að unnin verði skipulagslýsing og skipulagsmörk verði stækkuð í vestur og norðurhluti Túngötu tekin með.
17. 1906003F - Skipulags og byggingarnefnd - 22
22. fundur haldinn 12. júní.
18. 1906005F - Fræðslunefnd - 12
12. fundur haldinn 12. júní.
19. 1906007F - Íþrótta- og menningarnefnd - 11
11. fundur haldinn 12. júní.
Fundargerðir til kynningar
20. 1903124 - Fundargerðir Bergrisans bs. 2019
Stjórnarfundur haldinn 27. maí.
Fundargerð 6. fundar stjórnar Bergrisans.pdf
21. 1901176 - Fundargerðir stjórnar SASS 2019
546. fundur haldinn 16. maí.
546. fundur stj. SASS.pdf
22. 1903090 - Fundargerðir hverfisráðs Eyrarbakka 2019
26. fundur haldinn 12. júní.
Bæjarráð tekur undir með hverfisráði Eyrarbakka mikilvægi þess að verkefninu Verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka verði lokið. Bæjarráð tekur undir með hverfisráðinu að bæjaryfirvöld hafa einstakt tækifæri í höndunum til að staðfesta menningarsögulegt gildi gömlu byggðarinnar á Eyrarbakka. Bæjarstjóra falið að afla gagna og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs sundurliðað kostnaðaryfirlit yfir þá verkþætti sem þegar hafa verið unnir í tengslum við verkefnið Verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka, samhliða því verði lögð fram kostnaðaráætlun yfir þá vinnu sem eftir er til þess að ljúka við verkefnið.
Bæjarráð vísar bókun hverfisráðs í 3ja lið, um upplýsingaskilti, til umfjöllunar í frístunda- og menningarnefnd.
hverfisrad-Eyrarb_26-fundur_120619.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica