Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 54

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
21.11.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1911452 - Kynning - innheimtuþjónusta við Árborg
Fulltrúi frá Motus kemur á fund bæjarráðs og kynnir tilboð um þjónustu við Árborg.
Fulltrúar Motus mættu á fundinn og kynntu tilboð um þjónustu við Sveitarfélagið Árborg.
Bæjarráð samþykkti að fela fjármálastjóra að láta fara fram verðkönnun á innheimtuþjónustu Sveitarfélagsins.
2. 1911218 - Gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga
Erindi fá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 13. nóvember, þar farið er fram á að sveitarfélög yfirfari gjaldskrár vatnsveitna.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að bregðast við erindinu og senda ráðuneytinu umbeðnar upplýsingar fyrir tilskyldan frest.
3. 1911451 - Tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista - afþreyingar- og útivistargarðar á Sýslumannstúnið
Tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista um að skipulagður verði afþreyingar- og útivistargarður á Sýslumannstúninu á Selfossi.
Bæjarráð tekur jákvætt í tillöguna og vísar henni til umfjöllunar í félagsmálanefnd, íþrótta- og tómstundanefnd og umhverfisnefnd.
Tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista - afþreyingar og útivistargarður á sýslumannstúnið.pdf
ferlimal_syslumannstun.pdf
4. 1911237 - Umsögn - frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis, dags. 14. nóvember, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, mál 319.
Lagt fram til kynningar.
5. 1911240 - Umsögn - frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir, hækkun tekju- og eignamarka leigjenda sérstakt byggðaframlag veðsetningu
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 14. nóvember, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda, sérstakt byggðaframlag, veðsetningu) mál 320.
Lagt fram til kynningar.
6. 1911454 - Umsögn - frumvarp til laga um lyfjalög, lausasölulyf
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 18. nóvember, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um lyfjalög (lausasölulyf) mál 266.
Lagt fram til kynningar.
7. 1911487 - Styrkbeiðni - rekstur Kvennaráðgjafarinnar 2020
Beiðni frá Kvennaráðgjöfinni, dags. 11. nóvember, þar sem óskað er eftir fjárframlagi að fjárhæð kr. 250.000.- fyrir rekstrarárið 2020.
Bæjarráð getur því miður ekki orðið við beiðninni að þessu sinni.
Beiðni um fjárframlag til Kvennaráðgjafarinnar fyrir rekstrarárið 2020.pdf
8. 1911494 - Ósk um breytingu á sveitarfélagamörkum milli Sveitarf. Árborgar og Flóahrepps
Lagt er til að óska eftir því við Svf Flóahrepp, að sveitarfélagamörkum á milli Svf Árborgar og Svf Flóahrepps verði breytt.
Bæjarstjóra er falið að senda erindi um beiðni til Flóahrepps um breytingu á sveitarfélagamörkum.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir því við Svf Flóahrepp.pdf
Fundargerðir
9. 1911006F - Fræðslunefnd - 16
16. fundur haldinn 13. nóvember.
9.2. 1911023 - Stofnun fjölmenningardeildar Vallaskóla
Erindi um stofnun fjölmenningardeildar, dags. 31. október 2019, frá skólastjóra og aðstoðarskólastjóra Vallaskóla.

Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með þessa hugmynd og leggur til við bæjarráð að samþykkja erindið. Skólastjóra er falið að taka saman viðbótarkostnað v/þessa.


Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir erindið enda er gert ráð fyrir viðbótarkostnaði í fjárhagsáætlun skólans fyrir árið 2020.
10. 1911004F - Eigna- og veitunefnd - 13
Vegna liðar 1, kaup á vörubíl 2019, óskar bæjarráð eftir því við fjármálastjóra að gerður verður viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2019 vegna kaupanna og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.
Fundargerðir til kynningar
11. 1901272 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2019
200. fundur haldinn 12. nóvember.
fundargerd_200_fundar_HS.pdf
12. 1901031 - Bygging leikskóla við Engjaland 21
11. fundur haldinn 29. október.
12. fundur haldinn 12. nóvember.

11. fundur v. leiksk. v. Engjal. 29.10.pdf
12. fundur v. leiksk. v. Engjal.12.11.pdf
13. 1901039 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2019
287. fundur haldinn 15. nóvember.
287. stjórnarfundur SOS 11.15.19.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica