Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 27

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
28.08.2019 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Sigurður Andrés Þorvarðarson nefndarmaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Ástgeir Rúnar Sigmarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Stefán Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Bárður Guðmundsson, Byggingafulltrúi
Stefán Guðmundsson ritaði fundargerð


Dagskrá: 
Erindi til kynningar
15. 1810115 - Kynning á niðurstöðum útboðs á heildarendurskoðun aðalskipulags Árborgar 2010-2030
Kynnt er niðurstaða útboðs á vinnu ráðgjafa við endurskoðun aðalskipulags Árborgar. Efla hf. átti það tilboð sem var metið hagstæðast skv. skilmálum útboðsgagna og er lagt til við bæjarráð að samþykkt verði að ganga til samninga við Eflu hf. um ráðgjafavinnu við endurskoðun aðalskipulags. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að starfshópur verði skipaður.
Almenn afgreiðslumál
1. 1908099 - Umsókn um stækkun á byggingarreit að Sílalæk 13 Selfossi.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir eigendum að Sílalæk 9, 11, 15, 18, 20 og 22.
2. 1906177 - Umsókn um byggingarleyfi að Hraunhellu 14 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.
Umsækjendur: Sævar Andri Árnason og Hafdís Ingvarsdóttir
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
3. 1905087 - Umsagnarbeiðni vegna byggingaáforma að Bankavegi 8 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og samkomulag hefur hefur náðst um byggingaráforminn.
Umsækjandi: Sigfús Kristinsson
Erindið var grenndarkynnt og málsaðilar skiluðu undirrituðu samkomulagi. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
4. 1901017 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun andyris að Túngötu 39 - Brimver Eyrarbakka.
Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við byggingarfulltrúa að byggingarleyfið verði samþykkt.
5. 1908088 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir staðsetningu á Ærslabelg á Selfossvelli.
Umsækjandi. Sveitarfélagið Árborg
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.
6. 1907018 - Ósk um umbætur á hesthúsahverfi liður 4 og 5, bæjarráð vísaði erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.
Liður 4: Lagt er til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir hesthúsahverfið á Selfossi.
Liður 5: Nefndið leggur til að erindinu verði vísað til starfshóps um endurskoðun aðalskipulags.
7. 1907066 - Beiðni um umsögn um rekstrarleyfi að Austurvegi 21c Selfossi til sölu gistingar í flokki II.
Umsagnaraðili: Sýslumaðurinn á Suðurlandi.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir eigendum að Bankavegi 5 og 7, Fagurgerði 6, 8, 10 og 12, Austurvegi 19, 21, 21b og 23.
8. 1908020 - Beiðni um umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar að Smáratúni 19 Selfossi.
Umsagnaraðili: Sýslumaðurinn á Suðurlandi.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir eigendum að Smáratúni 17, 18, 20, Þóristúni 24 og Eyravegi 24 og 26
9. 1903181 - Beiðni um umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar að Jórutúni 6 Selfossi í flokki II, áður á fundi 22. maí sl.Umsagnaraðili: Sýslumaðurinn á Suðurlandi.
Erindið hefur verið grenndarkynnt, athugasemdir bárust sem hafa verið dregnar til baka. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að veita jákvæða umsögn.
10. 1908122 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir bragga að Austurvegi 64a Selfossi.
Umsækjandi: Fóðurblandan hf
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
11. 1908150 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir 3 gáma að Austurvegi 21 Selfossi.
Umsækjandi: Serica ehf
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
12. 1908138 - Umsókn um lóðina Túngata 2 Eyrarbakka.
Umsækjandi: Hafdís Brandsdóttir
Lagt er til við bæjarráð að lóðinni verði úthlutað til umsækjanda.
13. 1906013 - Tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu í Austurbyggð, tillagan hefur verið auglýst, og umsagnir hafa borist.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt að teknu tilliti til athugasemda og umsagna sem bárust.
14. 1905502 - Tillaga að aðalskipulagsbreytingu Árbakka, umsagnir hafa borist.
Umsagnir lagðar fram til kynningar.
16. 1908005F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 24

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica