Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 91

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
22.10.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Tómas Ellert Tómasson varaformaður, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir varamaður, S-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2005043 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 707. mál.
Erindi frá alsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 13. október, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 11. mál.
Bæjarráð vísar málinu til skoðunar á Fjölskyldusviði
Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á barnalögum 11. mál.pdf
2. 2010178 - Umsögn - frumvarp til laga um kynrænt sjálfræði (breytt kynskráning), 21. mál
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 15. október, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði (breytt kynskráning), 21. mál.
Lagt fram til kynningar.
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis mál 21.pdf
3. 2010179 - Umsögn - frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála, 15. mál
Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 15. október, þar sem óskað var eftir til umsögn um frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála, 15. mál.
Lagt fram til kynningar
Erindi allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis .pdf
4. 2010180 - Umsögn - frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, 14. mál
Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 15. október, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, 14. mál.
Lagt fram til kynningar
Erindi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis mál 14.pdf
5. 2010230 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 85. mál.
Erindi frá allsherjar- og mennamálanefnd Alþingis, dags. 20. október, þar sem óskað var eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 85. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar á Fjölskyldusviði
Erindi allsherjar og menntamálanefndar Alþingis mál 85.pdf
6. 2001256 - Landsþing Sambandsins 2020
Boðun á XXXV. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður rafrænt, föstudaginn 18. desember nk.
Lagt fram til kynningar
Boðun landsþings XXXV - des 2020.pdf
7. 2010214 - Forkaupsréttur í bátinn Aða ÁR-60
Beiðni frá Frónverja ehf, dags. 16. október, þar sem óskað var eftir að Sveitarfélagið Árborg félli frá því að nýta sér forkaupsrétt sinn að bátnum Aða ÁR-60 sem svf. á rétt á lögum samkvæmt.
Bæjarráð fellur frá forkaupsrétti sínum að Öðu ÁR-60
8. 2007034 - Fjárhagsáætlun 2021-2024
Erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 15. október, þar sem fram kom að sé þess óskað mun ráðuneytið veita eftirfarandi fresti:
1. Byggðarráð eða framkvæmdarstjóri, eftir því sem ákveðið er í samþykkt sveitarfélags, getur lagt fram tillögu að fjárhagsáætlun eigi síðar en 1. desember 2020.

2. Að lokinni umfjöllun sveitarstjórnar getur afgreiðsla fjárhagsáætlunar farið fram eigi síðar en 31. desember 2020.

Lagt fram til kynningar
Frestir vegna fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2021.pdf
9. 2010171 - Beiðni um byggingu félagsaðstöðu á Selfossvelli
Erindi Knattspyrnufélags Árborgar, dags. 8. október, þar sem óskað var eftir styrk frá Sveitarfélaginu Árborg upp á 3 millj. króna til byggingar á félagsaðstöðu fyrir KÁ á íþróttavallarsvæðinu á Selfossi. Ásamt því að sveitarfélagið taki á sig kostnað við að tengja vatn, fráveitu og rafmagn.
Bæjarráð vísar erindinu í þarfagreiningarvinnu starfshóps um framtíðaruppbyggingu íþróttasvæðisins við Engjaveg.
Beiðni um byggingu félagsaðstöðu Knattspyrnuf. Árborgar.pdf
10. 2010217 - Æfingarsvæði fyrir Brunavarnir Árnessýslu
Erindi frá Brunavörnum Árnessýslu, dags. 19. október, þar sem óskað var eftir æfingarsvæði fyrir viðbragðaðila í Árborg.
Bæjarráð telur að fjalla þurfi um erindið í skipulags- og byggingarnefnd og þá líklega fremur sem afnot af svæði en úthlutun lóðar, hvort sem staðsetningin yrði þessi eða önnur. Áður en sú umfjöllun fer fram óskar bæjarráð eftir afstöðu Héraðsnefndar Árnesinga til málsins.
Æfingasvæði viðbragðsaðila við Víkurheiði.pdf
11. 2005039 - Beiðni um afnot af lóð nr. 15 við Háheiði
Beiðni frá Anpro ehf, dags. 15. október, þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir lóð nr. 15 að Háheiði Selfossi.
Bæjarráð getur ekki fallist á að veita vilyrði fyrir lóðinni þar sem hún er á skipulagi og tilbúin til auglýsingar.
Bæjarráð samþykkir að lóðin verði þegar auglýst laus til úthlutunar að loknum afnotarétti Anpro ehf. sem er til tveggja ára.
12. 2010215 - Kaup á lóð að Kirkjuvegi 18
Kauptilboð í sökkul húss við Kirkjuveg 18 Selfossi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kaup sveitarfélagsins á lóðinni verði samþykkt. Samhliða verði lögð fram tillaga að viðauka vegna málsins.
13. 1906288 - Stefna gegn Árborg - höfnun á ráðningu grunnskólakennara
Óskað er staðfestingar bæjarráðs á lúkningu málsins með bótagreiðslu sem skiptist til helminga milli ríkis og sveitar.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 9. júlí sl. og var þá bókað:
Ósk mennta- og menningarmálaráðuneytis um afstöðu Árborgar til áfrýjunar á dómi Héraðsdóms E-3026/2019
Bæjarráð telur fyrir sitt leyti ekki efni til að áfrýja dómnum.

Bæjarráð fellst á umrædda bótagreiðslu og 50% hlutdeild sveitarfélagsins í henni og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun vegna útgjaldanna.
14. 2010232 - Ágóðahlutagreiðsla 2020
Tilkynning um ágóðahlutagreiðslu til Sveitarfélagsins Árborgar 2020 frá EBÍ.
Lagt fram til kynningar
Fundargerðir
15. 2010012F - Fræðslunefnd - 26
26. fundur haldinn 14. október.
16. 2010013F - Eigna- og veitunefnd - 32
32. fundur haldinn 14. október.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica