Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 37

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
29.01.2020 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Kristbjörn Hjalti Tómasson nefndarmaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði,
Arnar Jónsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði,
Bárður Guðmundsson skipulags- og byggingafulltrúi, Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður.
Fundargerð ritaði: Bárður Guðmundsson, Byggingafulltrúi
Mál sett á dagskrá með afbrigðum 2001173, 2001247 og 2001386.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1910064 - Fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir 4, íbúða fjölbýlishúsii að Heiðarvegi 1 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.
Fyrirspyrjandi:Iron fasteignir ehf
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulag lóðarinnar verði samþykkt.
2. 1911539 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Norðurgötu 29 Tjarnarbyggð, áður á fundi 4. desember.
Umsækjandi: Hallgrímur Sigurðsson
Frestað.
3. 2001312 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir sumarhús að Hoftúni.
Umsækjandi: Jón Árni Jónsson
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 6 mánaða.
4. 1903287 - Umsókn um stækkun á byggingareit að Sílalæk 15 Selfossi.
Umsækjandi: Eggert Guðmundsson
Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að hafna erindinu.
5. 2001206 - Tillaga að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag að Móavegi 4 Selfossi.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst og kynnt almenningi og umsagnaraðilum.
6. 1905502 - Tillaga að skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingu á Árbakkalandi.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst og kynnt almenningi og umsagnaraðilum.
7. 2001295 - Tillaga að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag að Hellislandi svæði 36 Selfossi.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst og kynnt almenningi og umsagnaraðilum.
8. 1911001 - Undirbúningur vegna nýrra byggingalóða "Þétting byggðar á Selfossi".
Undirbúningur nýrra íbúðalóða - áfangi 1. Í desember 2019 var kynnt skýrsla varðandi þéttingu byggðar á Selfossi sem ber heitið "Selfoss
þéttingarrétir 1. áfangi" og unnin var af verkfræðistofunni Eflu fyrir Sveitarfélagið Árborg. Hér með er lagt til að vinna áfram með þær lóðir sem skigreindar eru í skýslunni undir áfanga 1 og klára nauðsynlega skipulagsvinnu svo þær verði byggingarhæfar um mitt ár 2020.
9. 2001337 - Fyrirspurn vegna breikkunar byggingarreits á lóðinni Heiðarstekkur 2 Selfossi.
Fyrirspyrjandi: A hús ehf
Afgreiðslu frestað. Óskað eftir umsögn deiliskipulagshöfundar. Ari Már Ólafsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
11. 2001386 - Þétting byggðar áfangi 2.
Undirbúningur nýrra íbúðalóða - áfangi 2. Í desember 2019 var kynnt skýrsla varðandi þéttingu byggðar Selfossi sem ber heitið "Selfoss þéttingarreitir 1. áfangi" og unnin var af verkfræðistofu Eflu fyrir Sveitarfélagið Árborg. Hér með er lagt til að skipulagsfulltrúa svf. Árborgar verði falið að greina svæði 2,3,5,12,15 og 16 í áfanga 2 ásamt skýsluhöfundi og setja saman verklýsingu fyrir hvert svæði sem hefur það að markmiði að meta heildrænt möguleikaana á að nýta svæðin undir byggð ásamt mögulegum mótvægisaðgerðum með það að leiðarljósi að ekki verði dregið úr lífsgæðum þeirra sem búa í nærumhverfi viðkomandi svæða. Á grundvelli þessara verkefnalýsinga verði gerðar verðkannanir og útfrá þeim metið hvort gengið verði til samninga um skipulagsvinnu fyrir svæðin sem kæmu til greina.
12. 2001173 - Fyrirspurn vegna byggingu bílageymslu að Lambhaga 10 Selfossi.
Fyrirspyrjandi: Gísli Rafn Gylfason
Lagt er til að grenndarkynna fyrir eigendum að Lambhaga 2, 4, 6, 8 og 12.
13. 2001247 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Starmóa 17 Selfossi.
Umsækjandi: S 17 inverst ehf
Lagt er til að grenndarkynna erindið fyrir eigendum að Starmóa 14, 15 og 16.
Fundargerð
10. 2001009F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 34
10.1. 2001167 - Umsagnarbeiðni vegna útgáfu starfsleyfis að Suðurtröð 6 Selfossi frá Hestamannafélaginu Sleipni. Umsagnaraðili: Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.
Samþykkt að veita jákvæða umsögn.

Niðurstaða þessa fundar
10.2. 2001114 - Umsagnarbeiðni vegna útgáfu starfsleyfis að Austurvegi 9 Selfossi frá Tannlæknastofu Suðurlands ehf. Umsagnaraðili: Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.
Samþykkt að veita jákvæða umsögn.

Niðurstaða þessa fundar
10.3. 2001173 - Fyrirspurn vegna byggingu bílageymslu að Lambhaga 10 Selfossi. Fyrirspyrjandi: Gísli Rafn Gylfason.
Erindinu vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

Niðurstaða þessa fundar
10.4. 1911498 - Fyrirspurn um byggingu vinnustofu að Eyrargötu 4/ Stigprýði Eyrarbakka. Fyrispyrjandi: GP arkitektar.
Óskað eftir fullgildum aðaluppdráttum.

Niðurstaða þessa fundar
10.5. 1910260 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Ártúni 4 Selfossi. Umsækjandi: Hallur Halldórsson.
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.

Niðurstaða þessa fundar
10.6. 1911572 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir dvalarheimilið Sólvelli Eyrargötu 26 Eyrarbakka. Umsækjandi: Sólvellir, heimili aldraðra.
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.

Niðurstaða þessa fundar
10.7. 1910108 - Umsókn um byggingaleyfi fyrir einbýlishúsi að Starmóa 14 Selfossi. Umsækjandi: Lagsarnir ehf.
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.

Niðurstaða þessa fundar
10.8. 2001247 - Umsókn um byggingaleyfi fyrir einbýlishúsi að Starmóa 17 Selfossi. Umsækjandi: S 17 invest ehf.
Erindinu vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

Niðurstaða þessa fundar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:35 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica