Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 88

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
24.09.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2009697 - Fundarboð og kjörbréf fulltrúa - aðalfundur öldrunarráðs Íslands 2020
Erindi frá Öldrunarráði Íslands, dags. 14. september, þar sem óskað var eftir upplýsingum um fulltrúa sveitarfélagsins á aðalfund sem haldinn verður 6. október nk.
Bæjarráð felur Fjölskyldusviði að tilnefna fulltrúa úr félagsþjónustunni til að sitja aðalfundinn og koma upplýsingunum á framfæri.
Fundarboð Öldrunarráðs Íslands.pdf
2. 2009698 - Beiðni um tilnefningar til viðurkenninga Öldrunarráðs
Beiðni frá Öldrunarráði Íslands dags. 14. september, þar sem óskað var eftir tilnefningum til viðurkenningar Öldrunarráðs sem veitt verður á aðalfundi þann 6. október nk.
Lagt fram til kynningar
Tilnefning til viðurkenningar.pdf
3. 2009541 - Tillaga UNGSÁ um laun fyrir fundarsetu og laun fyrir áheyrnarfulltrúa
Tillaga frá 27. fundi bæjarstjórnar frá 16. september sl., liður 8. Tillaga UNGSÁ um laun fyrir fundarsetu og laun fyrir áheyrnarfulltrúa. Ungmennaráð Árborgar lagði til að Ungmennaráð Árborgar fengi greidd full fundarsetulaun, ásamt því að fá greidd laun sem áheyrnarfulltrúar.

Að loknum umræðum samþykkti bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til bæjarráðs.

Bæjarráð lítur svo á að áheyrnarfulltrúar séu að störfum fyrir hönd sinna hagsmunaaðila og verði því ekki launaðir af sveitarfélaginu.
Þóknun sú sem nú er greidd fyrir fundi ungmennaráðs verður óbreytt.
Tillaga UNGSÁ um laun fyrir fundarsetu og laun fyrir áheyrnafulltrúa.pdf
4. 2009746 - Áskorun stjórnar FA vegna fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði
Áskorun frá stjórn Félags atvinnurekenda, dags. 18. september, um að sveitarfélög lækkuðu álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár.
Bæjarráð vísar erindinu til úrvinnslu við gerð fjárhagsáætlunar 2021-2024.
Áskorun stjórnar FA vegna fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði.pdf
5. 1603040 - Bygging hjúkrunarheimilis í Árborg
Framvinduskýrsla - ágúst
Lagt fram til kynningar
HHA-Framvinduskyrsla_AGUST-2020.pdf
6. 2004184 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2020
Rekstraryfirlit jan-júní 2020
Bæjarráð hvetur ríkisstjórn Íslands til þess að láta endurskoða framlög til sveitarfélaga úr jöfnunarsjóði. Ljóst er af útdeilingu tekjujöfnunarframlags að verið er að deila byrðum þeirra sveitarfélaga sem harðast verða úti á önnur sveitarfélög sem flest eru einnig í erfiðleikum. Nú horfir svo við að nærri helmingurinn af þeim skelli sem Svf. Árborg verður fyrir stafar af skerðingum Jöfnunarsjóðs. Hlutverk sveitarfélaga í endurreisn samfélagsins og félagslegum úrræðum kallar á að ríkið komi að borðinu með afgerandi hætti.
Minnisblað bæjarstjóra - afkomugreining 6 mán 2020.pdf
Fundargerðir til kynningar
7. 2002049 - Fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga 2020
196. fundur haldinn 17. september.
Lagt fram til kynningar
Fundur 196 - 17.9.2020.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica