Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 11

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
30.04.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir varamaður, Á-lista,
Sveinn Ægir Birgisson varamaður, D-lista,
Ingibjörg Garðarsdóttir fjármálastjóri,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Kjartan Björnsson, D-lista, vék af fundi klukkan 19:22 og Sveinn Ægir Birgisson varabæjarfulltrúi D-lista tók sæti á fundinum í hans stað.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1903077 - Stofnun lóðar, Eyði-Mörk 2
Tillaga frá 16. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. mars sl., liður 12.9. Lagt er til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.
Til máls tóku : Helgi S. Haraldsson.
Samþykkt samhljóða.
Uppdráttur.pdf
Skráning nýrra landeigna.pdf
2. 1903078 - Stofnun nýrrar lóðar, Geirakot 3
Tillaga frá 16. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. mars sl., liður 12.10. Lagt er til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.
Til máls tóku:
Helgi S. Haraldsson.
Samþykkt samhljóða.
Uppdráttur.pdf
Skráning nýrra landeigna.pdf
3. 1903079 - Stofnun nýrrar lóðar, Geirakot 2
Tillaga frá 16. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. mars sl., liður 12.11. Lagt er til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.
Til máls tóku:
Helgi S. Haraldsson.
Samþykkt samhljóða.
Uppdráttur.pdf
Skráning nýrra landeigna.pdf
4. 1902150 - Stækkun á líkamsræktarstöð - World Class
Tillaga frá 16. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. mars sl., liður 12.12. Lagt er til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi Sundhallarreits verði auglýst.
Til máls tóku:
Helgi S. Haraldsson.
Samþykkt samhljóða.
Sandvik-dSK-03-breyting2019_Breyt-Sundholl-2019.pdf
Stækkun World class Selfossi.pdf
5. 1810209 - Uppbygging íþróttamannvirkja á Selfossvelli
Erindi frá 31. fundi bæjarráðs frá 4. apríl sl., liður 9 - Formaður bæjarráðs leggur til að sameiginleg yfirlýsing Sveitarfélagsins Árborgar og Ungmennafélags Selfoss vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja á Selfossvelli verði samþykkt.
Tillagan var samþykkt með tveimur atkvæðum, Gunnar Egilsson D-lista greiddi atkvæði á móti.
Egilsson, D-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Ljóst er að fjölnota íþróttahús mun rísa á Selfossi og hafa bæjarfulltrúar D-lista ekkert á móti slíkri framkvæmd, en telja að sveitarfélagið hafi ekki fjárhagslega burði til að ráðast í slíkt verkefni á þessum tímum.
Gunnar Egilsson, D-lista

Til máls tóku:
Helgi S. Haraldsson, Eggert Valur Guðmundsson, Gunnar Egilsson, Tómas Ellert Tómasson, Ari Björn Thorarensen og Kjartan Björnsson.

Forseti gerði hlé á fundinum kl. 17:28 að beiðni Kjartans Björnssonar bæjarfulltrúa D-lista.

Fundi haldið áfram kl. 17:35

Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
Afstaða fulltrúa D-lista í bæjarráði vekur furðu þar sem að viljayfirlýsingin felur í sér þær miklu gleðifréttir að Svf. Árborg og ungmennafélag Selfoss hafa loksins komist að niðurstöðu, eftir umfangsmikla vinnu og fjölda funda aðila í milli um hvar og hvernig uppbygging íþróttamannvirkja skuli vera háttað í framtíðinni.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista
Helgi S. Haraldsson, B-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista
Tómas Ellert Tómasson, M-lista


Tómas Ellert Tómasson lagði fram eftirfarandi bókun:
Framkvæmdastjórn Umf. Selfoss samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum 15. október sl.:
„Ungmennafélag Selfoss fagnar metnaðarfullri framtíðarsýn sem kynnt hefur verið varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja á Selfossvelli. Félagið lýsir yfir fullum stuðningi við að áfram verði unnið með þessar hugmyndir og þær verði útfærðar nánar með fulltrúum félagsins. Mikilvægt er að tryggja aðkomu allra notenda að hönnunarvinnu sem framundan er þ.m.t. að tekið verði tillit til ábendinga sem stjórn knattspyrnudeildar hefur gert grein fyrir. Þær snúa að því að breytingar verði gerðar á tímasetningum varðandi uppbygginguna og að skoðað verði hvort hægt sé að gera tilfærslu á húsinu til suðurs.
Ungmennafélag Selfoss telur að með þessum tillögum sé komin framtíðarsýn sem falli vel að fyrri hugmyndum félagsins og þær verði notaðar við frekari skipulagningu og uppbyggingu á svæðinu. Ungmennafélagið hvetur sveitarfélagið til dáða í uppbyggingu íþróttamannvirkja og mun hér eftir sem hingað til styðja við allar metnaðarfullar hugmyndir sveitarfélagsins.“

Samþykkt með 5 atkvæðum, 4 bæjarfulltrúar D-lista sitja hjá.
Yfirlýsing vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja á Selfososvelli.pdf
6. 1904028 - Deiliskipulag við Austurveg milli Sigtúns og Fagurgerðis
Tillaga frá 17. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 3. apríl sl., liður 11.19 - Lagt er til við bæjarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt.
Til máls tók Helgi S. Haraldsson forseti.
Samþykkt samhljóða.
Lýsing skipulagsverkefnis.pdf
7. 1903035 - Stofnframlög til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum 2019
Erindi frá 33. fundi bæjarráðs frá 26. sl., - Ósk um staðfestingu frá sveitarfélaginu um stofnframlag vegna umsóknar Brynju hússjóðs.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Svf. Árborg veiti stofnframlög til Brynju að upphæð 36 milljónir vegna byggingar 10 íbúða.
Bæjarstjóra falið að útbúa viðaukatillögu til bæjarstjórnar vegna málsins.

Til máls tóku:
Helgi S. Haraldsson, Ari Björn Thorarensen, Gísli Halldór Halldórsson og Arna Ír Gunnarsdóttir.

Samþykkt samhljóða.
FW: Ákvörðun um stofnframlag sveitarfélags..pdf
Umsókn um stofnframlaga 2019.pdf
8. 1902222 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2019
Yfirlitsblað frá fjármálastjóra.
Á 33. fundi bæjarráðs var samþykkt samhljóða að leggja til við bæjarstjórn stofnframlag til Brynju hússjóðs til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum 2019. Í viðaukatillögunni er gert ráð fyrir þessari viðbót við fjárhagsáætlun.

Helgi S. Haraldsson forseti tók til máls.

Samþykkt samhljóða.
9. 1806094 - Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar
Vegna tilmæla frá ráðuneytinu um orðalagsbreytingar eru áður afgreiddar tillögur um breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar teknar til þriðju umræðu. Breytingarnar sem ráðuneytið leggur til eru í 1. málsgr. bæði 4. og 5. greinar. (Merktar með gulu)
Helgi S. Haraldsson forseti tók til máls.

Samþykkt með 5 atkvæðum, 4 fulltrúar D-lista greiddu atkvæði á móti.
Breyting á breytingum á samþykktum um stjórn og fundarsköp_11. fundur.pdf
10. 1904238 - Ársreikningur 2018
Fyrri umræða
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri tók til máls og fór yfir helstu niðurstöður ársreiknings 2018.

Að beiðni forseta tók Arna Ír Gunnarsdóttir varaforseti við stjórn fundarins undir þessum lið.

Til máls tóku:
Helgi S. Haraldsson, Arna Ír Gunnarsdóttir, Ari Björn Thorarensen, Gunnar Egilsson, Álfheiður Eymarsdóttir, Brynhildur Jónsdóttir, Kjartan Björnsson, Eggert Valur Guðmundsson og Tómas Ellert Tómasson.

Samþykkt samhljóða að vísa umræðu um ársreikning 2018 til seinni umræðu í bæjarstjórn 15. maí næstkomandi.
Sveitarfélagið Árborg samantekinn ársreikningur 2018 fyrri umræða.pdf
Sveitarfélagið Árborg A-hluti sundurliðanir með ársreikningi 2018.pdf
Sveitarfélagið Árborg B-hluti sundurliðanir með ársreikningi 2018.pdf
Endurskoðunarskýrsla Sv. Árborg 2018.pdf
Greinargerð með ársreikningi 2018.pdf
Fundargerðir til kynningar
11. 1904185 - Fundargerðir hverfisráðs Selfoss
1. fundur haldinn 27. mars
Til máls tóku:
Helgi S. Haraldsson, Eggert Valur Guðmundsson, Ari Björn Thorarensen.

Hverfisráð Selfoss 1. fundur.pdf
Fundargerðir
12. 1903009F - Bæjarráð - 29
29. fundur haldinn 21. mars
Til máls tóku:
Helgi S. Haraldsson, Gunnar Egilsson, Ari Björn Thorarensen, Eggert Valur Guðmundsson, Arna Ír Gunnarsdóttir, Tómas Ellert Tómasson og Gísli Halldór Halldórsson.

Að beiðni forseta tók Arna Ír Gunnarsdóttir varaforseti við stjórn fundarins undir 2.lið á 29. fundi bæjarráðs.

Tómas Ellert Tómasson lagði fram eftirfarandi bókun:
Undirritaður tekur undir bókun fulltrúa S-lista og Á-lista undir 2. lið á 29 bæjarráðsfundi.
Ég á engan hlut í BG-eignum og hef aldrei átt. Ég óska eftir því að forseti leiti álits siðanefndar sambands íslenskra sveitarfélaga á ummælum bæjarfulltrúa Gunnars Egilssonar í minn garð.
Bæjarfulltrúi M-lista
Tómas Ellert Tómasson

13. 1902017F - Íþrótta- og menningarnefnd - 8
8. fundur haldinn 12. mars
Til máls tóku:
Helgi S. Haraldsson, Kjartan Björnsson, Arna Ír Gunnarsdóttir og Tómas Ellert Tómasson.
14. 1903003F - Fræðslunefnd - 9
9. fundur haldinn 13. mars
Til máls tók Helgi S. Haraldsson forseti.
15. 1903004F - Framkvæmda- og veitustjórn - 22
22. fundur haldinn 13. mars
Til máls tóku:
Helgi S. Haraldsson, Brynhildur Jónsdóttir og Tómas Ellert Tómasson.

Forseti lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa:
Jón Tryggvi Guðmundsson hefur verið sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs undanfarin 9 ár en átti sinn síðasta starfsdag í dag, 30. apríl. Jón Tryggvi hefur skilað sínum störfum af kostgæfni og trúmennsku með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi. Engum hefur dulist að hann ber velferð samstarfsfólksins fyrir brjósti og hefur uppskorið hlýhug fyrir. .
Jóni Tryggva er þakkað fyrir vel unnin störf og er honum óskað velfarnaðar í nýju starfi hjá Veitum.

Bæjarfulltrúar bjóða Atla Marel Vokes velkominn til starfa.


16. 1903006F - Skipulags og byggingarnefnd - 16
16. fundur haldinn 20. mars
Til máls tók Helgi S. Haraldsson.
17. 1903011F - Bæjarráð - 30
30. fundur haldinn 28. mars
Til máls tóku:
Helgi S. Haraldsson, Gunnar Egilsson.

18. 1903013F - Íþrótta- og menningarnefnd - 9
9. fundur haldinn 1. apríl
Til máls tók Helgi S. Haraldsson forseti.
19. 1904001F - Bæjarráð - 31
31. fundur haldinn 4. apríl
Til máls tók Helgi S. Haraldsson forseti.
20. 1903012F - Skipulags og byggingarnefnd - 17
17. fundur haldinn 3. apríl
Til máls tók Helgi S. Haraldsson forseti.
21. 1904005F - Bæjarráð - 32
32. fundur haldinn 11. apríl
Til máls tóku:
Helgi S. Haraldssonar og Gunnar Egilsson.
22. 1904003F - Fræðslunefnd - 10
10. fundur haldinn 10. apríl
Til máls tók Helgi S. Haraldsson forseti.
23. 1904007F - Félagsmálanefnd - 6
6. fundur haldinn 16. apríl
Til máls tóku:
Helgi S. Haraldsson, Ari Björn Thorarensen og Gísli Halldór Halldórsson.
24. 1904008F - Bæjarráð - 33
33. fundur haldinn 26. apríl
Til máls tóku:
Helgi S. Haraldsson, Ari Björn Thorarensen, Arna Ír Gunnarsdóttir, Brynhildur Jónsdóttir og Gísli Halldór Halldórsson.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica