Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 48

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
26.09.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 25. september. Var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1909121 - Tillaga UNGSÁ um heimavist við FSu
Tillaga UNGSÁ sem vísað var til bæjarráðs á 15. fundi bæjarstjórnar.
Bæjarráð tekur undir með Ungmennaráði að mikilvægt sé að komið verði upp heimavist á Selfossi. Brýn nauðsyn er til þess að á Selfossi sé heimavist þannig að FSU geti með góðu móti þjónað ungu fólki á Suðurlandi.
Málið hefur áður verið rætt á fundum með þingmönnum Suðurlands og mun sveitarfélagið halda áfram að leggja áherslu á mikilvægi þess.
Bæjarráð telur einsýnt að sveitarfélagið vilji leggja þessu verkefni lið ef ríkið tekur af skarið um slíka framkvæmd.
Tillaga UNGSÁ um heimavist við FSu.pdf
2. 1909123 - Tillaga frá UNGSÁ um samning við ríkið um uppbyggingu á menningarsalnum
Tillaga frá 15. fundi bæjarstjórnar sem vísað var til bæjarráðs.
Bæjarráð fagnar áskorun Ungmennaráðs og leggur mikla áherslu á að framkvæmdir hefjist strax á næsta ári.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skrifa bréf með hvatningu og upplýsingum til þingmanna Suðurlands þannig að fylgja megi úr hlaði þeirri vinnu sem staðið hefur yfir með sveitarfélaginu og mennta- og menningarmálaráðuneytinu í sumar.
Tillaga frá UNGSÁ um menningarsalinn.pdf
3. 1908123 - Skólaþing sveitarfélaga 2019
Hvatning til sveitarstjórna í tengslum við Skólaþing sveitarfélaga 2019
Lagt fram til kynningar.
Hvatning til sveitarstjórna í tengslum við Skólaþing sveitarfélaga 2019.pdf
4. 1909159 - Styrkbeiðni - mynd af bikarmeisturum kvenna í knattspyrnu 2019 á áhorfendastúkuna á íþróttavellinum
Erindi minjaverndar knattspyrnudeildar UMF Selfoss, dags. 21. september, þar sem óskað er eftir styrk til að setja upp mynd af bikarmeisturum kvenna 2019.
Bæjarráð óskar eftir afstöðu stjórnar UMF Selfoss til þessa verkefnis áður en ákvörðun um styrkveitingu verður tekin og felur bæjarstjóra að hafa samband við félagið.
Beiðni um styrk til uppsetningar mynda á áhorfendastúkuna á íþróttavellinum af bikarmeisturum kvenna 2019.pdf
5. 1909190 - Kaupsamningur - Eyrarbraut 21 og 23, Stokkseyri
Kaupsamningur og afsal, vegna framkvæmda, mannvirkja og allra réttinda er tengjast lóðum nr. 21 og 23 við Eyrarbraut á Stokkseyri.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða samninga og felur bæjarstjóra leggja fram nauðsynlegan viðauka við fjárhagsáætlun.
6. 1906257 - Beiðni um makaskipti á landi - land úr Stekkum fyrir land úr Óseyri
Beiðni, dags. 5. september, um makaskipti á landi við Sveitarfélagið Árborg.
Bæjarráð hafnar erindinu og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
7. 1909189 - Beiðni um aukinn nemendakvóta í Tónsmiðju Suðurlands
Erindi frá Tónkjallararnum ehf v/Tónsmiðju Suðurlands, dags. 23. september, þar sem óskað er eftir auknum kennslukvóta.
Bæjarráð leggur til að við gerð fjárhagsáætlunar verði gert ráð fyrir 15 nemendaígildum í stað 11, eins og nú er. Gera má ráð fyrir að það svari til kostnaðaraukningar upp á um 2 m.kr. á ári.
Ósk um aukinn kvóta.pdf
8. 1909184 - Forvarnardagurinn 2019
Erindi frá samstarfsaðilum Forvarnardagsins, dags. 20. september, með upplýsingum um Forvarnardaginn sem haldinn verður 2. október nk.
Bæjarráð fagnar framtakinu og þeirri dagskrá sem sett hefur verið upp fyrir 9. bekk allra grunnskóla í Árborg.
Forvarnardagurinn 2019.pdf
9. 1909195 - Framlag til starfsmannafélaga og sameiginlegrar árshátíðar 2019
Erindi frá tengiliðum sveitarfélagsins vegna undirbúnings árshátíðar starfsmanna Árborgar 2. nóvember nk.
Bæjarráð samþykkir að niðurgreiða þátttöku starfsmanna í árshátíð um kr. 5.500 per miða, enda rúmast það innan fjárhagsáætlunar ársins.
10. 1909202 - Heimild til undirritunar á afsölum eignarhluta í félagslegum leiguíbúðum í Grænumörk 5
Óskað er eftir að bæjarráð veiti bæjarstjóra heimild til undirritunar á afsölum eignarhluta í félagslegum leiguíbúðum í Grænumörk 5.
Sveitarfélagið er skuldbundið á grundvelli 76 gr. laga nr. 97/1993 og yfirlýsingar undirritaðri af þáverandi bæjarstjórum til þess að endurgreiða leigjanda eignarhlut sinn þegar hann hætti afnotum af íbúð.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri undirriti umrædd afsöl.

Gunnar Egilsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
11. 1904027 - Fundartími bæjarráðs 2019
Bæjarráð samþykkir að reglulegur fundur ráðsins falli niður í næstu viku, vegna Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga og næsti fundur verði því haldinn þann 10. október.
Fundargerð
12. 1909011F - Skipulags og byggingarnefnd - 29
12.2. 1909103 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir staðsetningu grenndarstöðvar.
Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg.
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdarleyfið verði veitt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir erindið.
12.9. 1909192 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir há- og lágspennustrengjum frá dreifistöð við Austurveg 67. Umsækjandi: HS. Veitur
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdarleyfið verði veitt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir há- og lágspennustrengjum frá dreifistöð við Austurveg.
Fundargerðir til kynningar
13. 1902097 - Fundargerðir fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga 2019
193. fundur haldinn 20. september.
Fundur 193 - 20.9.2019.pdf
14. 1903280 - Fundargerðir hverfisráðs Sandvíkurhrepps 2019
2. fundur haldinn 23. maí.
3. fundur haldinn 17. september.

1. Bæjarráð felur sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs að leita lausna á þeim málum sem út af standa vegna nýs göngu- og hjólastígs við Tjarnabyggð.
2. Bæjarráð bendir á að sveitarfélagið hefur ekki umráð yfir Lækjarmótavegi en tekur undir að það væri til mikilla bóta ef heimild fengist til að halda veginum við.
2.fundur.pdf
3.fundur.pdf
15. 1903090 - Fundargerðir hverfisráðs Eyrarbakka 2019
27. fundur haldinn 19. september.
1. Bæjarráð leggur áherslu á að mannvirkja- og umhverfissvið taki jólaskreytingar til endurskoðunar líkt og rætt er í fundargerðinni.
2. Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um erindi Skógræktarfélagsins frá 25. júlí og felur bæjarstjóra að leggja þær fyrir bæjarráð.
3. Bæjarráð óskar eftir því við skipulags- og byggingarnefnd að nefndin taki afstöðu til hugmynda að breyttu skipulagi í Einarshafnarhverfi á Eyrarbakka sem samtökin Lifandi samfélag hafa sett fram.
4. Bæjarráð tekur jákvætt í tillöguna og vísar tillögu um heiti Bílastígs til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar að fenginni umsögn frístunda- og menningarnefndar.
hverfisrad-Eyrarb_27-fundur_190919.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica