Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Eigna- og veitunefnd - 35

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
25.11.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Tómas Ellert Tómasson formaður, M-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir nefndarmaður, Á-lista,
Viktor Stefán Pálsson nefndarmaður, S-lista,
Sveinn Ægir Birgisson nefndarmaður, D-lista,
Þórdís Kristinsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Ólafía Ósk Svanbergsdóttir áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs,
Atli Marel Vokes sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Atli Marel Vokes, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2011107 - Afnotaleyfi - bryggjan Eyrarbakka- Sæbýli
Farið yfir umsókn um afnotaleyfi af Eyrarbakkabryggju
Nefndin leggur til við bæjarráð að veita umbeðið afnotaleyfi.
2. 2008163 - Fjárfestingaráætlun 2021-2024
Farið yfir fjárfestingaráætlun 2021-2024
Meirihluti nefndarinnar samþykkir tillögu að fjárfestingaráætlun vegna ársins 2021 og þriggja ára áætlun til 2024. Fulltrúar D-lista sátu hjá.
Erindi til kynningar
3. 1703281 - Mat á umhverfisáhrifum við hreinsistöð fráveitu við Geitanesflúðir
Farið yfir álit Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum hreinsistöðvarinnar við Geitanes.
Nefndin fagnar jákvæðu áliti Skipulagsstofnunar um fyrirhugaða framkvæmd við hreinsistöð við Geitanes.

Fyrirhuguð hreinsun fráveitu á Selfossi er ótvírætt framfaraskref að mati nefndarinnar. Með hreinsun fráveitunnar mun draga verulega úr lífrænum efnum sem berast í Ölfusá. Framkvæmdin hefur í för með sér jákvæð áhrif á lífríki og vatnsgæði Ölfusár, sem og ásýnd og útivist sveitarfélagsins.



Álit skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum.pdf
4. 2005077 - Ársfjórðungsuppgjör fjárfestingaráætlunar 2020
Farið yfir 9 mánaða uppgjör framkvæmda í fjárfestingaráætlun 2020.
Lagt fram til kynningar
5. 2011223 - Uppbygging við Austurveg 69
Formaður fer yfir uppbyggingu á svæðinu
Lagt fram til kynningar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica