Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 65

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
27.02.2020 og hófst hann kl. 17:10
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Kjartan Björnsson varamaður, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2002155 - Reglugerð um héraðsskjalasöfn nr. 32/2020 í samráðsgátt
Erindi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 18. febrúar, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 32/2020. Reglugerð um héraðsskjalasöfn.
Bæjarráð óskar umsagnar héraðsskjalavarðar Hérðasskjalasafns Árnesinga.
2. 2002174 - SPI - samkomulag vegna úttektar Framfaravogarinnar 2020
Samkomulag um úttekt á félagslegum framförum í Árborg - Framfaravogin.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna niðurstöður fyrir starfsmönnum og íbúum og móta tillögu um framhaldið.
Framfaravog 2019 - skýrsla.pdf
Framaravog 2019 kynning niðurstaðna.pdf
Framfaravogin 2019 - minnisblað um næstu skref.pdf
3. 2002172 - Leiga á húsnæði undir starfsemi Tónlistarskóla Árnesinga
Bæjarstjóri óskar eftir heimild vegna leigu húsnæðis Veiðisports undir starfsemi Tónlistarskóla Árnesinga.

Bæjarráð samþykkir að gerður verði ótímabundinn leigusamningur með 6 mánaða uppsagnarfresti vegna húsnæðis undir starfsemi Tónlistarskóla Árnesinga að Eyrarvegi 15.
4. 2002057 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - Áfallinn heildarkostnaður við byggingu dælustöðvar fyrir Selfossveitur
Lagt fram á 63. fundi bæjarráðs.
Svar verður lagt fram á fundinum.

----
Leiðrétt skjal innfært 4. mars.

Lagt fram til kynningar.
Svar: Dælustöð 2020 Fyrirspurn GE.pdf
Fundargerðir til kynningar
5. 1708133 - Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
22. fundur haldinn 18. febrúar.
Lagt fram til kynningar
Byggingarnefnd (22) 18.2.2020.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:35 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica