Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 23

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
29.04.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Gunnar Egilsson, D-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Bæjarfulltrúar D-lista gera athugasemd við að enn skuli vera haldnir bæjarstjórnarfundir í gegnum fjarfundabúnað. Þörfin til slíks er ekki sú sama nú og þegar heimild til þess var veitt fyrir nokkrum vikum. Smit í samfélaginu eru orðin hverfandi og vel hægt að halda fund á hefðbundnum fundarstað þar sem gætt er að 2ja metra fjarlægðarmörkum. Þrífa má sérstaklega eftir fund til að starfsmenn geti nýtt aðstöðuna til hefðbundinna fundarhalda og sem kaffistofu.

Forseti bæjarstjórnar tók til máls.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2001247 - Starmói 17 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Tillaga frá 41. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 25. mars sl. liður 3. Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi að Starmóa 17 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemd borist.

Lagt til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.

Gunnar Egilsson, D-lista og Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
2. 2003113 - Byggingarleyfisumsókn - Eyrarbraut 49
Tillaga frá 41. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 25. mars, liður 4. Umsókn um byggingarleyfi til stækkunar á svölum að Eyrarbraut 49 ( Veiðisafnið) Stokkseyri.

Lagt til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.

Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
3. 2001270 - Vallartröð 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Tillaga frá 42. fundu skipulags- og byggingarnefndar frá 8. apríl sl., liður 3. Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi að Vallartröð 7 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.

Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin sé samþykkt.

Gunnar Egilsson, D-lista og Ari Björn Thorarensen, D-lista tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
4. 1911539 - Byggingarleyfisumsókn - Norðurgata 29
Tillaga frá 42. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 8. apríl sl., liður 4. Umsókn um byggingarleyfi að Norðurgötu 29 Tjarnarbyggð, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.

Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin sé samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
5. 2004002 - Tillaga að breytingu á lóð vegna færslu lagna.
Tillaga frá 42. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 8. apríl sl., liður 6. Tillaga að breytingu á lóð í Bjarkarlandi vegna færslu lagna.

Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin sé samþykkt.

Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum
6. 1704004 - Deiliskipulagstillaga - Grænuvellir og nágrenni.
Tillaga frá 42. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 8. apríl sl., liður 15. Deiliskipulagstillaga - Grænuvellir og nágrenni. Skipulagsfulltrúa falið að svara innkomnum athugasemdum.

Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.

Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
7. 1809179 - Byggingarleyfisumsókn - Gagnheiði 15
Tillaga frá 43. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 22. apríl sl., liður 1. Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Gagnheiði 15 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.

Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum
8. 2003104 - Deiliskipulagsbreyting fjölbýlishús - Austurbyggð
Tillaga frá 43. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 22. apríl sl., liður 4.
Deiliskipulagsbreyting fjölbýlishús - Austurbyggð. Óskað eftir að tillaga að deiliskipulagi verði auglýst.

Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst.

Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
9. 2001059 - Deiliskipulagsbreyting - Eyravegur 34-36
Tillaga frá 43. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 22. apríl sl., liður 5. Deiliskipulagsbreyting - Eyravegur 34-36. Óskað eftir að tillaga að deiliskipulagi verði auglýst. Umsögn Vegagerðarinnar lögð fram til kynningar.

Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
10. 2001302 - Reglur um fjárhagsaðstoð
Tillaga frá 68. fundi bæjarráðs frá 27. mars sl., liður 8. fundargerð 13. fundar félagsmálanefndar frá 23. mars, liður 8.3 málsnr. 2001302 - Reglur um fjárhagsaðstoð.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð verði samþykktar.

Gunnar Egilsson, D-lista tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
11. 2003223 - Covid-19 - Leiðbeiningar um aðgerðir fyrir heimilin
Tillaga frá 69. fundi bæjarráðs frá 2. apríl sl., liður 1. Aðgerðaráætlun Sveitarfélagsins Árborgar til að koma til móts við þarfir íbúa og fyrirtækja vegna Covid-19.
Bæjarráð samþykkir aðgerðir Sveitarfélagsins Árborgar sem tilgreindar eru í meðfylgjandi skjali.

Lagt er til við bæjarstjórn að viðauki verði samþykktur vegna aðgerðanna.

Umfang aðgerðanna er enn of óljóst til að hægt sé að ljúka gerð viðauka. Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins.

Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
12. 2004199 - Upplýsingatæknistefna Sveitarfélagsins Árborgar
Verkefnastjóri stafrænnar þróunar, bæjarritari og bæjarstjóri hafa að undanförnu greint verkefni og áherslur í upplýsingatækni og stafrænum lausnum. Niðurstaðan er tillaga að upplýsingatæknistefnu.

Lagt er til að upplýsingartæknistefna Sveitarf. Árborgar verði samþykkt.

Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
13. 1808140 - Fjárhagsáætlun 2019
Afgr. frá 64. fundi bæjarráðs þar sem lagt var fram bréf frá EFS, dags. 10. febrúar, um almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur. Fjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta útbúa svör við erindinu og leggja fyrir bæjarstjórn.

Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri tók til máls og lagði fram svör við erindi EFS.
Gunnar Egilsson, D-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista og Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista tóku til máls.

Forseti lagði til að málinu yrði vísað til afgreiðslu bæjarráðs. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
14. 2004217 - Sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri 2020
Minnisblað frá mannauðsstjóra um sumarstöf fyrir námsmenn 18 ára og eldir árið 2020.

Forseti leggur til að bæjarstjórn samþykki að leggja fram allt að 30 m.kr. mótframlag í verkefnið og má þá reikna að mótframlag Vinnumálastofnunar geti orðið allt að 50 m.kr ef 85 störf skapist á vegum sveitarfélagsins. Viðauki verði lagður fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Kjartan Björnsson, D-lista og Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
15. 2004211 - Ársreikningur 2019
Fyrri umræða.
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri tók til máls og fór yfir helstu niðurstöður ársreiknings 2019.

Til máls tóku: Ari Björn Thorarensen, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista.

Samþykkt samhljóða að vísa umræðu um ársreikning 2019 til seinni umræðu í bæjarstjórn 20. maí nk.
Fundargerðir
16. 2003004F - Bæjarráð - 66
66. fundur haldinn 5. mars.
Gunnar Egilsson, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tóku til máls undir lið nr. 9 Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista-kostnaðartölur vegna kennslustofa og frágang þeirra við leikskólann Álfheima.
17. 2003001F - Umhverfisnefnd - 9
9. fundur haldinn 4. mars.
Ari B. Thorarensen, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tóku til máls.
18. 2003003F - Skipulags og byggingarnefnd - 40
40. fundur haldinn 11. mars.
19. 2003005F - Eigna- og veitunefnd - 20
20. fundur haldinn 11. mars.
20. 2003007F - Bæjarráð - 67
67. fundur haldinn 19. mars.
21. 2003006F - Frístunda- og menningarnefnd - 6
6. fundur haldinn 16. mars.
22. 2003010F - Fræðslunefnd - 20
20. fundur haldinn 17. mars.
23. 2003013F - Félagsmálanefnd - 13
13. fundur haldinn 23. mars.
24. 2003015F - Bæjarráð - 68
68. fundur haldinn 26. mars.
25. 2003011F - Skipulags og byggingarnefnd - 41
41. fundur haldinn 25. mars.
26. 2003016F - Eigna- og veitunefnd - 21
21. fundur haldinn 25. mars.
Ari B. Thorarensen, D-lista tók til máls undir lið nr. 4, Snjómokstur 2019-2020.
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista tóku til máls undir lið nr. 1, Aðstöðusköpun í Pakkhúsinu.
27. 2003014F - Frístunda- og menningarnefnd - 7
7. fundur haldinn 30. mars.
28. 2003022F - Bæjarráð - 69
69. fundur haldinn 2. apríl.
Gunnar Egilsson, D-lista tók til máls undir lið nr. 2, Tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista - Fjárfestingaráætlun vegna Covid-19.
29. 2003021F - Skipulags og byggingarnefnd - 42
42. fundur haldinn 8. apríl.
30. 2004003F - Bæjarráð - 70
70. fundur haldinn 16. apríl.
31. 2004002F - Eigna- og veitunefnd - 22
22. fundur haldinn 8. apríl.

32. 2004004F - Umhverfisnefnd - 10
10. fundur haldinn 15. apríl.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tók til máls undir lið nr. 3, hreinsunarátak 2020, lið nr. 1, Umhverfisstefna og lið nr. 4, Vinnuskólinn.
Kjartan Björnsson, D-lista tók til máls undir lið nr. 3, Hreinsunarátak 2020.
Gunnar Egilsson, D-lista tók til máls undir lið nr. 1, Umhverfisstefna og lið nr. 3, Hreinsunarátak.
Ari B. Thorarensen, D-lista tók til máls undir lið nr. 3, Hreinsunarátak.
Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tóku til máls undir lið nr. 3, Hreinsunarátak.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista tók til máls undir lið nr. 1, Umhverfisstefna.
33. 2004007F - Bæjarráð - 71
71. fundur haldinn 22. apríl.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:19 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica