Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 55

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
28.11.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Kjartan Björnsson varamaður, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1911006 - Útboð á akstri fyrir Sveitarfélagið Árborg
Niðurstöður vinnu vegna fyrirhugaðs útboðs á akstri í sveitarfélaginu kynntar. Óskað er eftir samþykki bæjarráðs til þess að klára vinnuna við útboðið á grundvelli þeirra forsendna sem kynntar eru.
Bæjarráð samþykkir að fullunnin verði útboðsgögn á grundvelli framlagðra gagna, m.a. minnisblaðs VSÓ dags. 27. nóvember. Helstu atriði akstursúboðsins hafa nú verið kynnt fyrir frístunda- og menningarnefnd, félagsmálanefnd, fræðslunefnd og skólastjórum grunnskólanna. Tekið hefur verið tillit til athugasemda sem fram hafa komið á þessum fundum.
Kostnaðaráætlun verði lögð fyrir bæjarráð þegar útboðsgögn eru tilbúin.
2. 1911553 - Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029
Lagt fram til kynningar.
landsnet.pdf
3. 1909256 - Kauptilboð í Eyði Mörk 2
Bæjarráð samþykkir að gera tilboð um kaup á landspildu úr landi Geirakots í samræmi við fyrirliggjandi drög.

Kjartan Björnsson D-lista lagði fram eftirfarandi bókun
Fulltrúi D lista fagnar því að loksins sé gengið til samninga um löngu tímabær kaup á landi úr Geirakoti í Sandvíkurhreppi.
Fundargerðir
4. 1911008F - Skipulags og byggingarnefnd - 33
33. fundur haldinn 20. nóvember 2019.
4.13. 1807111 - Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II að Eyrargötu 37a Eyrarbakka, erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemdir borist.
Umsagnaraðili: Sýslumaðurinn á Suðurlandi.
Lagt er til að rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II verði hafnað á grundvelli niðurstöðu grenndarkynningar.

Niðurstaða þessa fundar
Með hliðsjón af niðurstöðu skipulags- og byggingarnefndar telur bæjarráð að ekki eigi að veita umbeðið rekstrarleyfi.


5. 1911008F - Skipulags og byggingarnefnd - 33
5.16. 1705111 - Deiliskipulagstillaga að Austurvegi 52-60a Selfossi.
Anne B Hansen og Vigfús Þór Hróbjartsson gerðu grein fyrir stöðu skipulagsvinnunnar. Lagt er til við bæjarstjórn að framlögð deiliskipulagstillaga verði auglýst.

Niðurstaða þessa fundar
Í samræmi við 33. grein bæjarmálasamþykktar samþykkir bæjarráð að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
Fundargerðir til kynningar
6. 1901031 - Bygging leikskóla við Engjaland 21
12. fundur haldinn 12. nóvember 2019.
Lagt fram til kynningar.
12. fundur v. leiksk. v. Engjal.12.11.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica