Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 76

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
28.05.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Helga María Pálsdóttir bæjarritari,
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2005181 - Covid-19 Fjármál sveitarfélaga
Erindi frá EFS, dags. 14. maí, þar sem fram koma upplýsingar um fjármál sveitarfélag í kjölfar COVID-19.
Lagt fram til kynningar.
EFS bréf til sveitarstjórna maí 2020.pdf
2. 2005206 - Upplýsingar um fjárhagsstöðu sveitarfélaga vegna Covid-19
Erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 25. maí, þar sem tilkynnt er að send verði beiðni til sveitarfélaga um skil á upplýsingum um fjármál vegna Covid-19.
Lagt fram til kynningar.
Til sveitarstjórna landsins.pdf
3. 2005057 - Ósk um stuðning vegna áætlaðs tekjutaps í ljósi Covid19
Erindi frá stjórn Selfoss-Körfu, dags. 7. maí, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið veiti félaginu sérstakan fjárhagsstuðning til að mæta því tjóni sem fyrirsjáanlegt er og um leið að aðstoða það við að verja grunnstarfsemi sína.
Eins og staðan er í dag liggur ekki fyrir hvort eða með hvaða hætti stuðningur sveitarfélagsins verður við íþróttahreyfinguna vegna Covid ástandsins. Málið verður unnið áfram í samráði við íþróttaheyfinguna.
Til bæjarráðs Árborgar - áætlað tekjutap Selfoss körfu vegna Covid 19.pdf
4. 2005064 - Efling kvennaíþrótta - ósk um stuðning
Erindi frá Selfoss-Körfu, dags. 7. maí þar sem óskað er eftir við bæjarráð að það styðji félagið í þessari viðleitni til að efla kvennaíþróttir í sveitarfélaginu með því að leggja því til þetta grunnframlag sem sérstaka viðbót við styrktar- og samstarfssamning Sveitarfélagsins Árborgar og félagsins. Í ljósi reynslunnar yrði að ári metið hvort tilefni væri til að bæta þessum þætti með formlegum hætti við gildandi samstarfssamning.

Bæjarráð vísar málinu til frístunda- og menningarnefndar til umfjöllunar.
Ósk um fjárstuðning til bæjarráðs Árborgar - Efling kvennaíþrótta.pdf
5. 2005158 - Sundlaugar Árborgar - frítt í sund fyrir 17 ára og yngri út árið 2020
Erindi frá deildarstjóra frístunda- og menningardeildar, dags. 15. maí, þar sem lagt er til að bjóða öllum börnum 17 ára og yngri frítt í sundlaugar sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að veita öllum börnum 17 ára yngri frítt í sundlaugar sveitarfélagsins frá 1. júní til 30. september 2020.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista vék af fundi fyrir afgreiðslu næsta liðar.
6. 2005039 - Beiðni um afnot af lóð nr. 15 við Háheiði
Beiðni frá Aflvélum, dags. 5. maí, þar sem óskað er eftir afnotum af lóð nr. 15 að Háheiði Selfossi. Áður til umfjöllunar á 74. fundi.

Bæjarstjóri leggur til að Aflvélum verði veitt vilyrði fyrir lóðinni Háheiði 15.

Bæjarráð samþykkir tímabundinn afnotarétt til Anpró ehf., kt. 480104-4040 til tveggja ára og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi þess efnis.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista kom aftur inn á fundinn.
Umsókn um afnot af lóð að Háheiði 15.pdf
7. 2002084 - Tilnefning eða framboð í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga
Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf verður haldinn föstudaginn 12. júní kl. 15:00 á Grand Hótel Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.
fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf..pdf
8. 1603040 - Bygging hjúkrunarheimilis í Árborg
Framvinduskýrsla um byggingu hjúkrunarheimilis í Árborg. Apríl.
Lagt fram til kynningar.
HHA-Framvinduskyrsla_APRIL-2020.pdf
Fundargerðir
9. 2005005F - Skipulags og byggingarnefnd - 45
45. fundur haldinn 20. maí.
9.5. 2005147 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Ærslabelgi í Árborg.
Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg.
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að framkvæmdaleyfi fyrir ærslabelgi á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri verði veitt.
10. 2005008F - Fræðslunefnd - 22
22. fundur haldinn 20. maí.
11. 2005011F - Félagsmálanefnd - 15
15. fundur haldinn 25. maí.
11.6. 2002040 - Stuðningur við Styrktarfélag Klúbbsins Stróks
Minnisblað lagt fram.

- Lagt er til að eignadeild vinni að viðhaldi á húsnæðinu út frá erindi Stróks og bent er möglega aðkomu ungmenna að verkefninu í sumar, svo sem við smíði á sólpalli.

- Lagt er til að styrkur Árborgar í formi beinna fjármuna, umfram núverandi húsnæðisstyrk, verði aukin á árinu 2021. Viðbótarframlag á bilinu 3-6 milljónir myndi gera mikið gagnvart fjölgun notenda og styrkingu á hinu faglega starfi.

- Í tengslum við aukið samstarf verði gerður samstarfssamningur til grundvallar auknum fjármunum þar sem Strókur getur þjónustað viðkvæma hópa, svo sem fólk af erlendum uppruna.
Þetta er eitt af því sem sveitarfélagið getur gert til þess að vinna gegn afleiðingum COVID-19 fyrir íbúa sveitarfélagsins.

Félagsmálanefnd líst vel á þessa tillögu og vísar hennar til skoðunar og frekari afgreiðslu í bæjarráði.


Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til úrvinnslu í fjárhagsáætlunargerð árið 2021.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:47 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica