Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 92

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
29.10.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2009512 - Endurskoðun erindisbréf ungmennaráðs Árborgar 2020
Á 90. fundi bæjarráðs þann 15. október sl., var tekið til umræðu endurskoðað erindisbréf UNGSÁ eftir að hafa verið vísað til nefndarinnar af 87. fundi bæjarráðs.

Bæjarráð frestaði því að taka afstöðu til erindisbréfs ungamennaráðs og óskaði eftir fundi með fulltrúum frístunda- og menningarnefndar um málið.

Bæjarráð þakkar fulltrúum UNGSÁ og FMÁ fyrir gagnlegar umræður um málið.
Í ljósi umræðna á fundinum óskar bæjarráð eftir umsögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um álit umboðsmanns barna um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga.
 
Gestir
Elín Karlsdóttir - 16:00
Kristín Ósk Guðmundsdóttir - 16:00
Guðbjörg Jónsdóttir - 16:00
Bragi Bjarnason - 16:00
2. 1801139 - Eftirlit á móttökustað fyrir úrgang í landi Lækjamóta
Erindi frá Umhverfisstofnun, dags. 22. október, með fyrirmælum um fráganga og vöktun í landi Lækjarmóta ásamt lokunaráætlun.
Atli Marel Vokes sviðsstjóri og Sigurður Sigurjónsson lögmaður komu inn á fundinn og kynntu málið. Erindið lagt fram til kynningar.
 
Gestir
Atli Marel Vokes - 16:40
Sigurður Sigurjónsson - 16:40
3. 2010275 - Umsögn - frumvarp til laga um fjarskipti, 209. mál
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 22. október, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um fjarskipti. Mál 209.
Lagt fram til kynningar.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis mál 209.pdf
4. 2010276 - Umsögn - frumvarp til laga um almannatryggingar, (skerðing á lífeyri vegna búsetu) 28. mál
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 22. október, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), mál 28.
Lagt fram til kynningar.
Velferðarnefnd Alþingis mál 28.pdf
5. 2010285 - Umsögn - frumvarp til laga um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 23. október, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, 206. mál.
Lagt fram til kynningar.
Velferðarnefnd Alþingis mál 206.pdf
6. 2010273 - Beiðni um samstarf um kaup og uppsetningu á styttu af Agli Thorarensen
Erindi frá Styttubandalaginu þar sem óskað er eftir samstarfi við Sveitarfélagið Árborg um kaup og uppsetningu á styttu af Agli Thorarensen. Einnig er óskað eftir að sveitarfélagið skipi 1-3 aðila í framkvæmdahóp.
Bæjarráð fagnar framtakinu og lýsir sveitarfélagið reiðubúið til samstarfs en telur ekki rétt að skipa fulltrúa í framkvæmdahóp.
Erindi til bæjarráðs frá Styttubandalaginu - Egill Thorarensen (1).pdf
7. 2010016 - Rekstrarleyfisumsögn - Skalli
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 2. október, þar sem óskað var eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu veitinga í flokki II veitingarhús, að Austurvegi 46. Umsækjandi: TBI ehf.

Byggingarfulltrúi gerði ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis á 54. fundi.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins.
8. 2010267 - Styrkbeiðni fyrir árið 2021
Beiðni frá Samtökum 78 - félags hinsegin fólks á Íslandi, dags. 22. október, þar sem óskar er styrk kr. 500.000, - til að styrkja þjónustuþætti Samtakann ´78 fyrir árið 2021.
Bæjarráð samþykkir að Svf. Árborg styrki Samtökin 78 um kr. 50.000,-
Arborg_S78.pdf
9. 2010253 - Umsókn um lóð í Víkurheiði
Erindi frá Gröfuþjónustu Steins ehf, dags. 21. október, þar sem óskað var eftir iðnaðarlóð á nýlega skipulögðu svæði við Vikurheiði Selfossi.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsfulltrúa til úrvinnslu.
Fundargerð
10. 2010014F - Skipulags og byggingarnefnd - 54
10.15. 2010225 - Framkvæmdaleyfisumsókn fyrir jaðrvegsskiptum - Miðbær
Sigurður Einarsson, arkitekt, sótti f.h. lóðarhafa um framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegskiptum á lóðum við Eyraveg, Kirkjuveg og Miðstræti vegna gatnagerðar við Miðstræti og bílastæða á baklóðum skv. skipulagi.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt. Nefndin fer fram á að við jarðvinnu fari fram botnúttekt og þjöppuprófanir á svæði C3 í umsóknargögnum í samráði við byggingarfulltrúa. Nefndin fer einnig fram á verkáætlun framkvæmdarinnar.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir jarðvegsskiptum á lóðum við Eyraveg, Kirkjuveg og Miðstræti vegna gatnagerðar við Miðstræti og bílastæða á baklóðum skv. skipulagi.
Fundargerðir til kynningar
11. 2002034 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020
889. fundur haldinn 16. október.
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 889.pdf
12. 2005088 - Fundargerðir BÁ 2020
10. fundur haldinn 25. september.
11. fundur haldinn 29. september.
12. fundur haldinn 8. október.

Lagt fram til kynningar.
11stjórn 29.9.20.pdf
12stjórn 8.10.20.pdf
10stjórn 25.9.20.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica