Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 72

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
30.04.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Bæjarráð tók með afbrigðum á dagskrá tillögu að svari við fyrirspurn Eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2004205 - Umsögn - frumvarp til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025, 643. mál
Beiðni frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 23. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025, 643. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar hjá Fjölskyldusviði.
2004205 - nefndarsvið alþingis.pdf
2. 2004184 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2020
Rekstraryfirlit - 2ja mánaða uppgjör.
Fjármálastjóri mætti til fundarins og kynnti 2ja mánaða uppgjör.
 
Gestir
Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri - 00:00
3. 2003070 - Rekstrarleyfisumsögn - BSG apartments Engjavegi 75
Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 3. mars þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II minna gistiheimili að Engjavegi 75. Umsækjandi BSG ehf.

Skipulags- og byggingarnefnd gaf jákvæða umsögn á 43. fundi sínum.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfið verði veitt.
Rekstarleyfi Engjavegur 75.pdf
4. 2004212 - Göngu- og hjólaleið meðfram Ölfusá og Soginu að brúnni yfir Sogið við Þrastarlund
Erindi frá stjórn Alviðrustofnunar, dags. 22. apríl, um að gerð verði göngu- og hjólaleið meðfram Ölfusá og Soginu að brúnni yfir Sogið við Þrastalund. Hvetur stjórn Alviðrustofnunar sveitarfélögin Árborg og Ölfus til að taka þessa hugmynd til skoðunar og umræðu og leita leiða til að koma þeim inn á það aðalskipulag sem gildir fyrir svæðið.
Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar við yfirstandandi vinnslu aðalskipulags.
Bref til Árborgar og Ölfus um göngu- og hljólaleið april 2020.pdf
5. 2004230 - Átaksverkefni á sviði hönnunar og arkitektúrs vegna Covid-19
Erindi frá Hönnunarsjóði Íslands, dags. 25. apríl, þar sem fram kemur að opnað hefur verið fyrir úthlutun á 50 milljónum til átaksverkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs, samkvæmt þingsályktun um tímabundið fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs vegna Covid-19.
Lagt fram til kynningar.
FW: Hönnunarsjóður I Opnað fyrir úthlutun 50 milljóna til átaksverkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs.pdf
6. 2004234 - Beiðni um niðurfelling á sorphirðugjaldi
Erindi dag. 27. apríl þar sem óskað er eftir niðurfellingu á sorphirðugjaldi.
Bæjarráð hafnar erindinu.
7. 2004145 - Beiðni - fyrirgreiðsla til lóðaframkvæmda við íbúa Austurvegar 39-41
Erindi frá Húsfélaginu að Austurvegi 39,41a og 41b, dags. 7. apríl, þar sem óskað er eftir fyrirgreiðslu vegna lóðarframkvæmda.
Bæjarráð kannast ekki við umrædda fyrirgreiðslu. Bæjarstjóra er falið að afla frekari upplýsinga hjá bréfritara.
Erindi frá íbúum að Austurvegi 39-41.pdf
8. 2004256 - Beiðni um leigu á húsnæði við Gagnheiði 19 á Selfossi
Beiðni frá Mannvirkja- og umhverfissviði Árborgar, dags. 28. apríl, þar sem óskað er eftir að fá á leigu húsnæði við Gagnheiði 19 á Selfossi.
Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um kostnað við að taka húsið í notkun fyrir Mannvirkja- og umhverfissvið fyrir næsta fund bæjarráðs.
Einnig óskar bæjarráð eftir minnisblaði um ástand hússins.
Beiðni um leigu á húsnæði við Gagnheiði 19.pdf
9. 2004255 - Ósk um samtal við sveitarfélagið vegna áætlað tekjutaps deilda Umf. Selfoss
Erindi frá Umf. Selfoss, dags. 20. apríl, þar sem óskað er eftir samstarfi vegna tekjufalls deilda Umf. Selfoss vegna Covid-19.
Bæjarstjóra falið að koma á fundi með forsvarsmönnum UMF Selfoss.
Erindi til bæjarstjórnar Sv. Árborgar - Tekjutap deilda Umf. Selfoss.pdf
10. 2001134 - Rekstur tjaldsvæðisins á Stokkseyri
Minnisblað frá deildarstjóra frístunda- og menningardeildar og atvinnu- og viðburðafulltrúa, dags. 22. apríl, um rekstur tjaldsvæðisins á Stokkseyri.
Bæjarráð samþykkir tillögu frístunda- og menningardeildar.
11. 1603040 - Bygging hjúkrunarheimilis í Árborg
Framvinduskýrslur um byggingu hjúkrunarheimilis í Árborg.
Desember, janúar, ferbrúar og mars.

Lagt fram til kynningar.
HHA-Framvinduskyrsla_DES-2019.pdf
HHA-Framvinduskyrsla_JAN-2020.pdf
HHA-Framvinduskyrsla_FEB-2020.pdf
HHA-Framvinduskyrsla_MARS-2020.pdf
17. 1808140 - Fjárhagsáætlun 2019
Svar til Eftirlitsnefndar sveitarfélaga.
Forseti bæjarstjórnar lagði til, á fundi bæjarstjórnar þann 29. apríl, að málinu yrði vísað til afgreiðslu bæjarráðs. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Bæjarráð felur fjármálastjóra að svara Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga með því yfirliti sem lagt hefur verið fyrir bæjarstjórn og bæjarráð.
Fundargerðir
12. 2004005F - Skipulags og byggingarnefnd - 43
43. fundur haldinn 22. apríl.

13. 2004006F - Fræðslunefnd - 21
21. fundur haldinn 22. apríl.

14. 2004008F - Eigna- og veitunefnd - 23
23. fundur haldinn 22. apríl.
Fundargerðir til kynningar
15. 2001344 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2020
292. fundur haldinn 22. apríl.
Lagt fram til kynningar.
292. stjf. SOS 22.04.20.pdf
16. 2002034 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020
880. fundur haldinn 27. mars.
881. fundur haldinn 24. apríl.

Lagt fram til kynningar
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 880.pdf
881. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica