Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 51

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
31.10.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1910155 - Umsögn - tillaga um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 15. október, þar sem óskað er eftir umsögn um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019?2023, mál 148.
Lagt fram til kynningar.
2. 1910197 - Umsögn - frumvarp til laga um barnaverndarlög refsing við tálmun eða takmörkun á umgengni
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 18. október þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um barnaverdarlög ( refsing við tálmun eða takmörkun á umgengni) mál 123.
Lagt fram til kynningar.
3. 1910262 - Umsögn - frumvarp til laga um jarðalög (forkaupsréttur sveitarfélaga), 29. mál
Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 22. október, þar sem óskað er eftir umsögn umfrumvarp til laga um jarðalög (forkaupsréttur sveitarfélaga) mál 29.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn athugasemd.
4. 1910263 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr138/2011, 49.mál
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 22. október, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 (íbúakosningar um einstök mál) mál 49.
Lagt fram til kynningar.
5. 1910293 - Umsögn - frumvarp til laga um grunnskóla ritfangakostnaður
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 25. október, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður) mál 230.
Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.
6. 1901146 - Þing um málefni barna nóvember 2019
Boð frá umboðsmanni barna, dags. 18. október, á barnaþing sem haldið verður 21. og 22. nóvember nk. í Norðurljósasal Hörpu.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að tilnefnda fulltrúa fyrir Sveitarfélagið Árborg á barnaþing.
Boðsbréf barnaþing Sveitarfélög.pdf
7. 1603040 - Bygging hjúkrunarheimilis í Árborg
Erindi frá FSR, dags. 23. október, þar sem lagt er til að sveitarfélagið samþykki mat FSR að ganga til samninga við Eykt efh um byggingu hjúkrunarheimilis í Sveitarfélaginu Árborg.
Bæjarráð fagnar því að loks skuli komið að framkvæmdum um byggingu hjúkrunarheimilis á Selfossi og samþykkir að gengið verði til samninga við Eykt.
8. 1910287 - Sjóðurinn góði - oft er þörf en nú er nauðsyn
Styrkbeiðni frá Sjóðnum góða, dagsett í september, um framlag til sjóðsins.
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 250.000,- að þessu sinni.
Sjóðurinn góði - oft er þörf en nú er nauðsyn.pdf
9. 1910270 - Tækifærisleyfi - árshátíð starfsmanna Árborgar 2019
Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 25. október, þar sem óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi/tímabundið áfengisleyfi vegna árshátíðar Sveitarfélagsins Árborgar í Vallaskóla.
Bæjarráð samþykkir að tækifærisleyfi verði veitt.
Umsókn um tækifærisleyfi árshátíð Sveitarfélagsins Árborgar 2019.pdf
10. 1910248 - Styrkbeiðni - Stígamót 2019
Erindi frá Stígamótum, dags. 10. október 2019, þar sem óskað er eftir samstarfi um reksturinn fyrir árið 2020.
Bæjarráð vísar erindinu í félagsmálanefnd.
Um fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2020.pdf
11. 1710107 - Samstarfssamningur við Markaðsstofu Suðurlands 2018-2020
Beiðni frá Markaðsstofu Suðurlands, dags. 9. október, þar sem óskað er eftir að samningurinn verði endurnýjaður óbreyttur, sem svarar 430 krónum á hvern íbúa til eins árs.
Bæjarráð samþykkir erindið.
Beiðni um framlengingu til ársins 2020 á samstarfssamningi við Markaðsstofu Suðurlands.pdf
12. 1910172 - Beiðni - aukning kennslukvóta frá hausti 2020
Erindi frá Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 14. október, þar sem óskað er um 15-20 tíma aukningu á kennslukvóta í Sveitarfélaginu Árborg frá hausti 2020.
Bæjarráð vísar erindinu til yfirstandandi fjárhagsáætlunargerðar.
Svfél. Árborg v. viðbótarkvóta 2020-21.pdf
13. 1811206 - Umsögn - verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
Erindi frá samráðsgátt, dags. 11. október, þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið, kynnir til samráðs mál nr. 253/2019 - Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Umsagnarfrestur er til og með 31.10.2019.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðir
16. 1910012F - Eigna- og veitunefnd - 11
11. fundur haldinn 21. október.
Lagt fram til kynningar.
17. 1910009F - Skipulags og byggingarnefnd - 31
31. fundur haldinn 23. október.
17.3. 1901262 - Tillag að óverulegri breytingu á deiliskipulagi íþróttavallarins við Engjaveg, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.
Lagt er til við Bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
17.6. 1906013 - Tillaga að breytingu deiliskipulags í Austurbyggð.
Lögð var fram breytt deiliskipulagstillaga frá auglýstri tillögu þar sem búið er að taka tillit til og bregðast við athugasemdum umsagnaraðila. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
Fundargerðir til kynningar
14. 1901031 - Bygging leikskóla við Engjaland 21
10. fundur haldinn 15. október.
Lagt fram til kynningar.
10. fundur v. leiksk. v. Engjal. 15.10.pdf
15. 1903124 - Fundargerðir Bergrisans bs. 2019
9. fundur haldinn 7. október.
10. fundur haldinn 22. október.

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð 10. fundar stjórnar Bergrisans 22. október 2019.pdf
Fundargerð 9. fundar stjórnar Bergrisans 7. október 2019.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica