Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 89

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
01.10.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2009832 - Fundarboð - aðalfundur 2020
Boð á aðalfund Veiðifélags Árnesinga sem haldinn verður 8. október nk. í Félagslundi.
Bæjarráð samþykkir að Gunnar Egilsson sæki fundinn fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar og fari með atkvæði þess.
Aðalfundarboð Veiðfélags Árnesinga.pdf
2. 2007191 - Nýtt húsnæði dagdvalar í Vinaminni
Samningur milli Sveitarfélagsins Árborgar og Hollvinafélagsins Vallholti 19 um nýtt húsnæði fyrir dagdvölina í Vinaminni.Samningurinn gerir ráð fyrir afhendingu húsnæðis 1. febrúar 2021 og kallar ekki á útgjöld á árinu 2020. Lagt er til að samningnum verði vísað til samþykktar í bæjarstjórn.
Félagar í Oddfellow hafa lýst vilja sínum til að styðja við starfsemi Vinaminnis með félagslegri aðkomu. Í fylgiskjali er þessum hugmyndum lýst nánar.

Bæjarráð vísar endanlegum samningi til samþykktar í bæjarstjórn.
3. 2009672 - Hlutverk og tilgangur ungmennaráða sveitarfélaga
Svar frá Ungmennaráði Árborgar vegna afgr. bæjarráðs á erindi frá Umboðsmanni barna á 87. fundi bæjarráðs.

Á 87. fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi frá Umboðsmanni barna, dags. 26. ágúst sl., þar sem mælst var til að sveitarfélög litu til markmiðs æskulýðslaga um hlutverk og tilgang ungmennaráða og tryggðu að í ungmennaráðum ættu eingöngu sæti fulltrúar ungmenna í sveitarfélaginu undir 18 ára aldri þannig að tryggt sé að sjónarmið barna fengi vægi í töku ákvarðana og mótun stefnu í málefnum sem vörðuðu þau.
Bæjarráð vísaði erindinu til úrvinnslu hjá menningar- og frístundafulltrúa og óskaði jafnframt eftir að markmiðum æskulýðslaga yrði fylgt eftir.

Bæjarráði þykir miður að ungmennaráð hafi misskilið umfjöllun í fundargerð 87. fundar bæjarráðs. Eins og fram kemur í fundargerðinni óskaði bæjarráð eftir úrvinnslu menningar- og frístundafulltrúa áður en nokkur ákvörðun yrði tekin og að markmiðum æskulýðslaga yrði fylgt eftir við þá úrvinnslu. Þeirri vinnu er enn ekki lokið.
Erindisbréf UNGSÁ um bréf umboðmans barna.pdf
Bréf til sveitarfélaga um ungmennaráð.pdf
4. 2009881 - Ný upplýsingatæknideild (UT)
Minnisblað bæjarstjóra um skipulagsbreytingar á stjórnsýslusviði.
Lagt fram til kynningar
Fundargerðir
5. 2009012F - Eigna- og veitunefnd - 31
31. fundur haldinn 23. september.
31. fundur haldinn 23. september.
5.5. 2008070 - Borun á ÓS-5
Nefndin samþykkir framlagt tilboð frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða í borun á nýrri vinnsluholu við Ósabotna.
Nefndin felur veitustjóra að ganga til samninga og óska eftir viðauka um tilfærslur innan fjárfestingaáætlunar 2020.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki vegna tilfærslna á fjárfestingarfé upp á kr. 60.000.000,- þegar hann liggur fyrir.
6. 2009008F - Skipulags og byggingarnefnd - 52
52. fundur haldinn 23. september.
6.4. 2009678 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir leikvöll við Hólatjörn Selfossi:
Umsækjani: Sveitarfélagið Árborg
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framvkæmdaleyfið verði veitt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir leikvelli við Hólatjörn.
6.12. 2009705 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð og veitur að Víkurheiði Selfossi.
Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg
Um er að ræða 120 m kafla götunnar Víkurheiði B, götur og lagnir. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð að Víkurheiði B.
6.14. 1901274 - Tillaga að deiliskipulagi Hjalladælar á Eyrarbakka.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að lýsing deiliskipulagstillögunnar verði auglýst.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að lýsing deiliskipulagstillögu vegna Hjalladælar verði auglýst.
6.19. 2001386 - Þétting byggðar á Selfossi áfangi 2.
Um er að ræða lýsingu á fyrirhuguðum aðalskipulagsbreytingum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði auglýst.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að skipulags- og matslýsingin vegna þéttingu byggðar, áfanga 2, verði auglýst.
Fundargerðir til kynningar
7. 2009841 - Fundargerðir Fasteignafélags Árborgar slf
Aðalfundur haldinn 25. maí.
Lagt fram til kynningar
Aðalfundargerð Fasteignafélags Árborgar slf 2020.pdf
8. 2009838 - Fundargerðir Leigubústaða Árborgar ehf 2020
Aðalfundur haldinn 25. maí.
Lagt fram til kynningar
Aðalfundargerð LÁ ehf 2020.pdf
9. 2009840 - Fundargerðir Sandvíkurseturs ehf 2020
Aðalfundur haldinn 25. maí.
Lagt fram til kynningar
Aðalfundargerð Sandvíkurseturs ehf 2020.pdf
10. 2009839 - Fundargerðir Verktækni ehf 2020
Aðalfundur haldinn 25. maí.
Lagt fram til kynningar
Aðalfundargerð Verktækni ehf 2020.pdf
11. 2009084 - Fundargerðir Leigubústaða Árborgar ses 2020
Aðalfundur haldinn 3. september.
Lagt fram til kynningar
Undirrituð fundargerð LÁ 3. september 2020.pdf
12. 2009849 - Fundargerðir stjórnar Listasafns Árnesing 2020
Fundur haldinn 24. apríl.
Fundur haldinn 24. september.

Fundargerð stjórnar Listasafns Árnesinga.pdf
Fundargerð LÁ frá 24. september 2020.pdf
13. 2005088 - Fundargerðir BÁ 2020
8. fundur haldinn 5. júní.
9. fundur haldinn 18. september.

Lagt fram til kynningar
8stjórn 5.6.20.pdf
9stjórn 18.9.20 (Unna Björg Ögmundsdóttir).pdf
14. 2002034 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020
887. fundur haldinn 25. september.
Bæjarráð tekur undir með ályktun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og telur brýnt að stuðningur við fráveituframkvæmdir komist sem fyrst til framkvæmda. Þess er krafist að öllum ákvörðunum um auknar kröfur um hreinsun frárennslis verði frestað enda er ljóst að slíkar breytingar muni hækka stofn- og rekstrarkostnað fráveitna, og þar með álögur á íbúa og fyrirtæki.
Bæjarráð ítrekar ennfremur að endurgreiðsla virðisaukaskatts af fráveituframkvæmdum er einföld og hnitmiðuð aðgerð til aðstoðar sveitarfélögum við að uppfylla lagalegar skyldur sínar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 887.pdf
15. 2002054 - Fundargerðir Bergrisans bs 2020
20. fundur haldinn 14. september.
Fundargerð 20. fundar stjórnar Bergrisans.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica