Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 108

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
18.03.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2103057 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7-1998 (menntun og eftirlit)
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 4. mars, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (menntun og eftirlit), 562. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr.7-1998 (menntun og eftirlit), 562. mál.pdf
2. 2103099 - Umsögn - frumvarp til laga Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekjur ríkissjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa)
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 8. mars, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekjur ríkissjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa), 273. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn - frumvarp til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekju ríkissjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa), 273. mál.pdf
3. 2103102 - Umsögn - frumvarp til laga greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.)
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 8. mars, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.), 561. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn - frumvarp til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.), 561. mál.pdf
4. 2103143 - Umsögn - frumvarp til laga um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl., nr. 35-1970, með síðari breytingum
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 9. mars, það sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl., nr. 35/1970, með síðari breytingum, 470. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn - frumvarp til laga um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl., nr. 35-1970, með síðari breytingum, 470. mál.pdf
5. 2103224 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74-1997 beiting nauðungar
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 15. mars., þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997 (beiting nauðungar), 563. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74-1997 (beiting nauðungar), 563. mál.pdf
6. 2103226 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90-2018
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 16. mars, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, 585. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90-2018, 585. mál.pdf
7. 2103228 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum, áfengisgjald, sala áfengis á framleiðslustað
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 16. mars, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna stuðnings til smærri innlendra áfengisframleiðenda og heimildar til sölu áfengis á framleiðslustað (áfengisgjald, sala áfengis á framleiðslustað), 495. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna stuðnings til smærri innlendra áfengisframleiðenda og heimildar til sölu áfengis á framleiðslustað, 495. mál.pdf
8. 2103232 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24-2000 fjölgun jöfnunarsæta
Erindi frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, dags. 16. mars, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (fjölgun jöfnunarsæta), 496. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24-2000 (fjölgun jöfnunarsæta), 496. mál.pdf
9. 2103235 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, borgarafundir og íbúakosningar um einstök mál
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 16. mars, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir, íbúakosningar um einstök mál), 491. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir, íbúakosningar um einstök mál), 491. mál.pdf
10. 2103031 - Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög
Tilkynning frá Jafnréttisstofu, dags. 2. mars, um áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög.
Sveitarfélagið Árborg hefur þegar samþykkt jafnréttisáætlun 2019-2023 á grundvelli laga nr. 10/2008 og óskar bæjarráð eftir að hún verði uppfærð m.t.t. nýrra laga.
Tilkynning til sveitarfélaga v. nýrra jafnréttisla.pdf
11. 2103136 - Styrkbeiðni - afmælisrit Krabbameinsfélags Árnessýslu
Styrkbeiðni - afmælisrit Krabbameinsfélags Árnessýslu.
Bæjarráð samþykkir styrkveitingu til Krabbameinsfélags Árnessýslu með kaupum á auglýsingu í afmælisrit félagsins allt að kr. 50.000,-
bréf til að senda Guðmunda.pdf
12. 2102410 - Hreinsistöð við Geitanes
Erindisbréf fyrir byggingarnefnd hreinsistöðvar.

Áður tekið fyrir og samþykkt á 106. fundi bæjarráðs þann 25. febrúar. Til viðbótar við þann hóp sem skipaður var á síðasta fundi bæjarráðs bætist Sigurður Ólafsson, deildarstjóri framkvæmda- og tæknideildar.

Bæjarráð samþykkir að starfshópinn skipi Tómas Ellert Tómasson, M-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista. Með hópnum starfa eftirtaldir starfsmenn Mannvirkja- og umhverfissviðs: Atli Marel Vokes, Sigurður Ólafsson og Gísli Tryggvason. Erindisbréfið verði leiðrétt til samræmis.
Erindisbréf starfshóps um uppbyggingu hreinsistöðvar.pdf
13. 2101276 - Framtíðarsvæði fyrir starfsemi Sleipnis - aðalskipulag Flóahrepps og Árborgar
Erindi frá hestamannafélaginu Sleipni, dags. 18. janúar, vegna framtíðarsvæðis fyrir starfsemi félagsins útfrá fyrirhuguðum breytingum á aðalskipulagi Árborgar.
Fulltrúar Hestamannafélagsins Sleipnis og Svf. Árborgar hafa átt tvo fundi á undanförnum vikum og rætt m.a. þau mál sem koma fram í erindinu frá Sleipni. Eins og hefur komið fram á þeim fundum er ekki hægt á þessari stundu að samþykkja erindið um viðbótarlandsvæði fyrir austan Gaulverjabæjarveg þar sem ekkert skipulag er til staðar á svæðinu. Viðræðum við Flóahrepp um framtíð eignarlands Árborgar í Flóahreppi er þar að auki ekki lokið. Fram hefur komið á þessum fundum að vel er tekið í erindið þó ekki sé hægt að samþykkja það á þessu stigi málsins.
Erindi til Árborgar vegna lands .pdf
14. 2103195 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2021
Fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem haldinn verður 26. mars n.k.
Lagt framt til kynningar.
Fundarboð 2021.pdf
15. 2103200 - Fyrirspurn - samningur um land úr Móstykki vegna SuperDarn ratsjárverkefnis
Erindi varðandi yfirtöku á samningi Reiknistofnunar Háskóla Íslands við Sv. Árborg um land úr Móstykki vegna SuperDarn ratsjárverkefnis.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í umhverfisnefnd.
Arborg_Benedikt_Superdarn.pdf
gulli_25.2.2021_15-22-08.pdf
16. 2103201 - Tilboð um leigu á bílastæðahúsi við Eyraveg
Tilboð til Sv. Árborgar um leigu/kauprétt á bílastæðahúsi.
Bæjarráð óskar eftir að bæjarstjóri láti vinna greiningu á bílastæðaþörf á miðsvæði Selfoss til næstu framtíðar. Bæjarráð frestar að taka afstöðu til tilboðsins þar til þessari vinnu er lokið.
Tilboð til Sv. Árborg bílastæðahús.pdf
Bílastæðahús frumdrög.pdf
17. 2103227 - Beiðni um frekari skýringar varðandi fjárhagsáætlun 2021-2024
Beiðni frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um frekari skýringar varðandi fjárhagsáætlun 2021-2024.
Ásamt svarbréfi sveitarfélagsins Árborgar til EFS vegna þessa bréfs.

Lagt fram til kynningar.
Beiðni um frekari skýringar varðandi fjárhagsáætlun 2021-2024.pdf
Svarbréf til EFS vegna bréfs 010221.pdf
18. 2103225 - Uppgjör frestunar á staðgreiðslu
Erindi frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, dags. 24. febrúar sl., varðandi uppgjör frestunar á staðgreiðslu.
Lagt fram til kynningar.
Staðgreiðsla sveitarfélaga á árinu 2020 og uppgjör sent 15.mars 2021.pdf
Frestanir og endurgreiðslur- sent til SÍS og sveitarf. 15.mars 2021 - 3.pdf
19. 1004111 - Leigusamningur - Tryggvaskáli
Viðauki við leigusamning um Tryggvaskála milli Sveitarfélagsins Árborgar og Sjálfseignarstofnunarinnar Tryggvaskála, dags. 20.06.2013.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka við leigusamning milli Svf. Árborgar og Sjálfeignarstofnunarinnar Tryggvaskála.
Viðauki II við húsaleigusamning við Skálafélagið um Tryggvaskála.pdf
20. 2103238 - Áskorun - um notkun íslenskra matvæla í skólamáltíðir
Áskorun frá Bændasamtökum Íslands, dags. 16. mars, til sveitarfélaga um að nota innlend matvæli í skólamáltíðir.
Bæjarráð tekur undir áskorun Bændasamtakanna og hvetur matráða til að kynna sér efni hennar.
Áskorun til sveitarfélaga1.pdf
Fundargerðir
21. 2102023F - Frístunda- og menningarnefnd - 20
20. fundur haldinn 8. mars.
22. 2102029F - Skipulags og byggingarnefnd - 63
63. fundur haldinn 10. mars.
23. 2103009F - Eigna- og veitunefnd - 41
41. fundur haldinn 10. mars.
24. 2103008F - Fræðslunefnd - 31
31. fundur haldinn 10. mars.
25. 2103011F - Félagsmálanefnd - 23
23. fundur haldinn 10. mars.
Fundargerðir til kynningar
26. 2103023 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021
895. fundur haldinn 26. febrúar.
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 895.pdf
27. 2102089 - Bergrisamál - fundargerðir stjórnar 2021
27. fundur haldinn 3. mars.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð 27. fundar stjórnar Bergrisans.pdf
28. 2102210 - Fundargerðir byggingarnefndar Búðarstígs 22 árin 2021-2022
11. fundur haldinn 15. mars.
Lagt fram til kynningar.
11. fundur byggingarnefndar um Búðarstíg 22.pdf
29. 2103236 - Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2021
19. fundur haldinn 15. mars.
Lagt fram til kynningar.
210315 stjórnarfundur hjá Byggðasafni Árnesinga nr. 19.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica