Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 118

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
24.06.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson varaformaður, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2106165 - Tillaga frá bæjarfulltrúa D-lista - stofnun starfshóps um gatnamerkingar og öryggisatriði á umferðargötum
Tillaga frá bæjarfulltrúa D-lista, dags. 3. júní, um að stofna starfshóp til að yfirfara gatnamerkingar og öryggisatriði í umferðargötum sveitarfélagsins og koma með tillögur til úrbóta.
Tillögunni er vísað til umfjöllunar í eigna- og veitunefnd.
Tillaga frá bæjarfulltrúa D-lista um stofnun starfshóps um gatnamerkingar og öryggisatriði á umferðargötum.pdf
2. 2008151 - Beiðni um samstarf vegna endurbyggingar Vesturbúðarinnar á Eyrarbakka
Tillaga að samkomulagi vegna endurbyggingar Vesturbúðar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.
Tillaga að samkomulagi vegna Vesturbúðar..pdf
3. 2106157 - Deiliskipulagstillaga - Múlabyggð
Tillaga frá 71. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 16. júní, liður 5. Deiliskipulagstillaga - Múlabyggð.

Aðilar frá Pro-Ark teiknistofu mættu á fund skipulags- og byggingarnefndar og kynntu tillögu að deiliskipulagi fyrir Múlabyggð, Árborg.

Kjartan og Eiríkur hjá Pro-Ark, kynntu fyrir skipulags- og byggingarnefnd lýsingu deiliskipulags fyrir Múlabyggð.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti framkomna lýsingu og lagði til við bæjarráð að hún yrði kynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð samþykkir að deiluskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagslýsing-ÚTG-1.pdf
4. 1903073 - Svæðisskipulag Suðurhálendisins
Fundargerð starfshóps frá 25. maí sl.
Erindi framkvæmdastjóra SASS, þar sem óskað er eftir að skipulagslýsing vegna svæðisskipulags Suðurhálendis verði lögð fram til samþykktar í bæjarráði.

Bæjarráð hefur farið yfir lýsingu skipulagsáforma fyrir Svæðisskipulag Suðurhálendis 2020-2032 sem samþykkt var á fundi Svæðisskipulagsnefndar þann 25. maí sl. Bæjarráð samþykkir að skipulagslýsingin verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og grein 3.2.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Fundargerð 9. fundur.pdf
7852-002-SSK-001-V03-Skipulagslýsing.pdf
5. 2106191 - Kerfisáætlun Landsnets 2021-2030
Erindi frá Landsneti hf, dags. 10. júní með tilkynningu um að búið var að opna á umsagnarferli um Kerfisáætlin 2021-2030. Frestur til að skila inn umsögn er til 30. júlí nk.
Bæjarráð vísar erindinu til eigna- og veitunefndar og umhverfisnefndar til umfjöllunar og kynningar.
Kerfisáætlun 2021-2030.pdf
6. 2105449 - Fundargerð Landskerfis bókasafna hf. 2021
Erindi frá Landskerfi bókasafna hf, dags. 9. júní, þar sem boðað var til framhaldsfundar Landskerfis bókasafna hf. mánudaginn 28. júní nk. Litið var þannig á að umboð sem veitt voru fyrir fyrri fundinn gildi áfram nema önnur fyrirmæli berist frá hluthafa.
Lagt fram til kynningar.
Framhaldsaðalfundur Lb hf 2021.pdf
7. 21044178 - Uppbyggingarteymi félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19
15. stöðuskýrsla uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála, dags. 28. maí.
16. stöðuskýrsla uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála, dags. 11. júní, í kjölfar Covid-19.

Lagt fram til kynningar.
15. Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis 28.5.2021-RA.pdf
16. Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis 11.6.2021-RA.pdf
8. 2101261 - Beiðni um aukinn nemendakvóta í Tónsmiðju Suðurlands
Umsögn fjölskyldusviðs, dags. 15. júní, vegna erindis frá Tónsmiðju Suðurlands sem vísað var til umsagnar á fjölskyldusviði á 102. fundi bæjarráðs 28. janúar sl.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu í vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2022.
Umsögn fjölsk.sviðs v. nemendakvöta 15.6.2021.pdf
9. 2010273 - Beiðni um samstarf um kaup og uppsetningu á styttu af Agli Thorarensen
Erindi frá Styttubandinu dags. 10. júní, þar sem óskað var eftir fjárstuðningi frá Sveitarfélaginu Árborg vegna uppsetningar á styttu af Agli Thorarensen.
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 5 milljónir.
Styrkbeiðni fyrir styttu af Agli Thorarensen.pdf
10. 2106113 - Beiðni - óskað eftir tilnefningum í samráðsnefnd um samræmda móttöku flóttafólks
Erindi frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 14. júní, þar sem óskað var eftir að tilnefna einnig karlmann í samráðsnefnd um samræmda móttöku flóttafólks.
Bæjarráð tilnefnir Þorstein Hjartarson, sviðsstjóra fjölskyldusviðs í samráðsnefndina.
Tilnefningum í samráðsnefnd um samræmda móttöku flóttafólks.pdf
11. 2106116 - Leiðrétting á greiðslum fyrir bakvaktir barnaverndarstarfsmanna
Upplýsingar frá fjölskyldusviði um leiðréttingu á greiðslum til bakvakta barnaverndar um bakvaktir og útköll, sem óskað var eftir á fundi 117. fundi bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir tillögu um hækkun á greiðslum fyrir útköll og bakvaktir barnaverndar, sem hafa verið óbreyttar frá árinu 2011. Hækkunin taki gildi 1. júlí nk..
12. 2101125 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2021
Viðauki nr. 7.

Rekstur:
Málaflokkur 02-Félagsþjónusta:
02310-Barnavernd
Aukið stöðugildi í barnavernd frá 1. ágúst 2021 samtals 4.500.000 kr.
Leiðrétting á greiðslum fyrir bakvakt vegna barnaverndar samtals 1.700.000 kr.
Samtals kostnaðarauki 6.200.000 kr.

Málflokkur 04-Fræðslu- og uppeldismál:
Nýr frístundaklúbbur fyrir börn starfræktur frá skólabyrjun haustið 2021. Samtals kostnaður 10.750.000 kr. sem skiptist í laun 8.750.000 kr. og rekstrarkostnað 2.000.000 kr.
Samtals kostnaðarauki 10.750.000 kr.

Viðauki nr. 7 samtals kostnaðarauki vegna reksturs 16.950.000 kr.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun ársins 2021.
Sveitarfélagið Árborg - viðauki nr. 7.pdf
13. 2106322 - Stöðuskýrsla fjölskyldusviðs
Stöðuskýrsla fjölskyldusviðs fyrir tímabilið 1. mars 2019 - 31. maí 2021.

https://www.arborg.is/media/skjol/stoduskyrsla_arborg_vefur.pdf

Stöðuskýrsla fjölskyldusviðs lögð fram. Skýrslan er aðgengileg á vef sveitarfélagsins og eru íbúar hvattir til að kynna sér efni hennar.
Bæjarráð þakkar fyrir upplýsandi og góða skýrslu.
14. 2106324 - Stöðugildi í dagdvölinni Vinaminni
Minnisblað frá fjölskyldusviði, dags. 18. júní, um stöðuna í Vinaminni og ósk um nýtingu á stöðugildum sem þegar voru í launaáætlun en forsenda fyrir nýtingu þeirra var aukning á leyfum frá Sjúkratryggingum sem hefði skilað inn frekari fjármagni til sveitarfélagsins.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari upplýsingum frá starfsmönnum fjölskyldusviðs fyrir næsta fund bæjarráðs.
15. 1910058 - Tillaga að nýju heimæðargjaldi hitaveitu
Síðari umræða.

Málið var tekið fyrir á 37. fundi bæjarstjórnar.

Tillaga frá 46. fundi eigna- og veitunefndar, frá 19. maí, liður 2. Tillaga að nýju heimæðargjaldi hitaveitu Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög að nýrri gjaldskrá Selfossveitna og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrána.

Bæjarráð samþykkir tillögu að nýrri gjaldskrá Selfossveitna.
Nú gjaldskrá 2021-Tillaga.pdf
Minnisblað-Tillaga að nýrri gjaldskrá.pdf
16. 21051107 - Breyting á gjaldskrá vatnsveitu
Fyrri umræða.

Tillaga frá 47. fundi eigna- og veitunefndar, frá 16. júní, liður 6. Breyting á gjaldskrá vatnsveitu. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu að nýrri gjaldskrá vatnsveitu Árborgar og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrána.

Bæjarráð vísar málinu í síðari umræðu.
Minnisblað-Tillaga að nýrri gjaldskrá vatnsveitu.pdf
17. 2106356 - Störf án staðsetningar
Minnisblað bæjarstjóra um störf án staðsetningar - aðstöðusköpun - skrifstofuhótel.
Með gríðarlegri fólksfjölgun í sveitarfélaginu undanfarin ár hefur þörfin fyrir skrifstofupláss aukist verulega. Leitað hefur verið til sveitarfélagsins um starfsaðstöðu fyrir starfsmenn ríkis og einkafyrirtækja t.a.m. í tengslum við verkefni samgöngu- og sveitarstjórarráðuneytisins, störf án staðsetningar. Hingað til hefur sveitarfélagið ekki getað orðið við eða bent á slíka aðstöðu. Ljóst er að til að hægt sé að koma til móts við kröfur sveitarfélaga um að opinber störf séu gerð aðgengilegri utan höfuðborgarsvæðisins þarf að vera aðstaða fyrir hendi. Bæjarráð telur mikinn ávinning vera fólgin í því að taka þátt í þessu tilraunaverkefni Sigtún Þróunarfélags til að mæta þessari eftirspurn enda hafa áhrif covid-19 leitt það í ljós að mörg störf þurfa ekki að vera bundin við staðsetningar eða skrifstofur. Er það von bæjarráðs að nýsköpunar- og tilraunaverkefni þetta geri Sveitarfélagið Árborg að betri búsetukosti, auk atvinnutækifæra og nýsköpunar og styðji viðleitni stjórnvalda og atvinnulífs til þessarar uppbyggingar.

Minnisblað bæjarstjóra lagt fram um aðkomu sveitarfélagsins að þessu verkefni. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við Sigtún þróunarfélag um þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu.
Fundargerðir
18. 2106004F - Skipulags og byggingarnefnd - 71
71. fundur haldinn 16. júní.
19. 2106010F - Fræðslunefnd - 34
34. fundur haldinn 15. júní.
20. 2106012F - Eigna- og veitunefnd - 47
47. fundur haldinn 16. júní.
Fundargerðir til kynningar
21. 2101373 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2021
212. fundur haldinn 7. júní.
212_fundargerd_HS.pdf
22. 2101401 - Fundargerðir stjórnar SASS 2021
570. fundur haldinn 4. júní.
570. fundur stj. SASS.pdf
23. 2103023 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021
899. fundur haldinn 11. júní.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 899.pdf
24. 2102210 - Fundargerðir byggingarnefndar Búðarstígs 22 árin 2021-2022
12. fundur haldinn 8. júní.
210608 bygginganefnd Byggðasafns Árn nr 12.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:20 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica