Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 9

Haldinn í Bankanum - Vinnustofu, Austurvegi 20, Selfossi,
12.10.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista,
Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista,
Matthías Bjarnason áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2209360 - Framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholum á Selfossi
Sigurður Þór Haraldsson f.h. Selfossveitna óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir borun á tveimur tilraunaborholum eftir heitu vatni, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarstjórn Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
2. 2109308 - Deiliskipulagstillaga - Austurvegur Vallholt
Skipulagsráðgjafar mæta til fundar hjá skipulags- og byggingarnefnd og kynna helstu áherslubreytingar sem orðið hafa vegna athugasemda sem bárust í kjölfar kynningar á skipulagstillögu.
Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fyrir kynninguna.
3. 2209137 - Breyting á deiliskipulagi miðbæjar Selfoss 2022
Sigurður Einarsson hönnuður hjá Batterí Arkitektar, f.h. Sigtúns Þróunarfélags f.h. mætir á fund Skipulags- og byggingarnefndar og kynnir í fyrirspurnarformi fyrirhugaðar breytingar á gildandi deiliskipulagi miðbæjarins á Selfossi. Kynningin á deiliskipulagstillögu tekur til heildaryfirbragðs byggðar, byggingarfjölda, aukins byggingarmagns, auk fyrirkomulags gatna, göngustíga, útivistarsvæða og fleiri þátta.
Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fyrir kynninguna.
4. 2112218 - Árbakki - Deiliskipulagsbreyting
Sigurður Einarsson hönnuður hjá Batteríið Arkitektar, f.h. Árbakka Þróunarfélags f.h. mætir á fund Skipulags- og byggingarnefndar og kynnir fyrirhugaðar breytingar á gildandi deiliskipulagi svæðisins.
Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fyrir kynninguna.
5. 2209127 - Vegastæði - Laugardælaland L202262-L178300
Sigríður Anna Ellerup f.h. Vegagerðarinnar leggur fram ósk um að stofnuð verði 2,453m2 lóð, út úr Laugardælalandi L206262. Og einnig verði stofnuð 15,327m2 lóð, út úr Laugadælalandi L178300. Munu hinar nýstofnuðu lóðir í framhaldinu verða hluti af nýju vegsvæði Suðurlandsvegar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stofnun lóðanna fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn Árborgar að stofnun lóða og heiti verði samþykkt.
6. 2209112 - Vegstæði - Hellir 161793
Sigríður Anna Ellerup f.h. Vegagerðarinnar leggur fram ósk um að stofnuð verði 97,587m2 lóð, út úr Hellislandi L161793. Mun hin nýstofnaða lóð í framhaldinu verða hluti af nýju vegsvæði Suðurlandsvegar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar og heiti verði samþykkt.
7. 2209126 - Vegstæði - Fossnes L161791
Sigríður Anna Ellerup f.h. Vegagerðarinnar leggur fram ósk um að stofnuð verði 43,488lóð, út úr Laugardælalandi L206262. Og einnig verði stofnuð 15,327m2 lóð, út úr Fossnesi L161791. Mun hin nýstofnaða lóð í framhaldinu verða hluti af nýju vegsvæði Suðurlandsvegar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stofnun lóðanna fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn Árborgar að stofnun lóða og heiti verði samþykkt.
8. 2210020 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum (uppbygging innviða) 144. mál
Margrét Mjöll Benjamínsdóttir skjalaritari á skrifstofu Alþingis (nefndarsvið) f.h. Umhverfis- og Samgöngunefndar, sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010, (uppbygging innviða), mál, 144. skv. meðfylgjandi gögnum.
Breytingin fellst í að flokkur um raforkumál, línumál, flutningskerfi raforku muni falla undir nýja raflínunefnd, og muni verða til sérstök skipulagsáætlun.
Óskað er að umsögn berist eigi síðar en 17. október 2022.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að fullvinna umsögn og senda Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
9. 2209300 - Starengi 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Máli vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 5.10.2022:
"Bent Larsen Fróðason hönnuður fyrir hönd Guðrúnar Lúðvíksdóttur sækir um leyfi til að byggja stakstæða bílgeymslu og sólskála. Helstu stærðir eru; 79,4 m2 og 264,4 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Deiliskipulag hefur ekki verið gert. Vísað til skipulags- og byggingarnefndar og mannvirkja- og umhverfissviðs."

Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjendur vegna áætlaðs byggingarmagns.
Þá skal liggja fyrir samþykki forstöðumanna mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar og Selfossveitna.
10. 2209306 - Fossnes 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Máli vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 5.10.2022:
"Bent Larsen Fróðason hönnuður fyrir hönd Bílasölu Suðurlands ehf. sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu við iðnaðarhúsnæði. Helstu stærðir eru; 199,4m2 og 886,1m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Samþykkt deiliskipulag liggur ekki fyrir. Vísað til skipulags- og byggingarnefndar."

Vinna við gerð deiliskipulags fyrir svæðið er hafin og miðar vel.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi í samræmi við umsókn og þau gögn sem fyrir liggja.
11. 2208263 - Beiðni um stækkun á iðnaðahúsnæði - Gagnheiði 37
Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar dags. 27.9.2022:
"Þröstur Hafsteinsson f.h. ÞH Blikk á Selfossi, leggur fram fyrirspurn um hvort leyfi fáist til stækkunar á Gagheiði 37. Stækkun yrði að norðanverðu við núverandi hús, til aukningar á geymsluplássi (plötugeymsla), allt 100m2, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við byggingaráformin, með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna þarf fyrir lóðarhöfum að Gagnheiði 35, 39 og framvísa þarf samþykki meðeiganda Gagnheiði 37. Tillagan hefur verið grenndarkynnt og hafa borist athugasemdir.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir þær athugasemdir sem m.a. benda til að viðbygging að norðanverðu muni ná út í lóðarmörk og þar með hafa neikvæð áhrif á lóðarhafa Gagnheiði 35. Þá liggur ekki fyrir samþykki meðeigenda Gagnheiði 37. Nefndin hafnar áformum um fyrirhugaða viðbyggingu."
Fyrir liggur samþykki meðeigenda í húsinu Gangheiði 37, auk undirritunar frá eigendum hússin Gangheiði 35.

Fyrir liggur samþykki meðeigenda í Gagnheiði 37 og einnig frá eigendum Gagnheiði 35.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi í samræmi við umsókn og þau gögn sem fyrir liggja.
12. 2209134 - Reglur um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg
Skipulags- og byggingarnefnd fer yfir reglur um úthlutun á lóðum í Sveitarfélaginu Árborg.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við Bæjarstjórn Árborgar að samþykkja fyrirliggjandi breytingar vegna reglna um úthlutanir á lóðum í Sveitarfélaginu Árborg.
Fundargerðir
13. 2209025F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 101
Til kynningar
14. 2210004F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 102
Til kynningar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica