Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 138

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
03.02.2022 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2201350 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 20. mál.
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 25. janúar, þar sem óskað var eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um upplýsingarmiðlun um heimilisofbeldismál, 20. mál, umsagnafrestur er til 8. febrúar.
Lagt fram til kynningar.
Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 20. mál..pdf
2. 2201353 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 12. mál.
Erindi frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, dags. 26. janúar, þar sem óskað var eftir umsögn til þingsályktunar um úttekt á tryggingarvernd í kjölfar náttúruhamfara, 12. mál, umsagnafrestur til 3. febrúar.
Lagt fram til kynningar.
Tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingarvernd í kjölfar náttúruhamfara, 12. mál..pdf
3. 2112381 - Byggðakvóti fiskveiðiársins 2021-2022
Erindi frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 27. janúar, þar sem óskað var eftir rökstuðningi vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiárinu 2021/2022.
Sveitarfélagið Árborg hefur það að markmiði að úthlutaður byggðakvóti nýtist til
vinnslu í sveitarfélaginu. Jafnframt vill sveitarfélagið auðvelda útgerðum að koma
aflanum til vinnslu í sveitarfélaginu með því að heimila vinnslu hans ekki aðeins í
þeirri byggð sem byggðakvótinn er tileinkaður, heldur einnig öðrum byggðum
innan sveitarfélagsins.
Vinnslur hafa verið á Stokkseyri og Eyrarbakka og flestar mjög smáar. Ekki hefur
verið um að ræða vinnslu á Selfossi undanfarin ár. Ef ekki mætti t.d. vinna afla
Eyrbekkinga úr byggðakvóta á Stokkseyri þá væri útgerðarmönnum oft og tíðum
mun erfiðara að koma afla til vinnslu en nú er. Byggðalögin eru náin frá fornu fari
og eiga langa sögu sem sjávarþorp með útgerð.
Útgerðarmenn hafa þrýst á bæjaryfirvöld um að fá heimildir til að landa afla til
vinnslu í gegnum fiskmarkað, án kvaðar um vinnslu hans í Sveitarfélaginu Árborg.
Fiskverkendur hafa hinsvegar gagnstæð sjónarmið og telja í einhverjum tilfellum
að byggðakvótinn sé forsenda fyrir uppbyggingu vinnslunnar sem nú standi yfir.
Það er mat bæjarráðs Árborgar að nauðsynlegt sé að heimila löndun afla úr
byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélags, en ekki aðeins umræddrar byggðar, til
þess að minni hætta sé á að byggðakvótinn falli niður vegna vannýtingar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
Sérreglur byggðakvóta 21-22.pdf
4. 2201370 - Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og rétt barna til þátttöku og áhrifa
Erindi frá Umboðsmanni barna, dags. 28. janúar, um mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og rétt barna til þátttöku og áhrifa.
Lagt fram til kynningar.
Mat-á-áhrifum-á-börn-bréf-ub-til-sveitarfélaga.pdf
5. 2201200 - Starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Stokkseyri
Tillaga að fulltrúa í starfshóp frá mannvirkja- og umhverfissviði.
Bæjarráð tilnefnir Atla Marel Vokes, sviðsstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs í starfshópinn til viðbótar við þá sem tilnefndir voru á síðasta fundi bæjarráðs.
6. 2201291 - Stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sveitarfélaga á landsbyggð
Guðjón Bragason, fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur lýst yfir vilja Sambandsins til þess að málið verði unnið hratt. Eðlilegt næsta skref sé að fundargerð umræðufundar um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sem þjóni sveitarfélögum á landsbyggð, haldinn 26. janúar sl., ásamt drögum að samþykktum og öðrum nauðsynlegum kynningargögnum verði send til sveitarfélaga sem áhuga hafa á þátttöku. Verði þau beðin um að staðfesta áhuga á þátttöku í stofnfundi Hses., sem haldinn verður eins fljótt og verða má.

Fram koma á umræðufundinum að það gæti verið nauðsynlegt að sveitarfélögin eða Hses. í eigu þeirra sæki sjálf um stofnframlög fyrir þetta ár, frekar en að ganga út frá því að nýtt Hses. sæki um framlögin.

Bæjarráð vísar erindinu til frekari umfjöllunar í bæjarstjórn.
Fundargerð umræðufundar um landsbyggðar hses 26. janúar 2022.pdf
7. 2005057 - Ósk um stuðning vegna áætlaðs tekjutaps í ljósi Covid19
Bæjarráð frestaði að taka afstöðu til erindisins á 137. fundi bæjarráðs og óskaði eftir því að bæjarstjóri kallaði eftir frekari gögnum.
Bæjarráð samþykkir viðspyrnustyrk vegna Covid-19 til Selfoss-Körfu með miðakaupum á þá leiki þar sem þátttaka áhorfenda skerðist vegna Covid-19 fram til vors 2022. Þessi miðakaup samsvari 125 miðum á hvern heimaleik frá ársbyrjun og til loka tímabilsins. Viðspyrnustyrkur þessi er í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs frá 13. janúar sl. og miðast við meðalfjölda áhorfenda á heimaleikjum án samkomutakmarkanna.
8. 2109351 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032
Upplýsingar frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga af kynningarfundi um svæðisáætlun Suðurlands og aðgerðaráætlanir.
Lagt fram til kynningar.
9. 2202026 - Kjördæmavika - fundur þingmanna Suðurkjördæmis með sveitastjórnum á Suðurlandi
Upplýsingar um kjördæmaviku Alþingis dagana 14.-18. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.
10. 2109339 - Framlag Árborgar til TÁ 2021-2022
Kostnaðarskiptin Tónlistarskóla Árnesinga fyrir árið 2022
Lögð fram kostnaðarskipting sveitarfélaga vegna nýs kjarasamnings tónlistarkennara sem gildir frá 1.1.2022. Hlutur Sveitarfélagsins Árborgar vegna þessara hækkanna eru fyrir árið 2022 alls kr. 8.968.008,- Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2022 vegna þessa.
Fundargerðir
11. 2201012F - Skipulags og byggingarnefnd - 86
86. fundur haldinn 26. janúar.
12. 2201025F - Eigna- og veitunefnd - 57
57. fundur haldinn 26. janúar.
Fundargerðir til kynningar
13. 21101380 - Fundargerðir stjórnar Leigubústaða Árborgar ses. 2021-2022
2. fundur haldinn 27.janúar.

Stjórn Leigubústaða Árborgar ses - 2.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:01 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica