Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 140

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
03.03.2022 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Tómas Ellert Tómasson formaður, M-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir varaformaður, S-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2104449 - Útgáfa skuldabréfa
Kynning á niðurstöðu skuldabréfaútboðs. Opið var fyrir innsend tilboð til klukkan 16:00 þann 3. mars 2022.
Lagt er til að bæjarráð samþykki tilboð að nafnvirði [XX] m.kr., á ávöxtunarkröfunni X% í sjálfbæran verðtryggðan skuldabréfaflokk ARBO 31 GSB.

Kynning á niðurstöðu skuldabréfaútboðs. Opið var fyrir innsend tilboð til klukkan 16:00 þann 3. mars 2022.
Bæjarráð samþykkir tilboð að nafnvirði 3.020.000.000 m.kr., á ávöxtunarkröfunni 0,9% í sjálfbæran verðtryggðan skuldabréfaflokk ARBO 31 GSB. Um er að ræða stækkun flokksins umfram ákvörðun bæjarstjórnar í janúar síðastliðnum, sem er vegna góðra kjara og rúmast innan samþykktrar fjárhagsáætlunar.

Gunnar Egilsson, D-lista, sat hjá.
Frétt í kauphöll.pdf
 
Gestir
Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri - 17:00
2. 2202277 - Akstur félagslegar stuðningsþjónustu
Minnisblað dags. 21. febrúar, frá forstöðumanni félagslegrar stuðningsþjónustur og deildarstjóra félagsþjónustu, um hagræðingu vegna bifreiða í félagslegri stuðningsþjónustu.
Bæjarráð samþykkir breytta tilhögun akstursmála hjá starfsmönnum félagsþjónustu, enda felst í henni hagræðing.
3. 2010150 - Heimsendur matur í Árborg
Minnisblað forstöðumanns félagslegrar stuðningsþjónustu og deildarstjóra félagsþjónustu, dags. 21. febrúar, um áform um að bera fram heitan mat í salnum í Mörkinni, Grænumörk 5.
Bæjarráð samþykkir áform um að borinn verði fram heitur matur í Mörkinni, Grænumörk 5, fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu sem þess óska. Kostnaður er óverulegur og rúmast innan fjárhagsáætlunar.
4. 2202287 - Reglur - Grænamörk salir
Minnisblað frá forstöðumanni félagslegrar stuðningsþjónustu og deildarstjóra félagsþjónustu, dags. 22. febrúar, vegna umgengisreglna sala í Grænumörk 5, þjónustumiðstöð eldri borgara.
Bæjarráð samþykkir framlagðar reglur um útleigu og leiguverð vegna sala í Grænumörk 5.
5. 2109351 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032
Erindi frá Mannvit, dags. 14. janúar sl. þar sem óskað var eftir staðfestingu sveitarstjórnar fyrir 23. mars, varðandi sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2022-2033.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022-2033 verði samþykkt.
2140097-13 -PLE-0034.pdf
Sorp Suð SG Svæðisáætlun 220128.pdf
Kynning_SOS_28012022.pdf
6. 1504139 - Kaup Vegagerðar á landi vegna Suðurlandsvegar
Samningaviðræður hafa staðið yfir milli Svf. Árborgar og Vegagerðarinnar síðastliðin misseri um verð fyrir þau lönd sem sveitarfélagið lætur undir vegagerð.
Meðfylgjandi eru tillaga að samkomulagi og fylgiskjöl um afmörkun þeirra landa sem um ræðir.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samkomulagið við Vegagerðina um þau lönd sem sveitarfélagið lætur undir vegagerð í tengslum við lagningu nýrrar brúar yfir Ölfusá verði samþykkt.
7. 21101632 - Innleiðing breyttra barnaverndarlaga 2022
Upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. febrúar, þar sem fram kom að óskað var eftir frestun á gildistöku barnaverndarlaga. Ráðherra hefur samþykkt að fresta gildistöku til haustsins.
Lagt fram til kynningar.
Frestun á gildistöku barnaverndarlaga.pdf
8. 2202274 - Umsóknarfrestur - opið fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins 2022
Erindi frá HMS um að opnað hafi verið fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins í fyrri úthlutun ársins. Umsóknarfrestur er til 21. mars nk.
Lagt fram til kynningar.
Umsóknarfrestur - opið fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins 2022.pdf
9. 2202296 - Almennt eftirlit - fjármál sveitarfélaga 2022
Erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 21. febrúar, um almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022.
Lagt fram til kynningar.
Bréf EFS til sveitarstjórna 21.02.2022.pdf
10. 2202326 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja), 349. mál.
Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 24. febrúar, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja), 349. mál.
Lagt fram til kynningar.
Atvinnuveganefnd Alþingis - umsögn um frumvarp til laga um um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja), 349. mál..pdf
11. 2201381 - Innleiðingu breytinga á innheimtu fyrir úrgangsmeðhöndlun
Þann 1. janúar 2023 koma til framkvæmda stór hluti ákvæða í lögum nr. 103/2021 um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi). Lögin hafa mikla þýðingu fyrir sveitarfélögin í landinu þar sem það er þeirra skylda að heimilisúrgangi sé safnað og þurfa þau að innheimta íbúa fyrir þessa þjónustu, skv. lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Í lögunum kemur m.a. fram að innheimta skal sem næst raunkostnaði fyrir meðhöndlun úrgangs og að fast gjald skuli vera takmarkað nýtt. Þessar breytingar þýða að flest sveitarfélög þurfa að aðlaga gjaldskrár sínar og innheimtukerfi svo hægt að sé að innheimta á réttan hátt. Þetta eru stórar breytingar þar sem flest innheimtukerfi þurfa að taka skref úr því að vera hefðbundið kerfi sem nýtir fast gjald, í það að vera innheimtukerfi sem er í eðli sínu sniðið betur því magni og tegund úrgangs sem hver og einn íbúi sveitarfélagsins lætur frá sér.
Lagt fram til kynningar.
greining-a-utfaerslum-borgad-pegar-hent-er.pdf
12. 2202321 - Covid19 - lánsumsókn og skuldaskil - handknattleiksdeild UMFS
Málefni handknattleiksdeildar UMF Selfoss
Bæjarráð hafnar lánsumsókn UMF Selfoss en leggur til við bæjarstjórn að samþykkja sérstakt samkomulag um styrkveitingu til félagsins vegna handboltadeildar. Fjárhæð styrkveitingar er kr. 21.000.000,- en á móti falla niður styrkir áranna 2023-2027 og leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2022 vegna útgjaldanna.
Samkomulag vegna fjárhags handboltadeildar UMF Selfoss 2022.pdf
13. 2203006 - Umsögn - frumvarp til laga til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 71. mál.
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 28. febrúar, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um almannatryggingar ( skerðing á lífeyri vegna búsetu), 71. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn um frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 71. mál..pdf
14. 2202205 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - Húsnæði Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista á fundi bæjarráðs þann 17. febrúar sl. um úttekt á kostnaðráætlun á barnaskólanum á Eyrarbakka.

Af hverju var þetta ekki tekið fyrir á fundi eigna- og veitunefndar þann 23. febrúar?

Samkvæmt upplýsingum formanns bæjarráðs taldi eigna- og veitunefnd ekki þörf á að taka fyrirspurnina sérstaklega til umfjöllunar þar sem málið var til umræðu á fundinum undir öðrum lið.
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista.pdf
15. 2203010 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - Viðtal við bæjarstjóra í Fréttablaðinu
Greiddi Sveitfélagið Árborg fyrir viðtal bæjarstjóra sem birtist þann 22. 01. 2022, í Fréttablaðinnu?


Já, viðtalið var hluti af tilboði Fréttablaðsins vegna auglýsinga sveitarfélagsins á atvinnulóðum sbr. meðfylgjandi minnisblað.
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista..pdf
Minnisblað vegna auglýsingakaupa - 1.mars´22.pdf
16. 2203008 - Samstarfssamningur - Golfklúbbur Selfoss 2022 - 2032
Erindi frá GOS, dags. 24. febrúar, þar sem óskað er eftir formlegum viðræðum um endurnýjun á samstarfssamningi.
Bæjarstjóra falið að stofna til fundar með forsvarsmönnum GOS um endurnýjun samstarfssamnings félagsins við sveitarfélagið.
Endurnýjun samstarfssamnings GOS og Árb jan 2022.docx.pdf
Fundargerðir
17. 2202013F - Skipulags og byggingarnefnd - 88
88. fundur haldinn 23. febrúar.
18. 2202026F - Eigna- og veitunefnd - 59
59. fundur haldinn 23. febrúar.
Fundargerðir til kynningar
19. 2201197 - Bergrisamál - fundargerðir stjórnar 2022
35. fundur haldinn 31. janúar.
36. fundur haldinn 15. febrúar.

35. fundur stjórnar Bergrisans bs .pdf
36. stjórnarfundur Bergrisans bs (2).pdf
20. 2201237 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022
907. fundur haldinn 25. febrúar.
Bæjarráð Árborgar tekur undir bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga um innrás Rússa í Úkraínu.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 907.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica