Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 97

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
10.12.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2011268 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um skákkennslu í grunnskólum, 106 mál
Bæjarráð fagnar framkominni þingsályktunartillögu og felur bæjarstjóra að skila inn jákvæðri umsögn.
2. 2012005 - Umsögn - þingsályktun um félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum, 113. mál
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 1. desember, þar sem óskað var eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum, 113. mál.

Bæjarráð leggur áherslu á að slíkum ákvörðunum löggjafans fylgi fjármagn. Fjölskyldusviði falið að skila inn umsögn um málið.
Erindi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis mál 113.pdf
3. 2012019 - Árlegt mann- og húsnæðistal
Erindi frá Hagstofu Íslands, dags. 27. nóvember, þar sem óskað var eftir að Sveitarfélagið Árborg taki vel í að senda gagnabeiðnir vegna fyrirhugaðs manntals og húsnæðistals.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur stjórnsýslusviði að vinna úr því.
Manntal og húsnæðistal 1. janúar 2021.pdf
4. 1906016 - Samráðsfundur um samstarfsmöguleika sveitarfélaga um stafræna þróun
Erindi frá formanni stafræns ráðs sveitarfélaga á Suðurlandi, dags. 2. desember, þar sem óskað var eftir samþykki sveitarfélagsins um þátttöku í að miðlægt tækniteymi Sambands íslenskra Sveitarfélaga yrði stofnað.
Bæjarráð samþykkir þátttöku. Gert er ráð fyrir að kostnaður á næsta ári verði 1,5 milljónir króna.
Erindi frá formanni stafræns raðs sveitarfélaga á Suðurlandi. .pdf
Kynning á fjármögnun stafrænnar þróunar - fyrir stjórnarfund (1).pdf
Stafrænt ráð skipting fasts kostnaðar eftir sveitarfélögum LOK (1).pdf
5. 2009640 - Byggðakvóti fiskveiðiársins 2020-2021
Skipting úthlutunar byggðakvóta 2020/2021.
Bæjarráð óskar eftir greinarbetri upplýsingum um skerðingar á byggðakvóta í sveitarfélaginu á milli ára.
Úthlutun fiskveiðiársins 2020-2021.pdf
6. 2012057 - Gjaldskrárbreytingar Strætó bs. 2021
Tilkynning vegna farmiðasölu Strætó bs. 2021, dags. 3. desember.
Með nýrri gjaldskrárbreytingu þann, 3. janúar 2021, verður sölu barnamiða hætt og börn 11 ára og yngri ferðast með Strætó án endurgjalds.

Lagt fram til kynningar.
Tilkynning frá farmiðasölu Strætó bs.pdf
7. 2012069 - Beiðni frá bæjarfulltrúum D-lista - Tekjur vegna gatnagerðargjalda 2020
Beiðni bæjarfulltrúa D-lista um tekjur sem voru tilfallnar vegna gatnagerðargjalda á árinu 2020.


Tekjur vegna gatnagerðargjalda á árinu 2020 eru nú, 9. desember 2020, 434.575.286 kr.
Beiðni frá bæjarfulltrúa D-lista..pdf
8. 2006052 - Bygging á nýjum grunnskóla í Björkustykki
Beiðni frá bæjarfulltrúa D-lista um upplýsingar um kostnað vegna alútboðs á nýjum skóla og kostnað við sparnaðartillögur.

Lagt fram svar við fyrirspurn Gunnars Egilssonar, bæjarfulltrúar D-lista.
Beiðni frá bæjarfulltrúum D-lista .pdf
Svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista.pdf
9. 1601103 - Samningur um atvinnuhúsnæði - Tryggvaskáli
Málefni Tryggvaskála.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa eftir nýjum rekstraraðilum í Tryggvaskála.
10. 2009742 - Samningur milli Árborgar og Sambýlisins Breiðabólsstaðar slf
Samningur um tímabundna þjónustu að Breiðabólsstað
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning.
Fundargerðir
11. 2011014F - Skipulags og byggingarnefnd - 57
57. fundur haldinn 2. desember.
11.3. 2011215 - Hásteinsvegur Sæhvoll - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vísað til nefndarinnar af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 25. nóv. s.l. Áður á fundi nefndarinnar þann 21. okt. s.l., málsnúmer 2010188, þar sem spurt var um byggingu bílgeymslu og hækkun á íbúðarhúsi um 30 sm. Óskað var eftir gögnum til grenndarkynningar.
Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fyrir vel unnin gögn. Nefndin telur að hagsmunaaðilar grenndarkynningar séu eingöngu málsaðili og Sveitarfélagið Árborg og grenndarkynning því óþörf. Lagt er til við bæjarráð að fyrirspurn um byggingu bílgeymslu verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsfulltrúa til frekari úrvinnslu.
Fundargerðir til kynningar
12. 2005088 - Fundargerðir BÁ 2020
13. fundur haldinn 26. nóvember.
Lagt fram til kynningar.
13stjórn 26.11.20.pdf
13. 2001344 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2020
Aðalfundur haldinn 30. október.
297. fundur haldinn 30. október.
298. fundur haldinn 24. nóvember.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við drög að aðgerðaráætlun SOS.
Fundargerð aðalfundar SOS 2020.pdf
297. stjf. SOS 30.10.20.pdf
298. stjf. SOS 24.11.20.pdf
Aðgerðaáætlun Suðurland DRÖG 200915.pdf
Aðgerðaáætlun Suðurland styttri útgáfa DRÖG.pdf
14. 2002054 - Fundargerðir Bergrisans bs 2020
Aðalfundur haldinn 25. nóvember.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð Aðalfundar Bergrisans bs. 25.11.2020 (003).pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica