Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 58

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
16.12.2020 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Kristbjörn Hjalti Tómasson nefndarmaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Sigurður Andrés Þorvarðarson skipulagsfulltrúi, Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður.
Fundargerð ritaði: Sigurður Andrés Þorvarðarson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
2. 2012036 - Lóðarumsókn - Norðurhólar 5
SG húseiningar ehf. sótti um verslunar- og þjónustulóðina Norðurhólar 5.
Afgreiðslu frestað. Lóðin verður auglýst til úthlutunar með umsóknarfresti, og úthlutuð í kjölfarið.
3. 2012035 - Lóðarumsókn - Norðurhólar 5
Eðalbyggingar ehf. sótti um verslunar- og þjónustulóðina Norðurhólar 5.
Afgreiðslu frestað. Lóðin verður auglýst til úthlutunar með umsóknarfresti, og úthlutuð í kjölfarið.
4. 2012078 - Umsókn um lóð fyrir tengistöð GR
Jökull Jónsson sækir um, f.h. Gagnaveitu Reykjavíkur, lóð undir tengistöð í Bjarkarlandi.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að útbúin verði lóð undir tengistöð GR, og vísar útfærslu hennar í vinnu við skipulagsbreytingar í hverfinu sem nú stendur yfir.
5. 1909188 - Deiliskipulagsbreyting - Víkurheiði
Deiliskipulagsbreytingin var auglýst og bárust umsagnir frá umsagnaraðilum.
Farið yfir innkomnar umsagnir. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.
6. 2012106 - Nýibær lóð 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Gauti Hauksson og Anna Lilja Reynisdóttir senda fyrirspurn til skipulags- og byggingarnefndar um afstöðu hennar til byggingar bílskúrs á lóð þeirra, Nýjabæ lóð 4, 801 Selfossi.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir frekari gögnum til kynningar ef við á.
7. 1905502 - Tillaga að aðalskipulagsbreytingu Árbakka
Skipulagsfulltrúi leggur fram greinargerð með tillögu að svörum sveitarfélagsins Árborgar við framkomnum athugasemdum við tillögur um skipulagsbreytingar að Árbakka á Selfossi.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreyting verði samþykkt og athugasemdum svarað skv. greinargerð skipulagsfulltrúa. Skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að deiliskipulagsbreytingu með skipulagshöfundi.
8. 2011165 - Fyrirspurn um byggingu bílskúrs - Strandgata 5
Samúel S. Hreggviðsson spyr f.h. lóðarhafa um afstöðu skipulags- og byggingarnefndar til stækkunar lóðar og byggingarreits og byggingu bílgeymslu.
Afgreiðslu frestað. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna.
Erindi til kynningar
1. 2012129 - Umferðaröryggisáætlun Árborgar 2021-2025
Unnið hefur verið að umferðaröryggisáætlun Árborgar í tengslum við endurskoðun Aðalskipulags Árborgar 2010-2030. Drög að umferðaröryggisáætlun eru lögð fram til kynningar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.
Berglind Hallgrímsdóttir, umferðarverkfræðingur frá Eflu, kynnti drög að umferðaröryggisáætlun. Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fyrir kynninguna og lýst vel á stöðu verkefnisins.
 
Gestir
Berglind Hallgrímsdóttir, umferðarverkfræðingur - 08:10
Berglind yfirgaf fundinn eftir kynningu verkefnisins.
Fundargerð
9. 2011015F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 55
9.1. 2011236 - Hellismýri 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Hreinsitækni ehf. sækir um leyfi til breytinga innanhús.
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
9.2. 2010292 - Umsókn um breytingu á útliti - Gagnheiði 23
Agnar Pétursson sækir um leyfi til að setja stóra aksturshurð og gönguhurð á eignarhluta sinn að Gagnheiði 23. Einnig að breyta innra skipulagi.
Frekari gögn vantar, byggingarfulltrúa falið að hafa samband við umsækjanda.
Afgreiðslu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
9.3. 2012006 - Móstekkur 27-33 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Þrýstingur ehf. sækir um leyfi til að byggja raðhús úr forsteyptum samlokueiningum á einni hæð.
Brúttó stærðir: 588,4m² 1.924,1 m³
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
9.4. 2003110 - Byggingarleyfisumsókn - Eyrargata 4
Arndís Reynisdóttir sækir um leyfi til að byggja vinnustofu úr timbri og grasþaki.
Brúttóstærðir: 60m² 245,4m³
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
9.5. 2011230 - Móstekkur 41-43 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Jón Ingi Grímsson sækir um leyfi til að byggja parhús á einni hæð úr timbri. Brúttóstærðir: 197,3 m², 1687,8 m³
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara að deili teikningu að brunahólfandi vegg verði skilað.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
9.6. 2012058 - Móstekkur 7-9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
3c ehf. sækir um leyfi til að byggja parhús úr timbri á einni hæð.
Brúttóstærðir: 344,6m² 1.013m³
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
9.7. 2012080 - Móstekkur 1-5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
SG Einingahús ehf. sækir um leyfi til að byggja raðhús á einni hæð úr timbri.
Brúttóstærðir 387m² 1576,8m³
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
9.8. 2012029 - Stöðuleyfi - Efra Sel
E 11 ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir vegna uppbyggingar á einbýlishúsi og viðgerða á minka húsi.
Óskað eftir frekari gögnum.
Afgreiðslu frestað

Niðurstaða þessa fundar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica