Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 10

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
15.09.2022 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir varaformaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Á-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2203263 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2022
7 mánaða rekstraruppgjör ásamt frávikagreiningu
Ingibjörg Garðarsdóttir fjármálastjóri kom inn á fundinn, farið var yfir milliuppgjör fyrir fyrstu sjö mánuði ársins.
Rekstraryfirlit janúar - júlí 2022.pdf
2. 2109014 - Vatnsöflun frá Kaldárhöfða
Endurskipan í starfshóp um vatnsöflun frá Kaldárhöfða.

Árborg, Grímsnes- og Grafningshreppur og Flóahreppur skoða nú fýsileika þess að hefja vinnslu á köldu neysluvatni við Kaldárhöfða við Efra-Sog. Allmiklar lindir eru staðsettar í landi Kaldárhöfða og er rennsli þeirra mikið, allt að 1- 4 m3/s. Um er að ræða mögulega framtíðarlausn á kaldavatnsöflun fyrir Sveitarfélagið Árborg og nágrannasveitarfélög.

Bæjarráð samþykkir að endurskipað verði í starfshóp um vatnsöflun frá Kaldárhöfða. Hópinn skipa Bragi Bjarnason bæjarfulltrúi, Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi og Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi. Með hópnum starfar Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri. Bæjarstjóra falið að uppfæra erindisbréf.
3. 2209097 - Samráðsgátt - breyting á reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum
Þann 8. ágúst sl. birti mennta- og barnamálaráðuneytið í samráðsgátt drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum, nr. 907/2005. Umsagnafrestur var til 29. ágúst sl. og skiluðu starfsmenn á fjölskyldusviði Árborgar umsögn um reglugerðardrögin.
Lagt fram til kynningar
samráðsgátt- vegna daggæslu (2).pdf
Drög að reglugerð daggæsla í samráðsgátt.pdf
4. 2209104 - Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni
Lögð fram drög að samningi um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu, erindibréf valnefndar (viðauki I) og viðauki II við samninginn.
Samkvæmt áætlun um breytingu á barnaverndarlögum skulu öll sveitarfélög hafa skipað umdæmisráð fyrir 1. október nk.


Bæjarráð telur að þjónusta sveitarfélagsins í málaflokki barnaverndar verði best veitt með því að Sveitarfélagið Árborg gerist aðili að umdæmisráði barnaverndar á landsvísu. Felur bæjarráð bæjarstjóra að vinna að samþykki samnings þar að lútandi kynna hann fyrir félagsmálanefnd og leggja fyrir bæjarstjórn til endanlegrar samþykktar. Jafnframt er bæjarritara falið að kanna hvort gera þurfi breytingar á bæjarmálsamþykkt vegna hins sameiginlega umdæmissráðs. Bæjarráð telur brýnt að þóknun ráðsmanna í umdæmisráðunum þremur sé samræmd og taki mið af þeim kostnaði sem verið hefur hjá sveitarfélögum.
Álfheiður víkur af fundi klukkan 9:00
5. 2209137 - Breyting á deiliskipulagi miðbæjar Selfoss 2022
Erindi frá Sigtúni Þróunarfélagi, þar sem óskað var eftir viðræðum við fulltrúa sveitarfélagsins um áframhaldandi uppbyggingu á miðbæjarsvæðinu.

Bæjarráð samþykkir að fara í viðræður við fulltrúa Sigtúns Þróunarfélags um áframhaldandi uppbyggingu á miðbæjarsvæðinu.
Erindi til Árborgar um samstarf vegna 2. áfanga. (1).pdf
6. 2209138 - Starfshópur um heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands - FSu
Erindi frá SASS, dags. 6. september, þar sem óskað var eftir einum fulltrúa frá Sveitarfélaginu Árborg í starfshópinn um heimavist við FSu. Hópnum er falið að kortleggja mögulegar leiðir, til lengri og skemmri tíma, til þess að tryggja heimavist við skólann.
Bæjarráð samþykkir að Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi verði fulltrúi Sveitarfélagsins Árborgar í starfshóp um heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Fundargerðir
7. 2208033F - Almannavarnarráð - 6
6. fundur haldinn 31. ágúst.
8. 2208032F - Stjórn Leigubústaða Árborgar ses - 6
6. fundur haldinn 1. september.
9. 2209001F - Skipulags og byggingarnefnd - 6
6. fundur haldinn 6. september.
10. 2209004F - Umhverfisnefnd - 3
3. fundur haldinn 6. september.
Fundargerðir til kynningar
11. 2201223 - Fundargerðir stjórnar SASS 2022
585. fundur haldinn 15. ágúst.
586. fundur haldinn 2. september.

585. fundur stj. SASS.pdf
586. fundur stj. SASS.pdf
12. 2201237 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022
912. fundur haldinn 26. ágúst.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 912.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica