Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 129

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
04.11.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari
Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að taka á dagskrá beiðni Hannesar Þórs Ottesen, f.h. Fagralands ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð í Austurbyggð II.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 21101674 - Umsókn um styrk - ósk um niðurfellingu fasteignagjalda Árnesingadeild RKÍ
Erindi frá Árnesingadeild Rauða kross Íslands, dags. 19. október, þar sem óskað var eftir stuðningi sveitarfélagsins um niðurfellingu fasteignagjalda fyrir árin 2021 og 2022.
Bæjarráð hafnar erindinu en bendir Árnesingadeild Rauða kross Íslands á að hægt er að sækja um styrkveitingu skv. 2. gr. reglna bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts.
bréf til Árborgar 2021.pdf
2. 21101762 - Styrkbeiðni - Hjálparstarf kirkjunnar
Erindi frá Hjálparstarfi kirkjunnar, þar sem óskað var eftir stuðningi í formi auglýsingar eða styrktarlínu í fréttablaði þeirra.
Bæjarráð samþykkir að kaupa stuðningskveðju/styrktarlínu í 3. tölublaði (jólablaðið) fréttablaðs Hjálparstarfs kirkjunnar.
Styrkbeiðni Hjálparstaf kirkjunnar.pdf
3. 21101765 - Stofnun frumkvöðlaseturs á Selfossi
Minnisblað frá frístunda- og menningardeild, dags. 26. október, um stofnun frumkvöðlasetur í samstarfi við Háskólafélag Suðurlands.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í stofnun frumkvöðlaseturs í Sandvíkursetri og veita styrk í formi afsláttar af húsaleigu þegar félagið hefur verið stofnað og rekstraráætlun liggur fyrir.
Minnisblað vegna stofnunar frumkvöðlaseturs á Selfossi 1.nóv´21.pdf
Hreiðrið_frumkvöðlasetur.pdf
4. 21101217 - Styrkbeiðni til eflingar fræðslu um ADHD
Erindi frá ADHD samtökunum, dags. 1. október, þar sem óskað var eftir samstarfi við Sveitarfélagið Árborg um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu um AHDH og fyrir fólk með ADHD. Samstarfið gæti verið í formi reglulegs námskeiðahalds eða beins styrks.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar hjá fjölskyldusviði.
Árborg - styrkumsókn 2021.pdf
5. 21101740 - Minnisblað um leikskóla í Árborg
Minnisblað Þorsteins Hjartarsonar, sviðsstjóra fjölskyldusviðs um málefni leikskóla í sveitarfélaginu.
Frestað.
6. 2111039 - Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis í meðhöndlun úrgangs
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. nóvember, um verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis.
Bæjarráð vísar erindinu til kynningar í umhverfisnefnd.
Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis.pdf
7. 2111038 - Námskeiðið Loftslagsvernd í verki - boð um þátttöku
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. nóvember, vegna boðs um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftlagsvernd í verki.
Erindið er lagt fram til kynningar.
Boð um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki.pdf
Bréf til framkv. stjórnar SÍS - Loftslagsvernd í verki.pdf
Loftslagsvernd í verki - Um námskeiðið.pdf
8. 2111069 - Austurbyggð II - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð
Hannes Þór Ottesen f.h. Fagralands ehf. kt. 450321-0790, óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð í Austurbyggð II. Hönnunargögn hafa verið yfirfarin og samþykkt af mannvirkja- og umhverfissviði.
Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð í Austurbyggð II.
Fundargerðir
9. 2110011F - Skipulags og byggingarnefnd - 79
79. fundur haldinn 20. október.
10. 2110019F - Félagsmálanefnd - 28
28. fundur haldinn 20. október.
11. 2110027F - Eigna- og veitunefnd - 52
52. fundur haldinn 27. október.
Fundargerðir til kynningar
12. 2105520 - Fundargerðir almannavarna Árnessýslu 2021
Fundur haldinn 13. október.
Fjárh áætlun-AÁ 2022.pdf
Fundargerð FAÁ 13.10.2021.pdf
1 Verkefni almannavarna hjá embætti Lögreglustjóra á Suðurlandi.pdf
13. 21101764 - Fundargerðir hverfisráðs Stokkseyrar 2021
Fundur haldinn 21. október.
Bæjarráð vísar liðum nr. 1-3,5,7 til eigna- og veitunefndar.
Þá er liðum nr. 4, 8 og 11 vísað til skipulags- og byggingarnefndar og lið nr. 10 til umhverfisnefndar.
Fundargerð Hverfisráðs Stokkseyrar frá 21.október.pdf
14. 2103323 - Fundargerðir hverfisráðs Eyrarbakka 2021
31. fundur haldinn 26. október.
Bæjarráð vísar liðum nr. 2 og 3 til eigna- og veitunefndar.
Þá er lið nr. 7 er vísað til frístunda- og menningarnefndar.
Loks er liðum nr. 8 og 9 vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

Bæjarráð tekur undir lið nr. 6 að staða netsambands á Eyrarbakka sé óboðleg sem og á Stokkseyri. Samtal hefur verið í gangi við fjarskiptafyrirtækin og stefnir í að úr rætist innan skamms tíma.
Hverfisráð-Eyrarbakka-fundur-31.pdf
15. 2103023 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021
902. fundur haldinn 29. október.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 902.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:58 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica