Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 33

Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi,
17.03.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari
Í upphafi fundar kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Engar athugasemdir eru gerðar.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2011149 - Óveruleg breyting á aðalskipulagi - Nauthagi
Tillaga frá 62. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 24. febrúar sl., liður 4. Óveruleg breyting á aðalskipulagi - Nauthagi.

Breytingin tekur til svæðis sem skilgreint er sem almennt útivistarsvæði í gildandi aðalskipulagi ú2. Reiturinn ú2 vestan Nauthóla er um 8.000 m2 að stærð. Stofnuð verður stök 1.800 m2 íbúðarlóð og mun reiturinn því minnka
um tilsvarandi stærð og verða eftir breytingu um 6.200 m2.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að óveruleg breyting á aðalskipulagi yrði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Arborg_Adalsk-breyt-Nauthagi-01_Reitur-02-TIL-YFIRLESTRAR.pdf
Nauthagi-sambyli-skipulagslysing-01-TIL-YFIRLESTRAR.pdf
2. 1811024 - Umsókn um stofnframlag
Tillaga frá 107. fundi bæjarráðs, frá 4. mars sl., liður 3. Umsókn um stofnframlag til viðbótar vegna fjölgunar íbúða að Heiðarstekk.

Umsókn Bjargs íbúðafélags hses. um stofnframlag til viðbótar vegna fjölgunar leiguíbúða um tvær íbúðir.

Í hönnunarferlinu fyrir húsin við Heiðarstekk kom í ljós að það var hægt að fjölga íbúðum um tvær, úr 26 í 28.
Bjarg hefur sent inn umsókn til HMS vegna þessara viðbótaríbúða.
Það bættust við 2 stk af 5 herbergja íbúðum en stofnframlag Árborgar vegna þeirra yrði um 10,6 millj.


Meðfylgjandi er umsóknin en samhliða er sótt um stofnframlag vegna þessara tveggja íbúða til Árborgar.

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að samþykkt yrði umsókn Bjargs um aukið stofnframlag vegna tveggja viðbótaríbúða. Jafnframt felur bæjarráð fjármálastjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna útgjaldanna, að upphæð 10,6 m.kr, til að leggja fyrir bæjarstjórn. Einnig fer bæjarráð fram á að lagt verði fyrir bæjarstjórn minnisblað um heimildir sveitarfélagsins til að setja skilyrði um endurgreiðslu stofnframlags að lokinni uppgreiðslu lána vegna húsnæðisins.

Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Ari B. Thorarensen, D-lista og Gunnar Egilsson, D-lista taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Minnisblað Bjarg íbúðafélag 2021.pdf
3. 2102357 - Deiliskipulagsbreyting - Þykkvaflöt 3-9
Tillaga frá 62. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 24. febrúar sl., liður 6. Deiliskipulagsbreyting - Þykkvaföt 3-9.

Breytingin felur í sér að einbýlishúsalóðirnar við Þykkvaflöt 3,5, 7 og 9 verða sameinaðar í tvær raðhúsalóðir með 4 íbúðum á einni hæð með bílageymslu í enda íbúðum.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd óskaði eftir umsgögn hverfaráðs Eyrarbakka varðandi tillöguna.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Þykkvaflöt - deiliskipulagsbreyting.pdf
4. 2102225 - Beiðni um vilyrði fyrir lóðinni Háheiði 15
Beiðni frá Anpro ehf., dags. 2. febrúar, þar sem óskað var eftir vilyrði fyrir lóðinni Háheiði 15.

Bæjarráð samþykkir að Anpró ehf. verði veitt vilyrði fyrir lóðinni Háheiði 15.

Gunnar Egilson, D-lista, greiddi atkvæði á móti tillögu formanns um að vilyrði yrði veitt og lét bóka eftirfarandi: "Undirritaður er ekki mótfallinn því að fyrirtækið fái úthlutað umræddri lóð en telur að gæta þurfi jafnræðis við úthlutun lóða."

Vegna mótatkvæðis flyst málið til afgreiðslu hjá bæjarstjórn.

Gunnar Egilsson, D-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri taka til máls.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tekur til máls og leggur fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfultrúa meirihlutans:

Það liggur fyrir að bæjarráð hefur ótvíræða heimild til þess að veita vilyrði fyrir lóðum í sérstökum tilfellum eins og kemur skýrt fram í 8 gr. reglna um úthlutun lóða í Svf Árborg. Í þessu tilfelli hefur umsækjandinn Anpró ehf sem er einn eigandi af Gagnheiði 35 afnotarétt af lóðinni Háheiði 15 en fyrrum eigendur Gagnheiðar 35 hafa haft afnotarétt af umræddri lóð í áratugi. Hér er um að ræða aðila sem stefna á umtalsverða uppbyggingu atvinnustarfssemi í sveitarfélaginu, því var það ákvörðun meirihluta bæjarráðs að veita vilyrði fyrir umræddri lóð m.a til þess að leitast við að standa ekki í vegi fyrir aðilum sem hafa áhuga á að koma af nýrri starfssemi í sveitarfélaginu og fjölgun starfa.
Helgi S. Haraldsson, B-lista
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista
Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista
Tómas Ellert Tómasson, M-lista

Tillagan er borin undir atkvæði og er samþykkt með 5 atkvæðum, 4 fulltrúar D-lista sitja hjá.
Háheiði 15.pdf
5. 2103094 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi - Göngustígur
Tillaga frá 63. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 10. mars sl., liður 13. Óveruleg breyting á deiliskipulagi - Göngustígur.

Óveruleg breyting á göngustíg.
Tillagan fjallar um óverulega deiliskipulagsbreytingu á 4. áfanga Fosslands á Selfossi. Íbúðahverfið er í dag fullbyggt en um er að ræða smávægilega tilfærslu á göngustíg sem fer í gegnum opið grænt svæði sem kallast Flóðhólsflóð.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við
bæjarstjórn að farið yrði með breytinguna í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og yrði hún grenndarkynnt.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti að grenndarkynnt yrði fyrir eigendum eftirfarandi fasteigna: Kjarrmói 8,9,11 og 13, Starmói 16 og 17.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
gongustigur_DSK-br-2021-A1.pdf
6. 2102294 - Stíghústún Stokkseyri - beiðni um að fá landið leigt eða keypt
Tillaga frá 63. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 10. mars sl., liður 3. Stíghústún Stokkseyri - beiðni um að fá landið leigt eða keypt.

Á fundi bæjarráðs 25. febrúar sl. var tekin fyrir beiðni um að fá landið Stíghústún á Stokkseyri leigt eða keypt.
Bæjarráð óskaði eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar um erindið í ljósi byggingaáforma sem þar var lýst. Sérstaklega yrði tekin afstaða til þess hvort áformin samræmist skipulagi svæðisins og þróun byggðar.

Umrætt svæði er skilgreint sem frístundahúsasvæði í gildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-2030. Ekkert deiliskipulag fyrir frístundabyggð hefur verið unnið á svæðinu. Komi til þess að deiliskipulag verði unnið mun sveitarfélagið auglýsa þær lóðir lausar til úthlutunar.

Því lagði skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að beiðni um kaup á landi yrði hafnað.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
7. 2103205 - Umboð til skipulagsfulltrúa
Lagt er til að bæjarstjórn veiti skipulagsfulltrúa umboð til undirritunar lóðaleigusamninga.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
8. 2009506 - Grenndarkynning vegna Smártún 1
Síðast tekið fyrir á 31. fundi bæjarstjórnar þann 20. janúar sl.

Tillaga frá 59. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 13. janúar sl., liður 2. Grenndarkynning vegna Smáratúns 1. Tillagan felst í því að afmarka byggingarreit, skilgreina nýtingarhlutfall, hámarksfjölda hæða, ásamt því að skilgreina aðkomu að lóð. Erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemdir borist.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2. Fulltrúar D-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni vegna fjölda athugasemda
sem borist hafa. Lagt var til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin yrði samþykkt.

Forseti lagði til að afgreiðslu á deiliskipulagstillögu fyrir Smáratún 1 á Selfossi yrði frestað til næsta bæjarstjórnarfundar. Vilyrðishafa lóðarinnar bar í millitíðinni að leggja fram til skipulags- og byggingarnefndar teikningar af sænska húsinu eins og það mun koma til með að líta út á lóðinni í þrívídd til að hægt sé að átta sig á götumynd og útliti eftir þessar breytingar.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Bókun frá 63. fundi skipulags- og byggingarnefndar sem haldinn var 10. mars sl.:
Nú hafa umbeðin gögn borist til skipulags- og byggingarnefndar. Breytingar í kjölfar athugasemda hafa verið gerðar á tillögunni og tekið skýrt fram að umrædd tillaga taki einungis til flutnings eða nákvæmrar endurbyggingar á sænska húsinu á lóðinni Smáratún 1. Skipulagsfulltrúa falið að senda þeim sem gerðu athugasemdir við tillöguna áður gerða umsögn um athugasemdir dags. 19. janúar 2021 ásamt uppfærðri tillögu og þrívíddarmyndum.

Lagt fram til kynningar.

Kjartan Björnsson, D-lista, Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista, Gunnar Egilsson, D-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum og 4 fulltrúar D-lista sitja hjá.
Saenska husid samantekt.pdf
Saenska husid umsokn .pdf
2839-021-09-TEI-01-V03-breytingar-Smáratún 1-V02.pdf
9. 1501435 - Reglur um úthlutun á landi til beitar- og ræktunar
Breytingar á reglum um land til beitar- og ræktunar lagðar fram.

Núgildandi reglur eru síðan 2015. Helstu breytingartillögur eru eftirfarandi:

Á 12. fundi bæjarstjórnar þann 15. maí 2019 var umhverfisnefnd með erindisbréfi falið að hafa faglega umsjón með landbúnaðarmálum en málaflokkurinn var áður hjá skipulags- og byggingarnefnd. Af þeim sökum eru orðin skipulags- og byggingarnefnd felld út og í stað þeirra segir umhverfisnefnd.

Þá gerir tillagan ráð fyrir að aðrir en þeir sem stunda búfjárhald skv. lögum um búfjárhald geti sótt um land til ræktunar, t.a.m. undir garðyrkjurækt.

Loks er kveðið á um skyldu leigusala til að þinglýsa leigusamningum en það er gert til að auðvelda utanumhald og eftirlit með þessum löndum.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Reglur um úthlutun beitilönd_samþykkt útgáfa.pdf
10. 2103214 - Almannavarnir Árborgar
Lagt er til að bæjarstjórn stofni Almannavarnaráð Árborgar.
Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri tekur til máls og fylgir tillögunni úr hlaði. Bæjarstjóri bendir á að misritun sé í lokamálsgrein tillögunnar en þar á að standa Almannavarnanefnd Árnessýslu en ekki Árborgar.
Ari B. Thorarensen, D-lista og Gunnar Egilsson, D-lista taka til máls. Að beiðni forseta tekur Arna Ír Gunnarsdóttir, varaforseti við stjórn fundarins á meðan að Helgi S. Haraldsson, B-lista tekur til máls.

Hlé er gert á fundinum kl. 18:21.

Fundir fram haldið kl. 18:32

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. Fjórir fulltrúar D-lista greiða atkvæði á móti.

Kjartan Björnsson, D-lista lagði fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa D-lista:
Hér eru óvönduð vinnubrögð og óundirbúin með öllu. Nær hefði verið að stofna til samtals og samráðs meðal kjörinna fulltrúa með svo veigamikinn og viðkvæman málaflokk og vinna saman að útfærslu. Ósvarað er spurningum um kostnað vegna þessa. Almannavarnir eru gríðarlega mikilvægar og sérstaklega hér á okkar svæði og því þarf að vanda vinnubrögð.
Gunnar Egilsson, Ari Björn Thorarensen, Brynhildur Jónsdóttir og Kjartan Björnsson D lista.

Almannavarnir Árborgar - tillaga og greinargerð.pdf
11. 2101125 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2021
Viðauki nr. 3

Málaflokkur 02:
02‐021- Skrifstofa félagslegrar þjónustu:
Greiðsla til Bergrisans bs. vegna rými á Breiðabólsstað fyrir 2019
og 2020 samtals 46.215.000 kr.

Málaflokkur 27:
Kostnaður v/ sumarstarfa fyrir námsmenn í samvinnu við Vinnumálastofnun samtals 15.000.000 kr.

Tillaga frá 107. fundi bæjarráðs, frá 4. mars sl., liður 3. Umsókn um stofnframlag til viðbótar vegna fjölgunar íbúða að Heiðarstekk.

Umsókn Bjargs íbúðafélags hses. um stofnframlag til viðbótar vegna fjölgunar leiguíbúða um tvær íbúðir.

Í hönnunarferlinu fyrir húsin við Heiðarstekk kom í ljós að það var hægt að fjölga íbúðum um tvær, úr 26 í 28.
Bjarg hefur sent inn umsókn til HMS vegna þessara viðbótaríbúða.
Það bættust við 2 stk af 5 herbergja íbúðum en stofnframlag Árborgar vegna þeirra yrði um 10,6 millj.


Meðfylgjandi er umsóknin en samhliða er sótt um stofnframlag vegna þessara tveggja íbúða til Árborgar.

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að samþykkt yrði umsókn Bjargs um aukið stofnframlag vegna tveggja viðbótaríbúða. Jafnframt felur bæjarráð fjármálastjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna útgjaldanna, að upphæð 10,6 m.kr, til að leggja fyrir bæjarstjórn. Einnig fer bæjarráð fram á að lagt verði fyrir bæjarstjórn minnisblað um heimildir sveitarfélagsins til að setja skilyrði um endurgreiðslu stofnframlags að lokinni uppgreiðslu lána vegna húsnæðisins.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum. Ari B. Thorarensen, D-lista sat hjá.
Sveitarfélagið Árborg - viðauki nr. 3 2021.pdf
Fundargerðir
12. 2102007F - Félagsmálanefnd - 22
22. fundur haldinn 9. febrúar.
13. 2101032F - Skipulags og byggingarnefnd - 61
61. fundur haldinn 10. febrúar.
14. 2102008F - Fræðslunefnd - 30
30. fundur haldinn 10. febrúar.
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista tekur til máls undir lið nr. 1 - Fjölmenningarleg menntun í Árborg-handbók.
15. 2102009F - Eigna- og veitunefnd - 39
39. fundur haldinn 10. febrúar.
Gunnar Egilsson, D-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista taka til máls undir erindi til kynningar, liður nr. 1- Borun á ÓS-5.
16. 2102016F - Frístunda- og menningarnefnd - 19
19. fundur haldinn 15. febrúar.
Kjartan Björnsson, D-lista tekur til máls undir lið nr. 1-Uppskeruhátíð frístunda- og menningarnefndar 2020.

Forseti leggur til að bæjarstjórn óski Evu Maríu Baldursdóttir og Hergeiri Grímssyni til hamingju með titilinn íþróttakona og -karl Árborgar og var það samþykkt.
17. 2102017F - Bæjarráð - 105
105. fundur haldinn 18. febrúar.
18. 2102025F - Bæjarráð - 106
106. fundur haldinn 25. febrúar.
Ari B. Thorarensen, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri taka til máls undir lið nr. 6 - Mat á fjárhagslegum áhrifum fjárfestingar í Stekkjaskóla skv. 66. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Ari B. Thorarensen, D-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista taka til máls undir lið nr. 9- Hreinsistöð við Geitanes, erindisbréf fyrir byggingarnefnd hreinsistöðvar.
19. 2102014F - Skipulags og byggingarnefnd - 62
62. fundur haldinn 24. febrúar.
20. 2102027F - Eigna- og veitunefnd - 40
40. fundur haldinn 24. febrúar.
21. 2103001F - Bæjarráð - 107
107. fundur haldinn 4. mars.
Kjartan Björnsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista taka til máls undir lið nr. 7 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista á viðræðum um bílastæðahús í miðbæ Selfoss.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica