Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðslunefnd - 29

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
27.01.2021 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson nefndarmaður, Á-lista,
Klara Öfjörð Sigfúsdóttir varamaður, S-lista,
Gunnar Rafn Borgþórsson nefndarmaður, B-lista,
Brynhildur Jónsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Þórhildur Dröfn Ingvadóttir nefndarmaður, D-lista,
Páll Sveinsson fulltrúi skólastjóra,
Kristín Eiríksdóttir fulltrúi leikskólastjóra,
Ástrós Rún Sigurðardóttir fulltrúi kennara,
Áslaug Halla Elvarsdóttir fulltrúi foreldra,
Soffía Guðrún Kjartansdóttir fulltrúi leikskólakennara,
Birna Aðalh. Árdal Birgisdóttir fulltrúi foreldra leikskóla,
Ólafía Ósk Svanbergsdóttir áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs,
Þorsteinn Hjartarson sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2012031 - Reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Árborg
Farið yfir helstu breytingar sem hafa verið gerðar frá síðasta fundi. Samþykkt að bæta við 4. grein eftirfarandi setningu: Gert er ráð fyrir að starfsmaður sem fær námsstyrk geri samkomulag við sveitarfélagið um lágmarks starfstíma að námi loknu.

Fræðslunefnd samþykkir þessar reglur með viðbót við 4. grein og mælir með að bæjarstjórn samþykkir þær einnig.
2. 2003156 - Leikskóladagatal 2020-2021
Á samstarfsfundi leikskólastjóra og sviðsstjóra þriðjudaginn 5. janúar 2021 var m.a. fjallað um sumarlokanir leikskóla út frá nýsamþykktum breytingum á reglum um leikskóla. Lagt til við fræðslunefnd að opna leikskólana eftir sumarfrí miðvikudaginn 11. ágúst 2021.
Lagt til að fresta afgreiðslu til næsta fundar og óskað eftir að foreldraráð allra leikskólanna taki þetta til umfjöllunar og skili áliti fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða.
3. 2012130 - Beiðni um samstarf á milli kynslóða
Erindi frá Bergþóru Haralds Eiðsdóttur þar sem hún óskaði eftir samstarfi við sveitarfélagið um að brúa bilið milli leikskólabarna og aldraðra.

Bæjarráð telur erindið mjög áhugavert og vísar því til umfjöllunar í fræðslunefnd.

Fræðslunefnd þakkar áhugavert erindið og felur sviðsstjóra að svara bréfritara.
Erindi til kynningar
4. 2101059 - Fundargerðir leikskólastjóra o.fl.
Fundargerð frá 5. janúar 2021 til kynningar.
6. 2010297 - Ytra mat á leikskólum 2021
Svarbréf Menntamálastofnunar, dags. 15. desember 2020, v/umsóknar um ytra mat á Hulduheimum. Stofnunin þakkar sýndan áhuga á þátttöku en ekki reyndist unnt að verða við umsókn okkar að þessu sinni. Samþykkt að sækja um aftur á næsta ári.
7. 2011105 - Erindisbréf fræðslunefndar
Nýtt erindisbréf fræðslunefndar var borið undir atkvæði á 29. fundi bæjarstjórnar, 30. desember 2020, og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Til kynningar.

Athugasemd kom frá áheyrnarfulltrúa leikskólakennara varðandi orðalag. Leggur til að fulltrúi starfsmanna leikskóla verði fulltrúi leikskólakennara og að fulltrúi kennara verði fulltrúi grunnskólakennara.
8. 2101350 - Varðar áform um Stekkjaskóla
Erindi til bæjarfulltrúa til kynningar.
Sviðsstjóri upplýsti að nú í vikunni væru foreldarar barna, sem fara í Stekkjaskóla, að fá kynningarbréf.

Fulltrúar D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Við hörmum þá stöðu sem er komin upp í skólamálum og að þess skuli ekki hafa verið gætt að upplýsa foreldra um áform tengd breytingu á skólahverfum og uppsetningu bráðabirgðakennslustofanna í Björkurlandi, svo sem um það að börn yrðu færð úr einum skóla í annan. Ótækt er að foreldrar fái þær upplýsingar frá öðrum en skólayfirvöldum. Upplýsingaóreiða af þessu tagi er til þess fallin að rýra traust samfélagsins til sveitarfélagsins og er alls ekki í anda þess gagnsæis sem meirihluti bæjarstjórnar boðaði í upphafi kjörtímabilsins. Jafnframt lýsum við yfir áhyggjum af því að skólamál í Árborg séu komin í þá stöðu að nýtast verði við bráðabirgðahúsnæði fyrir svo stóran hóp nemenda, án þess að nauðsynleg stoðrými séu fyrir hendi og án þess að gerð hafi verið grein fyrir því hvernig leiksvæðum verður háttað og aðkomu barna um vinnusvæði að bráðabirgðastofunum. Úrræði af þessu tagi er lakara að gæðum en ef um nýjan skóla væri að ræða og telja undirritaðar að ekki hafi verið unnið nógu hratt að undirbúningi nýs skóla og ekki gætt að forgangsröðun í þágu barna út frá lögbundnum verkefnum sveitarfélaga.

Brynhildur Jónsdóttir nefndarmaður D-lista
Þórhildur Dröfn Ingvadóttir nefndarmaður D-lista

Fræðslunefnd leggur áherslu á að upplýsingaflæði og samtal við foreldra verði mjög gott á næstu vikum og mánuðum.
9. 2003164 - COVID-19 - Skipulag skóla- og frístundastarfs í Árborg
Erindi vegna COVID verklags/skipulags frá grunnskólum Árborgar, dags. 29.12.2020, til viðbragðsstjórnar sveitarfélagsins sem sviðsstjóri samþykkti fyrir hennar hönd.

Skólastarfið hefur nú færst að mestu til þess horfs sem var fyrir setningu fyrstu reglugerðar um takmörkun á skólahaldi nú í haust.

Lagt fram til kynningar.
10. 2012160 - Þakkarbréf 8. deildar félags leikskólakennara
Til kynningar.
Félagið fagnar þeirri ákvörðun sveitarfélagsins að hafa lokað leikskólum milli jóla og nýárs.
11. 2101265 - Fyrirspurn - fundarsköp fræðslunefndar
Til kynningar.
- Fyrirspurn frá Brynhildi Jónsdóttur og Þórhildi Dröfn Ingvadóttur, D-lista, um fundarsköp á 28. fundi fræðslunefndar í máli nr. 2003156.
- Svar Sigríðar Vilhjálmsdóttur, lögmanns á stjórnsýslusviði.
12. 2101180 - Skipun sérfræðingateymis vegna barna með fjölþættan vanda
Til kynningar.
13. 2012222 - Áskorun varðandi framboð grænkerafæðis í skólum
Bréf frá Samtökum grænkera á Íslandi.
- Áskorun til allra leik- og grunnskóla landsins.
- Áskorun til sveitarfélaga.

Samþykkt að koma erindinu á framfæri við skólastjórnendur og stýrihóp um heilsueflandi samfélag.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica