Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 139

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
17.02.2022 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Ari Már Ólafsson varamaður, M-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2202210 - Vetrarþjónusta á vegum
Fulltrúi Vegagerðarinnar kemur inn á fundinn kl. 17:00.
Fulltrúi Vegagerðarinnar, Ágúst Sigurjónsson, kom á fund bæjarráðs og gerði skýra grein fyrir verklagi Vegagerðarinnar og forgangsröðun að því er varðar Hellisheiði, Þrengsli og Suðurstrandarveg. Samkvæmt því verklagi fara Þrengsli í fyrsta forgang ef Hellisheiði lokar og Suðurstrandarvegur ef Þrengslin loka.
Ágúst gerði einnig grein fyrir tímalínu þeirra óveðra og moksturs sem átt hafa sér stað undanfarnar tvær vikur. Það er augljóst að aðstæður hafa verið mjög erfiðar og hvert áfallið rekið annað.
Fjöldi fólks á Árborgarsvæðinu sækir ýmsa þjónustu, vinnu og nám til Reykjavíkur og einhver fjöldi höfuðborgarbúa sækir einnig þjónustu, vinnu og nám á Árborgarsvæðið. Ef Árborgarsvæðið ásamt höfuðborgarsvæðinu á að kallast að vera eitt atvinnu- og þjónustusvæði liggur í augum uppi að samgöngur innan þess svæðis þurfa að vera sem greiðastar. Þá er augljóst að vegna öryggis íbúa á Árborgarsvæðinu skiptir miklu að leiðin sé greið í þá þjónustu sem eingöngu Landspítalinn sinnir.
Bæjarráð hvetur Vegagerðina til að koma á framfæri við almenning lýsingu á því sem gengið hefur á undanfarnar tvær vikur og tímalínuna sem að því lítur. Jafnframt hvetur bæjarráð Vegagerðina til að draga af þessu allan þann lærdóm sem hægt er svo gera megi betur í illviðrum framtíðarinnar.
 
Gestir
Ágúst Sigurjónsson - 17:00
2. 2202205 - Húsnæði Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Bókun frá 41. fundi fræðslunefndar frá 9. febrúar sl. þar sem fram kemur að fræðslunefnd leggi ríka áherslu á að húsnæðismál Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fái farsæla lausn sem allra fyrst. Afar mikilvægt er að vinna að lausn málsins í samstarfi við nemendur, starfsfólk, foreldra og samfélagið allt.
Bæjarráð samþykkir að fá RR ráðgjöf til að leiða samráðsferli vegna framtíðar skólahúsnæðis Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Þetta samráðsferli hefjist með skólaþingi þann 8. mars næstkomandi, en í framhaldi þess fari fram frekara samráð og úrvinnsla.
Samhliða þessari vinnu er verið að vinna að tímabundinni lausn sem nýst getur frá næsta hausti.

Gunnar Egilsson, D-lista, leggur til að fram fari kostnaðarmat á hugsanlegri viðgerð á skólanum sem nú er á Eyrarbakka. Sú kostnaðaráætlun getur nýst til ákvarðanatöku um húsnæði skólans.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu Gunnars Egilssonar til skoðunar í eigna- og veitunefnd eins fljótt og verða má.
3. 2202049 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Rannsóknarborholur
Tillaga frá 87. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 9. febrúar, liður 4. - Framkvæmdaleyfisumsókn - Rannsóknarborholur
Vilhjálmur Kristjánsson f.h. Selfossveitna, sótti um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborunum. Sótt var um leyfi til borunar á einni rannsóknarholu í Flóanum norðan við Eyrarbakka, ln. 165859.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð að framkvæmdaleyfi yrði veitt.

Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi til borunar á einni rannsóknarholu í Flóanum norðan við Eyrarbakka, ln. 165859.
4. 2201251 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Breytt akstursleið Austurvegur 4
Tillaga frá 87. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 9. febrúar, liður 2. Framkvæmdaleyfisumsókn - Breytt akstursleið Austurvegur 4
Atli Marel Vokes sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar lagði fram tillögu og ósk um breytingu á legu aksturstefnu sunnan við húsið Austurvegur 4. Einnig var óskað eftir leyfi til að gera 14 ný bílastæði framan við húsið(sunnanmegin). Samfara framkvæmdinni þarf að færa til núverandi ljósastaura til suðurs auk niðurfalla. Þá þarf að færa til núverandi steyptar eyjur á svæðinu.

Framkvæmdin er í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir svæðið. Því lagði skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarráð að framkvæmdaleyfi yrði veitt í samræmi við reglugerð 772/2012.

Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna nýrra bílastæða við Austurveg 4 og breytingu á legu aksturleiðar.
Austurvegur-4_Bilastaedi_02_Austurvegur-4-frumhonnun.pdf
5. 2202208 - Reglugerð nr. 14/2022 um breytingu á reglugerð 1212/2015
Tillaga frá sviðstjóra fjármálasviðs, dags. 14. febrúar, um að reglugerð nr. 14/2022 um breytingu á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga taki gildi hjá Sveitarfélaginu Árborg árið 2022.
Bæjarráð samþykkir að reglugerð nr. 1212/2015 taki gildi árið 2022.
Breyting á reglugerð 1212_2015 febrúar 2022.pdf
6. 2102410 - Hreinsistöð við Geitanes
Lagt fram til kynningar.
Með þeirri skýrslu sem hér er lögð fram er fyrsta áfanga hönnunar lokið. Starfshópurinn á hinsvegar eftir að skila af sér frumhönnun áður en störfum hópsins verður lokið.
2839-136-SKY-001-V05 Kröfulýsing og forsögn.pdf
7. 2107031 - Trúnaðarmál
Gögn verða lögð fram á fundinum.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið.
8. 2112006 - Breyting á skipulagi barnaverndar
Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. febrúar, þar sem farið var yfir hlutverk og skipan umdæmisráðs barnaverndar sem komu inn með breytingum á barnaverndarlögum.
Lagt fram til kynningar.
9. 2003206 - Ákvörðun ráðherra - starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga Covid19
Erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 9. febrúar, þar sem ráðuneytið vildi vekja athygli á auglýsingu um ákvörðun innviðaráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga, sem birt var í Stjórnartíðindum þann 2. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
B_nr_142_2022.pdf
10. 2202168 - Tilnefningar eða framboð í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga
Erindi frá stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 11. febrúar, þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

Áformað er að halda aðalfund Lánasjóðsins síðdegis föstudaginn 1. apríl 2022 á Grand hóteli í Reykjavík, en fundurinn verður boðaður sérstaklega síðar í samræmi við lög um hlutafélög.

Frestur til að skila framboðum eða tilnefningum til kjörnefndar rennur út kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 9. mars 2022.

Lagt fram til kynningar.
Auglýsing eftir framboði í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.pdf
11. 2201291 - Stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sveitarfélaga á landsbyggð
Upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 11. febrúar, um breytta dagsetningu stofnfundar Landsbyggðar hses. Fundurinn verður 23. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.
12. 2202048 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 1162012 (móttaka einstaklinga með vernd, innflytjendaráð), 271. mál.
Erindi frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, dags. 26. janúar, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012 (móttaka einstaklinga með vernd, innflytjendaráð), 271. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar á fjölskyldusviði.
Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012 (móttaka einstaklinga með vernd, innflytjendaráð), 271. mál..pdf
13. 2202133 - Umsögn - frumvarp til laga um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldi, 93. mál.
Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 9. febrúar, þar sem óskað var eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldi, 93. mál.
Lagt fram til kynningar.
Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldi, 93. mál..pdf
14. 2202180 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 332. mál.
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 11. febrúar, þar sem óskað var eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 332. mál.
Lagt fram til kynningar.
Frá nefndasviði Alþingis -332. mál til umsagnar.pdf
Fundargerðir
15. 2201009F - Umhverfisnefnd - 20
20. fundur haldinn 2. febrúar.
16. 2201028F - Skipulags og byggingarnefnd - 87
87. fundur haldinn 9. febrúar.
17. 2202007F - Fræðslunefnd - 41
41. fundur haldinn 9. febrúar.
18. 2202010F - Eigna- og veitunefnd - 58
58. fundur haldinn 9. febrúar.
19. 2202014F - Frístunda- og menningarnefnd - 31
31. fundur haldinn 14. febrúar.
Fundargerðir til kynningar
20. 2201237 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022
906. fundur haldinn 4. febrúar 2022.
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 906.pdf
21. 2201223 - Fundargerðir stjórnar SASS 2022
578. fundur haldinn 4. febrúar.
Lagt fram til kynningar.
578. fundur stj. SASS.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica