Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 83

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
18.04.2024 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir varaformaður, D-lista,
Axel Sigurðsson varamaður, Á-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri
Formaður leitar afbrigða að taka á dagskrá mál, "Göngubrú yfir Ölfusá" málsnr. 2302206. Er það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2301186 - Fjárhagsleg markmið og eftirlit
Bæjarstjóri fer yfir stöðu mála.
Bæjarstjóri fer yfir stöðuna.
2. 21042551 - Undirbúningur og framkvæmdir við Stekkjaskóla
Á 68. fundi bæjarráðs tók bæjarráð undir tillögu starfshóps um gerð minnisblaðs um það hvernig framvindu framkvæmda við stofnun og byggingu Stekkjaskóla var háttað. Bæjarráð vísaði málinu til sviðsstjóra fjölskyldusviðs til úrvinnslu og óskaði eftir því að unnið verði minnisblað sem lagt yrði fyrir bæjarráð.

Minnisblað dags. 14. mars, frá Heiðu Ösp Kristjánsdóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs, Hilmari Björgvinssyni skólastjóra Stekkjaskóla og Sigurði Ólafssyni deildarstjóra framkvæmda- og tæknideildar um framkvæmd og tímalínu við stofnun og byggingu Stekkjaskóla.

Afgreiðslu málsins var frestað á 81. fundi bæjarráðs.

Bæjarráð þakkar starfsfólki fyrir minnisblaðið og leggur það fram til kynningar.
3. 2404083 - Aðstaða Mótocrossdeildar UMF. Selfoss
Lagt fram til staðfestingar samkomulag um kostnað við flutning á æfingar- og keppnissvæði Mótocrossdeildar Umf. Selfoss
Afgreiðslu frestað.
4. 2402347 - Rauðholt - Endurnýjun götu, lagna auk yfirborðsfrágangs - Ósk um framkvæmdaleyfi
Tillaga frá 26. fundi skipulagsnefndar frá 10. apríl, liður 4. Rauðholt - Endurnýjun götu, lagna auk yfirborðsfrágangs - Ósk um framkvæmdaleyfi
Mál áður til kynningar á fundi skipulagsnefndar 28.2.2024:
Sigurður Ólafsson deildarstjóri framkvæmda á tæknideild mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar, lagði fram ósk um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar götunnar Rauðholts á Selfossi, skv. meðfylgjandi gögnum.
Verkið felur í sér endurnýjun allra lagna og jarðvegsskipta, auk yfirborðsfrágangs. Með endurnýjun er átt við gerð verða jarðvegsskipti í öllu götusniðinu, auk lagningu nýrra lagna fyrir fráveitu-, vatnsveitu, hitaveitu, ljósastauralagnir, auk fjarskipta og hugsanlega raflagna. Þá felur verkið í sér yfirborðsfrágang, þ.e. malbikun götu og hjólastíga, steypa kantsteina, hellulagnir gangstétta auk þess sem gerð trjábeða. Þá má nefna gerð hraðahindrana, merkingar þeirra auk niðurtekinna doppuhellna fyrir gangandi vegfarendur. Loks verða settir upp ljósastaurar, umferðarmerki og málun umferðarmerkinga. Afmörkun svæðis mun verður frá Engjavegi, að Hrísholti, og að hluta til að Austurvegi.

Skipulagsnefnd samþykkti umsókn um framkvæmdaleyfi, og lagði til við bæjarráð Árborgar að umsókn yrði samþykkt, og skipulagsfulltrúa yrði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Skipulagsnefnd vildi árétta að mikilvægt er að kynna framkvæmdina vel með góðum fyrirvara til þeirra sem framkvæmdin hefur áhrif á.

Bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar á götu, lögnum auk yfirborðsfrágangs við Rauðholt á Selfossi. Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Umsókn um framkvæmdaleyfi_Rauðholt.pdf
5. 2401371 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Stofnlögn Austurvegur-Heiðmörk-Laugardælavegur (kalt vatn)
Tillaga frá 26. fundi skipulagsnefndar frá 10. apríl, liður 5. - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Stofnlögn Austurvegur - Heiðmörk - Laugardælavegur (kalt vatn)
Sigurður Ólafsson deildarstjóri framkvæmda á tæknideild mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar, lagði fram ósk um framkvæmdaleyfi vegna lagningar nýrrar vatnslagnar í Austurvegi (1) á Selfossi. Um er að ræða Ø280 vatnslögn, sem mun liggja frá gatnamótum Austurvegar og Heiðmerkur, að gatnamótum Austurvegar og Laugardælavegar (3020). Lögnin yrði lögð um 1-2 m frá nyrðri kantsteini Austurvegar, ásamt ídráttarrörum fyrir fjarskipti.
Um er að ræða framhald af framkvæmdum við stofnlögn vatnsveitu sem unnið var í á árunum 2015-2016. Áætlaður framkvæmdatími er sumar 2024. Tilgangur framkvæmdarinnar er að styrkja dreifikerfi vatnsveitu á Selfossi. Verkið verður unnið í tveimur áföngum. Gert er ráð fyrir að loka nyrðri akgrein Austurvegar og beina umferð til vesturs eftir stofngötum á Selfossi. Umferð um Laugardælaveg verður beint í gegnum planið hjá Austurvegi 69. Á lokunarplani eru ekki sýndar hjáleiðir vegna gangandi og hjólandi vegfarenda, en stefnt er á að tryggja aðgengi þeirra í samráði við verktaka, t.d. með bráðabirgða göngubrúm.

Skipulagsnefnd samþykkti umsókn um framkvæmdaleyfi, og lagði til við bæjarráð Árborgar að umsókn yrði samþykkt, og skipulagsfulltrúa yrði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfi vegna stofnlögn Austurvegur - Heiðmörk - Laugardælavegur (kalt vatn). Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Umsókn um framkvæmdaleyfi_vatnslögn Austurvegur.pdf
6. 2206157 - Fundartími bæjarráðs kjörtímabilið 2022-2026
Lagt er til að næsti fundur bæjarráðs verði miðvikudaginn 24.apríl. Fundargögn verða send út fyrir kl.16:00 mánudaginn 22. apríl.
7. 2302206 - Göngubrú yfir Ölfusá
Í ljósi umferðaslyss sem varð á Ölfusárbrú miðvikudaginn 17.apríl sl. þar sem handrið milli akgreinar og gönguleiðar var keyrt niður vill bæjarráð árétta fjölmargar fyrri bókanir um mikilvægi stakstæðrar göngubrúar yfir Ölfusá. Bæjarráð skorar á Vegagerðina að setja á dagskrá stakstæða göngubrú yfir Ölfusá sem allra fyrst svo tryggja megi neyðarleið viðbragðsaðila ásamt öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.
Fundargerðir
8. 2403023F - Skipulagsnefnd - 26
26. fundur haldinn 10. apríl.
Fundargerðir til kynningar
9. 2404148 - Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga 2024
17. fundur haldinn 5. mars.
18. fundur haldinn 19. mars.
19. fundur haldinn 5. apríl.
Ársreikningur HÁ og stofnanna.

Lagt fram til kynningar.
17. fundur framkæmdastjórnar Héraðsnefndar .pdf
18. fundur framkæmdastjórnar Héraðsnefndar .pdf
19. fundur 2022-2026 fundargerð.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:25 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica