Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 96

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
03.12.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1601103 - Málefni Tryggvaskála
Fulltrúar Skálafélagsins koma inn á fundinn kl. 17:00
Aðilar eru sammála um að áfram verði veitingarekstur í Tryggvaskála með svipuðu sniði og undanfarin ár.
 
Gestir
Þorvarður Hjaltason - 17:00
Bryndís Brynjólfsdóttir - 17:00
2. 2008150 - Stefnumótun í málefnum heimilislausra í Árborg
Erindi frá deildarstjóra félagsþjónustu, dags. 30. nóvember, vegna bráðavanda heimilslausra í Árborg.
Heiða Ösp Kristjánsdóttir, deildarstjóri félagsþjónustu, kemur inn á fundinn kl. 17:45.

Heiða Ösp Kristjánsdóttir, deildarstjóri félagsþjónustu, kynnti málið.
 
Gestir
Heiða Ösp Kristjánsdóttir - 17:45
3. 2011259 - Umsögn - frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð, 321. mál
Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 27. nóvember þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð, 321. mál.

Lagt fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
Atvinnuveganefnd Alþingis mál 321.pdf
4. 2011258 - Umsögn - frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun, 322. mál
Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 27. nóvember, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun, 322. mál.

Lagt fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis mál 322.pdf
5. 2011246 - Umsókn um vilyrði fyrir lóð í Víkurheiði - lóðir I, J, K og L
Beiðni frá Byggingarfélaginu Hamri ehf, dags. 27. nóvember, þar sem óskað var eftir vilyrði fyrir lóðum nr. I, J, K og L að Víkurheiði Selfossi.
Bæjarráð óskar eftir umsögn skipulagsfulltrúa um erindið.
Beiðni um vilyrði Víkurheiði I,J, K og L.pdf
6. 2011265 - Umsókn um vilyrði fyrir lóð í Víkurheiði - lóð L
Beiðni frá Jökulverk ehf, dags. 28. nóvember, þar sem óskað var eftir viðyrði fyrir lóð nr. L við Víkurheiði á Selfossi. Sótt er um lóð nr. I til vara.
Bæjarráð óskar eftir umsögn skipulagsfulltrúa um erindið.
vilyrði fyrir lóð.pdf
7. 2011157 - Umsókn um kaup eða leigu á landi - jörðin Borg
Erindi frá GeoTækni efh, dags. 26. nóvember, þar sem óskað var eftir að kaupum eða leigu á landi í eigu Sveitarfélagsins Árborgar, jörðin Borg III, landnr. 210187.
Bæjarráð samþykkir að leigja GeoTækni umrætt land, landnr. 210187, til grænnar nýsköpunar, og óskar eftir að drög að leigusamningi verði lögð fyrir bæjarráð til staðfestingar.
Umsókn um kaup eða leigu á landi.pdf
Fundargerðir
8. 2011013F - Eigna- og veitunefnd - 35
35. fundur haldinn 25. nóvember.
8.1. 2011107 - Afnotaleyfi - bryggjan Eyrarbakka- Sæbýli
Farið yfir umsókn um afnotaleyfi af Eyrarbakkabryggju
Nefndin leggur til við bæjarráð að veita umbeðið afnotaleyfi.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að afnotaleyfið verði veitt.
9. 2011017F - Frístunda- og menningarnefnd - 15
15. fundur haldinn 30. nóvember.
9.2. 1905139 - Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi 2020
Lagt fram erindi frá HSK vegna samninga um Unglingalandsmót UMFÍ og frestunar mótsins um eitt ár ásamt fundagerð framkvæmdanefndar mótsins.
Frístunda- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að ósk HSK um að samningur um Unglingalandsmótið 2020 verð framlengdur og gildi fyrir mótið 2021 sem haldið verður á Selfossi. Samþykkt samhljóða.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að samningur um Unglingalandsmótið 2020 verði framlengdur og gildi fyrir mótið 2021 sem haldið verður á Selfossi.
Fundargerðir til kynningar
10. 2002188 - Fundargerðir Héraðsnefnda Árnessýslu 2020
19. fundur - haustfundur haldinn 12. nóvember.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð haustfundar Héraðsnefndar Árnesinga 2020.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica