Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 5

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
31.08.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista,
Matthías Bjarnason áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Sölvi Leví Gunnarsson ,
Sveinn Pálsson byggingafulltrúi,
Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður.
Fundargerð ritaði: Sölvi Leví Gunnarsson, Aðstoðar byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2208135 - Fossnes svæði 60 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar, af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 24.8.2022:
„Fernando Andrés C. de Mendonca hönnunarstjóri f.h. Sláturfélags Suðurlands sækir um leyfi til að setja upp þrjú hús fyrir 36 starfsmenn.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Deiliskipulag liggur ekki fyrir og því þarf að grenndarkynna umsóknina með vísan til 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Á lóðinni stóðu áður starfsmannahús sem hafa verið rifin.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.“

Skipulags og byggingarnefnd hafnar erindinu á þeim forsendum að íbúðabyggð er ekki heimil á svæðinu samkvæmt aðalskipulagi Árborgar og deiliskipulag hefur ekki verið unnið fyrir svæðið.
Þetta erindi samræmist ekki fyrri upplýsingum sem kynntar voru fyrir skipulagsnefnd á fundi 90 & 92.
2. 2208082 - Eyravegur 22 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar, af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 24.8.2022:
„Samúel Smári Hreggviðsson hönnunarstjóri f.h. Saulius Vareika sækir um leyfi til að byggja við núverandi íbúðarhús. Helstu stærðir viðbyggingar er 115,7 m2 og 413,0 m3. Í viðbyggingu eru tvær nýjar íbúðir.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1, deiliskipulag liggur ekki fyrir. Fyrir liggur yfirlýsing meðeiganda um aðild að umsókninni og samþykki. Vísað til skipulas- og byggingarnefndar.“
Á svæðinu liggur ekki fyrir gildandi deiliskipulag.

Skipulags- og byggingarnefnd telur að áform um fjölgun íbúða á lóðinni Eyravegur 22, sé ekki tímabær á meðan ekki hefur verið unnið rammaskipulag fyrir svæðið í heild, eins og endurskoðað aðalskipulag Árborgar 2020-2036, gerir ráð fyrir, þar sem svæðið meðfram Eyravegi er skilgreint sem miðsvæði/þróunarsvæði.
3. 2208263 - Beiðni um stækkun á iðnaðahúsnæði - Gagnheiði 37
Þröstur Hafsteinsson f.h. ÞH Blikk á Selfossi, leggur fram fyrirspurn um hvort leyfi fáist til stækkunar á Gagheiði 37. Stækkun yrði að norðanverðu við núverandi hús, til aukningar á geymsluplássi (plötugeymsla), allt 100m2, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemir við byggingaráformin, með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynna þarf fyrir lóðarhöfum að Gagnheiði 35, 39 og framvísa þarf samþykki meðeiganda Gagnheiði 37.
4. 2208264 - Friðland í Flóa- Endurheimt votlendis - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Einar Bárðarson f.h. Votlendissjóðs, óskar eftir leyfi sveitarfélagsins, (framkvæmdaleyfi) sem felur í sér að loka gömlum skurðum sem liggja vestan við og sunnan við Óseyraveg, skv. meðfylgjandi gögnum. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru ekki taldar hafa áhrif á tún nágrannajarða eða önnur nálæg mannvirki. Fuglavernd Íslands og Votlendissjóður hafa gert með sér samning um endurheimt votlendis í Friðlandinu Flóa í sveitarfélaginu Árborg. Landsvæðið er í eigu Árborgar. Markmið með fyrirhuguðum framkvæmdum er að skapa betra búsetuskilyrði fyrir fugla og á sama tíma binda kolefni.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarstjórn Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
5. 2208269 - Larsenstræti 2. - Óveruleg breyting á deiliskipulagi
Larsen hönnun og ráðgjöf, leggur fram tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi Merkilandstúns (Larsenstræti). Um er að ræða lóðina Larsenstræti 2, sem er skilgreind verslunar- þjónustu og athafnalóð. Breytingin felur í sér að byggingarreitur er stækkaður til norðurs, auk útskots á hluta byggingarreits að vestanverðu. Aðrir eldri skilmálar deiliskipulags breytast ekki.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir fullnægjandi gögnum.
Skipulagsfulltrúa er falið að hafa samband við umsækjanda.
6. 2207196 - Eyrargata Eyrabakka- Umsókn um framkvæmdaleyfi. (endurnýjun yfirborðs götu)
Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 27.7.2022:
María Dís Ásgeirsdóttir f.h. Mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna framvæmda við endurnýjun yfirborðs götu og lagningu gangstétta á um 260m kafla Eyrargötu á Eyrarbakka, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Vegkaflinn afmarkast frá húsi nr.42, að vestan og austur að húsi nr. 49 við Eyrargötu.
Nú er óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu gangstétta, og hafa borist ítarlegri gögn.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarstjórn Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Fundargerð
7. 2208006F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 98

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:50 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica