Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 2

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
23.06.2022 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir varaformaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Á-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri, Rósa Sif Jónsdóttir ritari.
Fundargerð ritaði: Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2205232 - Styrkbeiðni 2022 - Hörpukórinn
Erindi frá Hörpukórnum þar sem óskað var eftir styrk þar sem ráða þarf nýjan kórstjóra fyrir kórinn. Óskað var eftir styrk til að aðstoða við utan um hald um starfsemi kórsins.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til deildarstjóra félagsþjónustu til úrvinnslu.
Styrkbeiðni Hörpukórsins.pdf
2. 2203355 - Samkomulag um framkvæmd KIA gullhringsins í Árborg 2022-2024
Erindi frá Vegagerðinni, dags. 9. júní, þar sem að óskað var eftir afnotaleyfi fyrir hjólreiðakeppninni KIA Gullhringurinn á vegsvæðum Vegagerðarinnar í Sveitarfélaginu Árborg.
Bæjarráð veitir afnotleyfi fyrir hjólreiðakeppninni KIA Gullhringurinn á vegsvæðum Vegagerðarinnar í Sveitarfélaginu Árborg.
3. 2205404 - Bílastæði fyrir fatlað fólk við Miðbæ Selfoss
Erindi frá Sigtúni þróunarfélagi ehf, dags. 24. maí, þar sem óskað var eftir að fá tvö stæði við Ráðhús Árborgar skilgreind sem stæði fyrir fatlaða, meðan að Brúarstræti er göngugata í sumar.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga.

Bæjarráð leggur til að gönguleið frá bílastæði verði merkt og aðgreind frá bílastæðum og bent er á að heimilt er að nota merkt stæði fyrir fatlað fólk við Ráðhúsið á meðan að Brúarstræti er nýtt sem göngugata tímabundið.
4. 2206120 - Fyrirspurn - verkefni formanns bæjarráðs
Fyrirspurn frá Örnu Ír Gunnarsdóttur, bæjarfulltrúa S-lista.

1. Í hverju felast nákvæmlega aukin verkefni formanns bæjarráðs frá því sem verið hefur nú þegar tekin hefur verið ákvörðun að þrefalda laun hans, hækka þau úr 21% af þingfararkaupi í 65% af þingfarakaupi? Hvert verður verksvið hans og hver er starfslýsingin?

2. Við það að verkefnum formanns bæjarráðs fjölgar, hvaða verkefnum bæjarstjóra, forseta bæjarstjórnar eða annarra starfsmanna sveitarfélagsins mun þá fækka á móti?

Svar við fyrirspurn lagt fram.

Arna Ír Gunnarsdóttir þakkar framkomin svör.








Fyrirspurn.pdf
Svar við fyrirspurn um verkefni formanns bæjarráðs.pdf
5. 2205081 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Hraðahindranir við Árveg, Álalæk og Engjaveg.
Tillaga frá 1. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 15. júní sl., liður 7. Framkvæmdaleyfisumsókn - Hraðahindranir við Árveg, Álalæk og Engjaveg.

Atli Marel Vokes sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar lagði fram í tölvupósti dags. 6.5.2022, ósk um framkvæmdaleyfi vegna gerðar nýrra hraðahindrana samkvæmt umferðarskipulagi við Árveg, Álalæk og Engjaveg við Hamar, og Engjaveg við Reynivelli á Selfossi.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð Árborgar að umsókn yrði samþykkt og að skipulagsfulltrúa yrði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Bæjarráð samþykkir að veita frakvæmdaleyfi vegna hraðahindrana við Árveg, Álalæk og Engjaveg. Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
2839-037-01-TEI-010-V01-Hraðahindranir Selfossi - Árvegur - E102.pdf
2839-037-01-TEI-010-V01-Hraðahindranir Selfossi - Álalækur - E101.pdf
2839-037-01-TEI-010-V01-Hraðahindranir Selfossi - Engjavegur við Reynivelli - E103.pdf
2839-037-01-TEI-010-V01-Hraðahindranir Selfossi - Engjavegur við Hamar - E104.pdf
6. 2206094 - Ljósleiðari - Framkvæmdaleyfi - Frá Óseyrarbrú (sveitrafélagamörk vestri) - Að Árlundi (sveitarfélagamörkum í austri)
Tillaga frá 1. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 15. júní sl., liður 13. Ljósleiðari - Framkvæmdaleyfi - Frá Óseyrarbrú (sveitrafélagamörk vestri) - Að Árlundi (sveitarfélagamörkum í austri)

Elísabet Guðbjörnsdóttir verkefnastjóri fjárfestingaverkefna hjá Ljósleiðaranum ehf, lagði fram ósk í tölvupósti dags. 8.6.2022, um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðar lagnaleiðar Ljósleiðarans meðfram Eyrarbakkavegi, áfram eftir Gaulverjabæjarvegi og sveitarfélagamörkum við Árlund. Framkvæmdin er liður í því að tengja saman sæstrengi
Farice en er einnig forsenda þess að hægt sé að klára uppbyggingu ljósleiðara í Árborg. Plægt verður niður þríburarör og er stofn fyrir Mílu lagður í leiðinni inn að Stokkseyri og Eyrarbakka. Búið er að sækja um leyfi frá Vegagerðinni og er verið að semja við alla viðeigandi
landeigendur. Verktími er áætlaður á tímabilinu júní til ágústloka 2022.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn/bæjarráð Árborgar að umsókn yrði samþykkt og að skipulagsfulltrúa yrði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Bæjarráð samþykkir að veita frakvæmdaleyfi vegna ljósleiðara frá Óseyrarbrú (sveitarfélagamörk vestri) - að Árlundi (sveitarfélagamörkum í austri). Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Árborg Framkvæmdaleyfi Sett 220603.pdf
7. 2206169 - Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2022
Erindi frá Landskerfi bókasafna hf. dags. 14. júní, þar sem boðað var til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. miðvikudaginn 29. júní nk.
Bæjarráð felur Heiðrúnu Dóru Eyvindardóttur, fulltrúa bókasafns Árborgar að mæta á fundinn.
Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2022.pdf
8. 2108121 - Samningur um máltíðir fyrir Stekkjaskóla
Lagt er til við bæjarráð að framlengja samning við Selfossveitingar vegna innkaupa á tilbúnum máltíðum fyrir Stekkjaskóla haustið 2022 í samræmi við minnisblað fjármálasviðs. Gert er ráð fyrir áætluðum kostnaði í fjárhagsáætlun ársins 2022.
Bæjarráð samþykkir að framlengja samning við Selfossveitingar.
9. 2206122 - Rekstrarleyfisumsögn - Brúarstræti 12A - Messinn
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 9. júní, þar sem óskað var eftir umsögn um rekstrarleyfi veitingar í flokki II rekstur Veitingaleyfi-A Veitingahús. Umsækjandi L6 ehf. kt: 520620-0870.

Umsögnin verður tekin fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 22. júní nk.

Bókun afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 22.júní: Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar og gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfi verði veitt L6 ehf í flokki II.
Umsagnarbeiðni-2022020555.pdf
Fundargerðir
10. 2205019F - Skipulags og byggingarnefnd - 1
1. fundur haldinn 15. júní.
Lagt fram til kynningar
Fundargerðir til kynningar
11. 2201223 - Fundargerðir stjórnar SASS 2022
582. fundur haldinn 3. júní.
Lagt fram til kynningar.
582. fundur stj. SASS.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica