Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 87

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
09.02.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Kristbjörn Hjalti Tómasson nefndarmaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Anton Kári Halldórsson skipulagsfulltrúi, Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Rúnar Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2202028 - Umsókn um stækkun á lóð - Álftarimi 4
Haukur Harðarson íbúi á Álftarima 4, á Selfossi, leggur fram í tölvupósti dags. 1.2.2022, með skýringarmyndum, ósk um að fá leyfi til að stækka lóðina til suðurs um ca 6-7 metra.
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir áliti mannvirkja- og umhverfissviðs á umsókn um stækkun lóðar.
2. 2201251 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Breytt akstursleið Austurvegur 4
Atli Marel Vokes sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar leggur fram tillögu og ósk um breytingu á legu aksturstefnu sunnan við húsið Austurvegur 4. Einnig er óskað eftir leyfi til að gera 14 ný bílastæði framan við húsið(sunnanmegin). Samfara framkvæmdinni þarf að færa til núverandi ljósastaura til suðurs auk niðurfalla. Þá þarf að færa til núverandi steyptar eyjur á svæðinu.
Framkvæmdin er í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir svæðið. Því leggur skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarráð að framkvæmdaleyfi verði veitt í samræmi við reglugerð 772/2012.
3. 2201362 - Aukin umferð um Gaulverjabæjarveg - Sleipnir
Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir áhyggjur varðandi öryggismál. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við Vegagerðina að hámarkshraði á Gaulverjabæjarvegi frá gatnamótum Suðurhóla að hringtorgi á þjóðvegi 1 verði ferður niður í 50km/klst. Erindinu vísað til nánari útfærslu í vinnuhóp sem er að hefja störf vegna endurskoðunar deiliskipulags hesthúsasvæðisins á Selfossi.
4. 2202049 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Rannsóknarborholur
Vilhjálmur Kristjánsson f.h. Selfossveitna, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborunum. Sótt er um leyfi til borunar á einni rannsóknarholu í Flóanum norðan við Eyrarbakka, ln. 165859.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfi verði veitt.
5. 2111442 - Björkurstekkur 79 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 12.janúar 2022.
Um er að ræða byggingarleyfisumsókn sem er í grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vegna galla á gögnum er erindið tekið aftur á dagskrá. Grenndarkynningarferli var framlengt um tvær vikur og lýkur 9. febrúar 2022.

Engar athugasemdir bárust á tímabili grenndarkynningar. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi vegna byggingar einbýlishúss að að Björkurstekk 79.
6. 2107156 - Fyrirspurn um breytingu á skipulagi - Móstekkur 14-16
Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 3.11.2021:
Lögð er fram önnur/þriðja tillaga að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi íbúðabyggðar í landi Bjarkar (Björkurstykkis), vegna lóðarinnar Móstekkur 14-16. Ný tillaga gerir ráð fyrir að byggingarreitur sé færður til á lóðinni og heimilt verði að byggja eina samhangandi byggingu í stað tveggja áður og íbúðum fjölgað úr 8 í 10 íbúðir. Bílastæði á lóð verð allt að 16/19. Breytingin kemur til vegna sérstakrar lögunar lóðar.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að ganga frá endanlegri tillögu í samvinnu við skipulagshöfund. Gera þarf skýrari grein fyrir fjölda bílastæða ásamt því að skilgreina nýtingarhlutfall lóðarinnar.
7. 2201373 - Fyrirspurn vegna bílskúrs - Suðurengi 19
Skipulags- og byggingarnefnd tekur neikvætt í fyrirspurn. Skipulags- og byggingnarnefnd telur það ekki samræmast gildandi skipulagsáætlunum að fjölga íbúðareiningum í fullbyggðum eldri íbúðarhverfum. Umrædd framkvæmd getur orðið fordæmisgefandi í öðrum hverfum.
8. 2202002 - Fyrirspurn um breytingu á lóð - Byggarhorn 50
María Guðrún Arnardóttir f.h. lóðareiganda leggur fram fyrirspurn til skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, hvort heimild fáist til að skipta landspildunni Byggðarhorn Búgarður 50, upp í tvær lóðir. Í Gildandi deiliskipulagi er umrædd lóð skilgreind 6,7ha að stærð, og heimilt að byggja á henni tvö einbýlishús allt að 400m2 hvort auk útihúss og vélageymslu allt að 1200m2. Með skiptingu lóðar verði ef leyfi fæst, heimilt að byggja eitt íbúðarhús á hvorri lóð allt að 400m2 og útihús auk vélageymslu allt að 600m2.

Nú þegar stendur yfir vinna við skoðun á fjölgun lóða á umræddu svæði. Niðurstaða liggur ekki fyrir og er því afgreiðslu fyrirspurnar frestað.
9. 2201363 - Deiliskipulagsbreyting óveruleg - Þykkvaflöt
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi Hulduhóls á Eyrarbakka. Breytingin fellst í að lóðin Þykkvaflöt 9, er færð út fyrir afmörkunarsvæði deiliskipulags.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leiti og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga, sem óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi. Þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins sjálfs, leggur skipulagsnefnd til að fallið verði frá grenndarkynningu. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.
10. 2201372 - Deiliskipulagstillaga - Frístundamiðstöð
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Íþrótta- og útivistarsvæðis á Selfossi sem samþykkt var 15. Janúar 2003. Síðan hafa verið gerðar fjórar breytingar, síðast samþykkt 20.nóvember 2019 og tók gildi 19. nóvember 2020 við birtingu auglýsingar í B deild Stjórnartíðinda.
Sveitarfélagið Árborg fyrirhugar að reisa frístundarmiðstöð fyrir frístundarstarf á Selfossi. Grunnhugmyndin er að búa til aðstöðu og umhverfi til að bæta frístundaþjónustu við íbúa og bjóða upp á enn fjölbreyttari möguleika en standa nú til boða. Með byggingu frístundarmiðstöðvar verður til aðstaða fyrir frístundarstarf án aðgreiningar, þar sem mismunandi hópar barna og fullorðinna koma saman og veita hvort öðru stuðning og fræðslu. Markmið tillögunnar er að styrkja enn frekar Íþrótta- og útivistarsvæði Selfoss með tilkomu Frístundamiðstöðvar. Slík starfsemi mun glæða svæðið meira lífi og vera virkur þátttakandi íþróttalífsins á svæðinu.
Helstu breytingar fela í sér eftirfarandi:
· Nýjum byggingareit er bætt við inn á deiliskipulagssvæðið fyrir byggingu Frístundamiðstöðvar
· Byggingareitur fyrir sorpgeymslu bætt við (leiðbeinandi staðsetning).
· Byggingareitur fjölnota íþróttahúss felldur út.
· Nýbyggt fjölnota íþróttahús bætt við á uppdrátt.
· Byggingareitur bílageymslu er felldur út.
· Bílastæðum ásamt aðkomutorgi með aðkomu frá Langholti, komið fyrir í grennd við nýjan byggingareit.
· Bætt við þremur rútustæðum við Langholt.
· Göngustígakerfi uppfært.
Tilgangur breytinga á deiliskipulaginu er að koma fyrir byggingareit undir byggingu nýrrar Frístundamiðstöðvar, ásamt því að gera grein fyrir aðkomu. Aðrir skilmálar eru óbreyttir.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11. 2202037 - Endurskoðun aðalaskipulags - Athugasemd - Landslög
Fyrir fundinum liggur bréf frá Ívar Pálssyni hrl. f.h. Gesthús Selfossi ehf, þar sem Ívar f.h. skjólstæðings síns, gerir athugasemdir vegna tillagna í endurskoðuðu Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 sem nú er hjá Skipulagsstofnun til athugunar, að til standi að færa tjaldstæðin á Selfossi vestur fyrir Ölfusá. Gerð er athugasemd við að forsvarsmönnum Gesthús Selfoss ehf, hafi ekki verið kynnt efni tillögunnar varðandi þann hluta aðalskipulagstillögunnar og er þessu mótmælt með afgerandi hætti. Óskað er eftir fundi með forsvarsmönnum sveitarfélagsins til að fara yfir þetta tiltekna efni tillögunnar.

Skipulags- og byggingarnefnd vísar erindinu til starfshóps um endurskoðun aðalskipulags Árborgar. Einnig felur nefndin skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsnefndar að funda með hlutaðeigandi.
12. 2202076 - Aðalskipulagsbreyting - Hreinsistöð
Fyrir liggur tillaga Eflu Verkfræðistofu, þar sem gerð er tillaga að breytingu á gildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-2030 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarfélagið Árborg áformar að reisa tveggja þrepa hreinsistöð fyrir fráveitu við Geitanes norðan við
flugvöllinn á Selfossi. Markmið framkvæmdarinnar er að koma á hreinsun skólps frá Selfossi sem uppfyllir skilyrði laga og reglugerða, en í dag er skólp að mestu losað óhreinsað í Ölfusá. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér að iðnaðarsvæðið (s30 ) við Geitanes færist aðeins til vesturs en heildar stærð svæðisins verði óbreytt. Framkvæmdir sem aðalskipulagið heimilar eru matsskyldar. Álit Skipulagsstofnunar á matskýrslunni lá fyrir 16.11.2020 þar sem segir að matskýrslan uppfylli skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum. Telur stofnunin að fyrirhuguð hreinsun fráveitu á Selfossi sé ótvírætt framfaraskref fyrir þéttbýlið. Samhliða aðalskipulagsbreytingu þessari er gert deiliskipulag þar sem nánari ákvæði eru m.a. sett um framkvæmdir, ásýnd og frágang.
Vinna við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins stendur yfir og eru breytingar sem hér eru lagðar fram í samræmi við tillögu nýs aðalskipulags. Ákveðið var að leggja fram breytingu á aðalskipulagi, en ekki bíða eftir gildistöku nýs aðalskipulags, til að geta hafið framkvæmdir vorið 2022.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggur til við bæjarstjórn Árborgar að samþykkja tillöguna til samræmis við ofangreint í skipulagslögum.
13. 2202077 - Deiliskipulag - Hreinsistöð við Geitanes
Fyrir liggur tillaga Eflu Verkfræðistofu, þar sem gerð er tillaga að nýju deiliskipulagi vegna afmörkunar og áhrifasvæðis hreinsistöðavar við Geitanes norðan við núverandi flugvöll á Selfossi, í samræmi við 40. og 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarfélagið Árborg áformar að reisa tveggja þrepa hreinsistöð fyrir fráveitu við Geitanes norðan við flugvöllinn á Selfossi. Markmið framkvæmdarinnar er að koma á hreinsun skólps frá Selfossi sem uppfyllir skilyrði laga og reglugerða, en í dag er skólp að mestu losað óhreinsað í Ölfusá. Deiliskipulag þetta tekur til aðkomu að lóð hreinsistöðvarinnar, lóðarinnar sjálfrar og nærumhverfi eftir því sem þörf krefur m.a. vegna útrásar í Ölfusá. Í deiliskipulaginu er gerð grein fyrir fyrirhuguðum
framkvæmdum og settir fram skilmálar um landnotkun, mannvirki, útrás, vernd náttúru og frágang. Framkvæmdir sem deiliskipulagið heimilar eru matsskyldar. Álit Skipulagsstofnunar á matskýrslunni lá fyrir 16.11.2020 þar sem segir að matskýrslan uppfylli skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum. Telur stofnunin að fyrirhuguð hreinsun fráveitu á Selfossi sé ótvírætt framfaraskref fyrir þéttbýlið. Samhliða deiliskipulagi þessu er gerð breyting á Aðalskipulagi Árborgar 2010-2030 sem fellst í breytingu á uppdrætti þar sem iðnaðarsvæðið færist lítið eitt til.
Skipulagslýsing:
Skipulags- og matslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Árborgar 2010-2030 og nýju deiliskipulagi fyrir
hreinsistöð var tekin fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 29.07.2020 og í bæjarstjórn
þann 19.08.2020. Skipulags- og matslýsingin var kynnt almenningi og umsagna aflað. Alls bárust 5
umsagnir. Innkomnar umsagnir voru frá Skipulagsstofnun, Flóahrepp, Sveitarfélaginu Ölfusi,
Minjastofnun Íslands og Umhverfisstofnun.
Helstu ábendingar sem í umsögnunum fólust og snérust að deiliskipulaginu voru ábendingar
Minjastofnunar um fornleifar á svæðinu og athugasemdir frá Umhverfisstofnun vegna meðhöndlunar
seyru, spurningar um hvaða svæði og fyrirtæki verða tengd hreinsistöðinni og ábending um að æskilegt væri að tímasett áætlun um fjölda hreinsiþrepa verði sett fram í skipulaginu.
Engar ábendingar bárust frá almenningi. Við gerð þessa deiliskipulags var farið yfir alla þætti innsendra umsagna og þær hafðar til hliðsjónar. Gerð er grein fyrir öllum þeim þáttum sem eðlilegt er að taka fyrir á deiliskipulagsstigi en aðrir þættir fá nánari umfjöllun í mati á umhverfisáhrifum framkvæmda eða í breytingu á aðalskipulagi.
Tilgangur og markmið:
Skv. skipulagslögum nr. 123/2010 skal gera deiliskipulag fyrir einstök svæði eða reit innan sveitarfélags þar sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar. Í dag er skólp sem kemur frá Selfossi að mestu losað óhreinsað í Ölfusá. Meginmarkmið
framkvæmdarinnar er að koma á hreinsun skólps frá byggðinni á Selfossi sem uppfyllir örugglega skilyrði laga og reglugerða samhliða því að vernda almenning og umhverfið gegn mengun af völdum fráveitu frá Selfossi. Markmið með deiliskipulagi þessu er að skilgreina uppbyggingu, frágang og áhrif á umhverfi af hreinsistöð við Geitanes.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggur til við bæjarstjórn Árborgar að samþykkja tillöguna til samræmis við ofangreint í skipulagslögum.
14. 2101073 - Heiðarvegur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Iron Fasteignir leggja fram fyrirspurn, um hvort leyfi fáist til að hækka tilvoanandi mannviki á lóð úr 6,5m á hæð í 7,0m hæð. Fyrirspurn er tilkomin vegna uppbyggingar á þaki.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að breyttir uppdrættir verði grenndarkynntir í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum eftirfarandi fasteigna: Heiðarvegur 2,3,4 og Kirkjuvegur 8,8a,8b,10,12,14,16.
Fundargerð
15. 2201022F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 84
15.1. 2201249 - Larsenstræti 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ragnar Auðunn Birgisson fyrir hönd Bygma Ísland ehf. sækir um leyfi til að byggja verslunarhús. Helstu stærðir eru; 5113,3m2 og 46593,0m3
Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um gildistöku deiliskipulagsbreytingar og að uppdrættir verði lagfærðir.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
15.2. 2201250 - Urðarmói 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason fyrir hönd Júlíusar Arnar Birgissonar sækir um leyfi fyrir breytingum innanhús.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1.
Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi gögn skv. 2.3.8 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Staðfesting á að byggingarheimildagjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
15.3. 2201288 - Hellismýri 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Valur Arnarson fyrir hönd IB ehf. sækir um leyfi fyrir byggingu á iðnaðarhúsnæði. Helstu stærðir eru; 822,6m2 og 4033,9m3
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
15.4. 2201322 - Austurhólar 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Jóhann Einar Jónsson fyrir hönd Austurhóla ehf. sækir um leyfi til að byggja fjölbýlishús. Helstu stærðir eru; 4340,1m2 og 10868,8m3
Framkvæmdir er í umfangsflokki 2.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að uppdrættir verði lagfærðir.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
15.5. 2201374 - Björkurstekkur 42-44 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason fyrir hönd Kraftorku ehf. sækir um leyfi til að byggja parhús. Helstu stærðir eru; 360,8m2 og 1477,9m3
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að uppdrættir verði lagfærðir.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
15.6. 2112232 - Tryggvagata 32 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðjón Sigfússon fyrir hönd Wojciech Widenski og Maria Widenska sækir um leyfi fyrir breytingum innanhús og breyttri notkun.
Málið var áður til umræðu á 81. afgreiðslufundi og var þá vísað til skipulags- og byggingarnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Áformin voru grenndarkynnt og var frestur til að skila athugasemdum til 26.01.2022.
Tvær athugasemdir bárust þar sem áformum um rekstur sólbaðsstofu er harðlega mótmælt.
Að teknu tilliti til athugasemda lagði nefndin til að umsókn um breytingar innanhúss og breytta notkun verði hafnað.
Erindinu hafnað.

Niðurstaða þessa fundar
15.7. 2201242 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Krossfisk ehf. Hafnargötu 9
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir fiskvinnslu að Hafnargötu 9 F2261507.
Hafnargata 9 er á svæði þar sem er blönduð landnotkun og húsið er skilgreint sem fjölnotahús á deiliskipulagi frá 2006. Húsnæðið F2261507 er skráð sem frystihús á bygginarstigi 7.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að starfsleyfi verði endurnýjað.

Niðurstaða þessa fundar
15.8. 2201283 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir tímabundinn rekstur grunnskóla að Búðarstíg 4
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna útgáfu tímabundins starfsleyfis á rekstri grunnskóla að Búðarstíg 4, Eyrarbakka.
Húsnæðið er skráð sem veitingahús á byggingarstigi 7 fullgert hús.
Byggingarfulltrúi gaf jákvæða umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis 1. september 2020.
Eldvarnareftirlit BÁ hefur samþykkt húsnæðið fyrir 230 manns m.v. veitingarrekstur.

Það er mat byggingarfulltrúa að umbeðin starfsemi, tímabundinn rekstur grunnskóla get fallið undir samþykkta notkun hússins.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við útgáfu tímabundins starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar
15.9. 2201339 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Orkan Fossnesi A
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir afgreiðslustöð eldsneytis að Fossnesi A á Selfossi, F2187750.
Fossnes A 9 er á svæði þar sem er blönduð landnotkun. Notkun er í samræmi við deiliskipulag frá 2007.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að starfsleyfi verði endurnýjað.

Niðurstaða þessa fundar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:35 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica