Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 86

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
02.03.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Rúnar Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Guðmundur Gestur Þórisson f.h. slökkviliðsstjóra.
Fundargerð ritaði: Sveinn Pálsson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2202203 - Hléskógar - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason fyrir hönd Hilmars Þ. Sturlusonar sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir eru; 280,5m2 og 1073,0m3
Mannvirkið fellur undir umfangsflokk 2 og áformin samræmast deiliskipulagi.
Gögn liggja fyrir skv. 2. og 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
2. 2202241 - Austurvegur 51 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Jón Þór Þorvaldsson hönnunarstjóri fyrir hönd Sigurðar Þórs Sigurðssonar sækir um leyfi til að setja upp 10 m2 sólskála/svalalokun við íbúð 0401.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og samræmist deiliskipulagi.
Fyrir liggur samþykki stjórnar húsfélags, uppdrættir og skráningartafla.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um samþykkt aðalfundar húsfélags.
Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi gögn liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
3. 2202263 - Norðurbraut 32 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Stefán Þ. Ingólfsson fyrir hönd Óskars Inga Gíslasonar sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir eru; 191,9m2 og 766,9m3
Mannvirkið fellur undir umfangsflokk 2 og áformin samræmast deiliskipulagi.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
4. 2202204 - Sigtún 5 (Tryggvagata 10-12) - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ásgeir Ásgeirsson hönnunarstjóri fyrir hönd JÁVERK ehf sækir um leyfi til að byggja 78 íbúða fjölbýlishús. Helstu stærðir eru; 9.988,8m2 og 31.672,9m3
Málið var áður á fundi 85.
Mannvirkið fellur undir umfangsflokk 2 og áformin samræmast deiliskipulagi.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir,leiðréttir og undirritaðir af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
5. 2202313 - Breiðamýri 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason hönnunarstjóri fyrir hönd G.G. Tré ehf, sækir um leyfi til að byggja iðnaðarhúsnæði. Helstu stærðir eru; 1.918,4m2 og 9.098,6m3
Mannvirkið fellur undir umfangsflokk 1.
Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi gögn liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
6. 2202220 - Sólvellir 6 - Beiðni um umsögn vegna starfsleyfisumóknar - Leikskólinn Álfheimar
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir leikskólann Álfheima.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin er í samræmi við deiliskipulag og samþykkta notkun húsnæðisins.
Bygginagrfulltrúi gerir ekki athugasemdir við endurnýjun starfsleyfis.

7. 2202307 - Hásteinsvegur 2 - Beiðni um umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir sjálfsafgreiðslustöð eldsneytis
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir sjálfsafgreiðslustöð Orkunnar IS ehf að Hásteinsvegi 2, Stokkseyri.
Notkun er í samræmi við deiliskipulag.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
8. 2202221 - Brúarstræti 2 Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Flatey Pizza
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir Flatey Pizza Brúarstræti 2.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir upplýsingum hvort að umrædd starfsemi sé í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar um atvinnuhúsnæði og hafi hlotið samþykki byggingarnefndar fyrir starfseminni.

Afgreiðslu frestað.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica